Ráðunautafundur - 15.02.1990, Blaðsíða 77
-67-
Tafla 13. Yfirlit yfir niðurstöður úr kjötmati, sem öðlaðist gildi 1. september 1988. Sömu svínabú
og í töflum 10 og 12.
Ár Svínabú nr. Grís I* Grís I Grís II Grís III Meðalfall- þungi grísa kg Kg fóðurs á framleitt kg af svínakjöti
1988 ii 34,82 % 54,63 % 8,31 % 2,24 % 55,9 4,88
1988 7 56,57 % 39,44 % 3,99 % 57,9 5,35
1988 47 23,69 % 43,78 % 27,71 % 4,82 % 55,7 5,03
1988 6 48,28 % 50,00 % 1,72 % 52,2 8,33
1988 5 59,24 % 38,66 % 2,10 % 51,1 5,78
1988 39 58,54 % 41,46 % 54,0 7,02
1988 54 1,86 % 49,69 % 42,24 % 6,21 % 52,9 5,83
1988 23 8,97 % 46,80 % 35,26 % 8,97 % 54,3 5,94
1988 74 0,93 % 59,26 % 30,56 % 9,25 % 47,8 7,71
1988 18 26,83 % 68,29 % 4,88 % 45,4 9,62
1988 16 43,64 % 44,07 % 12,29 % 47,9 5,90
1988 78 1,10 % 67,65 % 27,94 % 3,31 % 50,8 7,70
1988 55 5,50 % 55,05 % 32,11 % 7,34 % 52,3 6,98
Af töflu 13 sést að þeir svínabændur, sem eru með fullkomið skýrsluhald og
kunna að nota það, eiga í engum vandræðum að aðlaga sig nýjum
kjötmatsreglunum og koma þannig til móts við kröfur neytenda um fituminna
svínakjöt.
Gæðamat á svínakjöti samkvæmt nýjum kjötmatsreglum, sem öðluðust gildi 1.
september 1988, er eins og hér segir:
Grís I*. Skrokkar, sem vega yfir 55 kg, hafa vel vöðvafyllt læri, F, sé minna en
20 mm og F2 minna en 35 mm. Spiklag skal vera jafnt, þétt, fíngert og
hvítt. Útlit skrokksins og verkun óaðfinnanleg.
Grís I. Skrokkar, sem vega yfir 36 kg, F, sé minna en 20 mm og F2 minna en
38 mm. Spiklag skal vera jafnt, þétt, fíngert og hvítt. Útlit skrokksins og
verkun góð. Krafa um vöðvafyllingu minni en í Grís I*.
Unggrís.Ungir grísir sem vega allt að 36 kg, aldur allt að 3ja mánaða. Útlit og
verkun óaðfinnanleg, fitudreining jöfn og F, minna en 18 mm.
Grís II. Skrokkar með F, frá 20 til 23 mm og fita annarsstaðar á skrokknum mikil
og ójöfn. í þennan flokk skal einnig setja skrokka með minni háttar
útlitsgalla.
Grís IlI.Óhóflega feitir skrokkar, F, yfir 23 mm, eða mjög rýrir skrokkar. Einnig
skal meta í þennan flokk grísi með meiriháttar útlitsgalla, svo sem mikil
einkenni kláðasýkingar, bitsár, vansköpun og aðra þá útlitsgalla sem rýra
verulega verðgildi þeirra.