Ráðunautafundur - 11.02.1984, Blaðsíða 249
241
lengd. Eggin eru í saur hýslanna og séu þau étin af öðrum dýrum, einkum
jórturdýrum, sest lirfan að í heila eða mænu þeirra. Þar breytist hún í
sull (Coenurus cerebralis), sem getur orðið allt að 5 cm í þvermál, með
mörgum bandormshausum. Þrýstingur sullsins á miðtaugakerfið veldur
vanka. Bandormi þessum hefur llklega verið útrýmt hér á landi fyrir
mörgum áratugum, í baráttunni við sullaveikina.
NÝJI SULLURINN
Haustið 1983 bárust sýni að Keldum um svipað leyti frá tveim dýra-
læknum í Húnavatnssýslu, þeim Sigurði H. Péturssyni og Agli Gunnlaugssyni.
Nokkru síðar bárust sýni úr Þingeyjarsýslu frá Ágústi Þorleifssyni dýra-
lækni. Allt voru þetta kjötsýni með vökvafylltum blöðrum, eða hroða-
bólum meó smáblæðingum, á stærð við haus á eldspítu. Við smásjárskoðun
kom í ljós að þetta voru ýmist sullir eða sullleifar, og af útliti þeirra
og staðsetningu komumst við að þeirri niðurstöðu að þetta væru kjötsullir
af tegundinni Taen.ia (Cysticercus) ovis.
Kjötsullsbandormurinn (Taenia ovis) lifir sem fullorðinn í þörmum
hunda og refa og getur orðið rúmur 1 m á lengd. Egg hans eru í saur þessara
hýsla og éti sauðkind þau, setjast lirfurnar að í vöðvum hennar, einkum
þeim vöðvum er mest starfa, svo sem hjarta, þind, vöðvum ganglima og
magál. Þar breytast lirfumar í litla sulli (Cysticercus ovis), um 2-6 mm
í þvermál. 1 þeim finnst aðeins einn bandormshaus. Utan um sullinn
myndast bandvefshjúpur. Sullir þessir viróast ekki standa kindum fyrir
þrifum, en valda þeim þó eflaust óþægindum.
Strax og sullirnir höfðu verið greindir til tegundar, var haft samband
við dýralækna og þeir beðnir að gæta sérstaklega að sullum þessum. Þá var
slátrun að ljúka eða lokið víða, og því er ekki að vita nema útbreiðsla
þeirra sé meiri en þegar hefur komið í ljós, því sullir þessir geta farið
framhjá mönnum við heilbrigðisskoðun, sé ekki verið sérstaklega á varð-
bergi gegn þeim.
Að sláturtíð lokinni höfðu fundist kjötsullir frá 4 bæjum í 3 hreppum
í A.-Húnavatnssýslu (Sláturhúsið á Blönduósi), 2 bæjum í 1 hrepp í V.-
Húnavatnssýslu (Sláturhúsið á Hvammstanga) og sterkur grunur leikur á kjöt-
sullum í lömbum frá tveimur bæjum í S.-Þingeyjarsýslu (Sláturhúsið á
Svalbarðseyri). Næsta haust að sláturtíð lokinni vonumst við til að hafa
gleggri mynd af útbreiðslu sullsins.
1 framhaldi af sullfundinum var hafist handa við að leita að full-