Ráðunautafundur - 15.02.1990, Blaðsíða 158
-148-
leiðrétt hafði verið fyrir ólíku fanghlutfalli.
Niðurstöður úr tilraunum með fullorðnar ær eru dregnar
saman i 4. töflu. Eins og sést var fóðrun mismunandi og réðu
þar breytileg heygæði og mismikil kjarnfóðurgjöf. Á Hesti
voru ærnar fóðraðar á heyi eingöngu fram i miðjan mars, en þá
byrjað að gefa fiskimjöl, 50 g/á/dag, sem var aukið 2 vikum
siðar i 70 g. Að jafnaði þurfti 1,97 kg af heyi i hverja
fóðureiningu. Fyrra árið á Hvanneyri voru ánum gefin 40
g/dag af fiskimjöli frá 20. nóvember til 15. janúar og að
auki 200 g af fóðurblöndu desembermánuð. Ekkert kjarnfóður
var síðan gefið fyrr en eftir 1. maí. Heyið var gott, að
meðaltali 1,84 kg/FE. Seinna árið var heyið mun lakara, 2,24
kg/FE, en þá voru einungis gefin 50 g af fiskimjöli í
desember og ekkert síðar. Við skoðun töflunnar hlýtur að
vekja furðu, að ærnar á Hvanneyri skyldu þyngjast svo sem
raun varð á framan af þessum vetri, þar sem þær klipptu átu
aðeins 0,62 FE/dag og ullarærnar 0,50 FE/dag. Gefið var
engjahey, og hefur ráðsmaður á Hvanneyri, Guðmundur
Hallgrimsson upplýst, að þetta sé í samræmi við reynslu sína.
Er það rannsóknarefni út af fyrir sig.
Á Skriðuklaustri var einungis fóðrað á fremur vondu heyi
og þurfti að jafnaði 2,24 kg 1 hverja fóðureiningu.
Hvað varðar mismun á áti, er gott samræmi milli þessara
tilrauna. Haustklipptu (H) ærnar átu i öllum tilfellum meira
en þær vetrarklipptu (V) , og var munurinn mestur i upphafi,
14-25% fyrstu 7-8 vikurnar en 9-19% næstu 8-10 vikur, eða þar
til rúið var i seinna sinn. Eftir þann tíma dró verulega
saman í áti, og var munurinn enginn á Hesti en 2-5% munur á
hinum búunum. f heild nam munur á heyáti yfir
tilraunaskeiðið 18 kg á Hesti, þar sem hann var minnstur en
35 kg síðara árið á Hvanneyri, þar sem mestu munaði. Að
meðaltali munaði 26 kg eða sem nemur 12,7 fóðureiningum
(10%). f erlendum rannsóknum, þar sem borin hefur verið
saman átgeta klipptra og óklipptra áa á þurrheyi eða
votheyi, hafa þær fyrrnefndu yfirleitt étið 10-15% meir en
hinar (Russel, Armstrong og White, 1985).
Tiltölulega litill munur reyndist vera á
þyngdarbreytingum ánna, og aðeins á Skriðuklaustri var hann
tölfræðilega marktækur. Þar þyngdust H-ærnar 2,3 kg meir en