Ráðunautafundur - 11.02.1984, Blaðsíða 109
101
hélt aðeins 1.5% brennisteinssýru. Propionsýru var síðan bætt
út í meltuna fyrir blöndun. Aðeins voru notaðar 5 gerileyddar
flöskur í stað 10 fyrir hverja blöndu.
Tafla 5. Samsetning blandna og magn viðbættrar propionsýru i meltu.
Blanda nr. Melta Propionsýra í meltu Mysuþykkni Grasmj öl
1 55% 0% - 45%
2 2 7,5% 0% 27,5% 45%
3 55% 0,5% - 45%
4 27,5% 0,5% 27,5% 45%
5 55% 1,0% - 45%
6 27 ,5% 1,0% 27,5% 45%
7 55% 1,5% - 45%
8 27,5% 1,5% 27,5% 45%
9 55% 2,0% - 45%
10 27,5% 2,0% 27 ,5% 45%
11 55% 2,5% - 45%
12 27,5% 2,5% 2 7,5% 45%
13 55% 3,0% - 45%
14 27,5% 3,0% 27,5% 45%
Á mynd 3 má sjá á hve löngum tíma blöndurnar eyðilögðust.
Segja má að blöndur 1 og 2 séu sambærilegar við blöndur 13
og 14 í fyrri hluta, þegar notað var vatn í stað meltu, þar sem
þessar blöndur innihalda hvorki maura- né propionsýru. Þarna
lengir mysuþykknið geymsluþolið að einhverju marki.
Um leið og bætt hefur verið í propionsýru lengist geymslu-
þol þeirra blandna, sem ekki innihalda mysuþykkni, en engu munar
í þeim blöndum, sem innihalda mysuþykkni.
Ef miðað er við 30 vikna geymslu virðist blanda af meltu
og grasmjöli, sem inniheldur 1.5% brennisteinssýru og 1. 0%
propionsýru vera geymsluþolin . Þegar mysuþykknið bætist við,
eykst þörfin á propionsýru upp í 1.5%.
Lokaorð:
Blöndun á meltu, mysu og grasmjöli tókst mjög vel og er
auðvelt að koma blönduninni við í graskögglaverksmiðjunum án
mikils tilkostnaðar. Hægt er að þykkja bæði mysu og meltu og
minnka þannig rúmmálið, bæði fyrir flutning og blöndun.