Ráðunautafundur - 15.02.1990, Blaðsíða 269
-259-
í loðnufitunni var reiknað með 3,0 FE/kg.
Meðhöndlun gagna og tölfræðilegt uppgjör
Fundin var meðalnyt og meðalát fyrir hvern grip í hverri viku tilraunarinnar og
þungabreytingar á hverju tímabili. Til að forðast eftirverkanir meðferða milli tímabila
voru einungis notuð gögn úr 4 viku hvers tímabils í uppgjörinu, nema þar sem annars
er getið sérstaklega.
Framleiðslufóðureiningar (FrFE) voru reiknaðar sem:
FrFE = Étnar FE - (þungi kg/200 + 1,5) - (þungabreyt.kg * 3,5)
Til að leiðrétta nyt m.t.t. orkuinnihalds var reiknuð 4% mælimjólk þar sem
leiðrétting fer fram á grundvelli fitu í mjólk skv.:
kg 4% mælimjólk = kg mjólk * (0,4 + 0,15 * fitu %).
Einnig var notuð líking til að reikna orku í kg mjólk á grundvelli fitu og annars
þurrefnis (Ffþe) í mjólkinni skv.:
Kcal/kg mjólk = (92,24*(% fíta) + 49,14*(% ffþe) - 56,39) (Tyrrell & Reid, 1965)
í mjólkursýnum var mæld fita, prótein og mjólkursykur. Fitufrítt þurrefni (Ffþe)
var fundið sem summa próteins og mjólkursykurs að viðbættum 0,7%, sem er áætlað
magn steinefna í mjólkinni (Sævar Magnússon, 1989).
Við útreikninga á verði mjólkur til framleiðenda var miðað við að grundvöllur
væri 50 kr/kg, 3,42% prótein og 3,98% fita.
Annars vegar var verðið reiknað út frá greiðslu að 50/100 hlutum fyrir magn en
að 25/100 fyrir hvort um sig, fitu og prótein (skv. tillögum nefndar SAM og FL):
Kr/kg = 0,5*50 + (0,25*50*F%/3,98) + (0,25*50*Prót%/3,42)
Hins vegar út frá greiðslu að 78/100 hlutum fyrir magn en að 22/100 fyrir fitu
(skv. MBF):
Kr/kg = 0,78*50 + (0,22*50*F%/3,98)
Við tölfræðilegt uppgjör á öllum gögnum nema varðandi bragðprófanir var notað
línulega líkanið :
Yjjk, = I + Aj + Bj + Ck + D, +(C*D)k| + eijkl
þar sem:
Y ijkl = einstakar mælingar
I = skurðpunktur
Aj = tímabil, i = I,II,III
R = hópur, j = 1,2,3
Ck = flokkur, k = A,B,C,D
D, = meðferð, 1 = 0,4,8
eijki = skekkja