Ráðunautafundur - 11.02.1984, Blaðsíða 72
64
4, Framleiðsla ðrverupróteins í vðmb.
Myndun lífræns massa - gerlamassa - við gerjun fóðursins í vömb,
er öðrum þræði framleiðsla á örverupróteini, sem jafnan er stærsti hluti
þess próteins sem skepnunni stendur til boða í eigin efnaskiptum. Til
framleiðslu örverupróteins þurfa gerlarnir bæði orku og næringu, en
hvorttveggja fá þeir við loftfirrta gerjun fóðursins. Sá þáttur sem
mest takmarkar próteinframleiðslu í vömb er magn nýtanlegrar orku fyrir
gerlana, en einnig getur skortur á uppleysanlegu próteini (NHg), verið
takmarkandi fyrir gerlastarfsemina. í fóðrun jórturdýra þarf því jafn-
hliða að taka tillit til þarfa vambargerlanna.
Algengast er að nota hlutfall lífræns efnis (OM) sem meltist í
vömb (AÐOM) (lífrænt efni í fóðri - lífrænt efni sem berst til smáþarma),
sem mælikvarða á nýtanlega orku til próteinmyndunar í vömb. 1 lang-
flestum tilfellum er þetta hlutfall á bilinu 0,60 - 0,70. 1 töflu 1
er sýnt hlutfall meltanlegs lífræns efnis í mismunandi gróffóðri.
Tafla 1. Hundraðshlutar lífræns éfnis, sem meltist í vömb, í
mismunandi gróffóðri.
Fóðurtegund:
Ferskt gras
Vothey
Hey
Hraðþurrkað gras
% melt i vömb
65 í 0,02
68 - 0,02
68 - 0,02
52 - 0,03
Eins og sést i. töflu 1, er það aðeins meltanleiki í hraðþurrkuðu
grasi sem sker sig úr. Afleiðing þess er sú að minni orka er til reiðu
í vömbinni og þar af leiðandi minni framleiðsla á örverupróteini, þegar
fóðrað er á hraðþurrkuðu grasi. Á móti kemur, að upphitum próteins við
hraðþurrkun gerir það torleystara í vömb, þannig að meira prótein úr
hraðþurrkuðu grasi ætti að sleppa gegnum vömb og t'dl smáþarma. Líkur eru
á að það komi fyllilega til móts við minni próteinframleiðslu í vömb.
Varðandi vothey er rétt að nefna, að verulegur hluti orku í vot-
heyi getur verið í formi edik- og/eða mjólkursýru, - eða allt að 25 -
30% meltanlegs lífræns efnis. Við votheysfóðrun getur af þeim sökum
orðið talsvert minni próteinframleiðsla í vömb.
Ljóst er að umfang próteinmyndunar í vömb stjórnast af fjölda