Ráðunautafundur - 11.02.1984, Blaðsíða 189
-181-
Þegar sýni voru tekin var reynt að fá sýni úr bvi sem
bændur töldu gott og óskemmt og einnig ef um rifna poka var
að ræða. Einnig var tekið úr rúllum úti. Tafla 1 sýnir meóal-
töl yfir öll sýnin 65 að tölu, en meðaltal yfir þurrhey af
Suóurlandi (bráðabirqóatölur) fylgja til samanburðar.
Efnasamsetning svipar mjög til meðalefnamagns i þurrheyi
nú i ár, en lítið eitt er votheyið orkurikara. Til samanburóar
þá er 1.59 kg ÞE/FE = 1.87 kg þurrhey i FE, og i votheyi fersku
með 36.45% þe. þarf4.36 kg vothey i hverja FE. Fyrir þurrheyió
(samanb.) með 1.70 kg þ.e. FE þarf 2.0 kg Fe af heyi (85% b.e.).
Þurrefni i votheyinu var með venjulegri leiðréttingu að
meðalt. 36,46%, en sýni til fóðurefnagreininga voru frostburkuð
og þurrefni við frostþurrkun var að meðaltali 37.8%.
TAFLA 2.
Sýrustig, NH^-N, EDIKSÝRA, SMJÖRSÝRA OG pH
MEÐALTAL MEÐALFRÁVIK ERLENDUR STAÐALL
Sýrustig pH 5,20 0,61 —
Þurrefni % 36,46 10,85 — jfr
NH^-N % (af heildar N) 13,09 7,60 8-10
Ediksýra % (þ.e.) 1,09 0,60 1,0 - 3,0
Smjörsýra % (þ.e.) 0,73 1,15 0 - 0,3
* 1 votheyi sem hefur minna þurrefni en 30%, er talið að
sýrustig megi ekki vera hærra en pH 4.2. Sé vothey með hærri
þ.e. % er talió aó allt að pH 5.0 (við 40% þ.e.) sé ekki óeðlilegt,
og fóðrió geymist vió það sýrustig. Þurrefnismagn var mjög
misjafnt en þriðjungur sýna hafði minna þurrefni en 30%.
Verkun heysins er mjög misjöfn, enda var þess e.t.v. að
vænta með tilliti til þess að hluti sýnanna var tekinn úr
útiböggum og böggum þar sem loft hafði komist að.