Ráðunautafundur - 15.02.1990, Blaðsíða 181
-171-
Efnislegar breytingar í þessum hugmyndum eru ekki stórvægilegar en framsetning
er öðru vísi en í núgildandi reglum. Lagt er til að alls staðar sé greint á milli hvítrar
og mislitrar ullar að öðru leyti en því, að mjög gul ull og hvít ull með dökkum hárum
verði flokkuð með mislitu. Þessi framsetning er skýrari bæði fyrir matsmenn að vinna
eftir og fyrir bændur að átta sig á niðurstöðum úr mati.
Lagt er til að hreinleiki verði metinn sem nýtingarhlutfall en ekki með hreinleika-
stuðlum en einnig má hugsa sér að ull með bezta nýtingu fái stuðulinn 1,00 og lakari
nýting sé síðan metin sem hlutfall af beztu nýtingu. Nýtingarhlutfall, sem hér er sett
fram, er mjög lauslega áætlað og ber ekki að skilja sem nákvæmar tölur.
LOKAORÐ
Sú reynsla, sem þegar hefur fengist af mati á haustklipptri ull, sýnir að haustklipping
skilar verulegum ávinningi bæði til framleiðenda og ullarkaupenda. Framleiðendur
fá hærra verð fyrir ullina og ullarkaupendur fá betra hráefni til vinnslu. Með því
átaki, sem þegar er hafið með starfsemi ullarhópsins svonefnda, á að geta náðst
verulegur árangur í þessum efnum. í framhaldi af því er vonandi að vænta átaks í
ullarkynbótum, þannig að bætt meðferð á ull og eðlisgæði haldist í hendur.
HEIMILDIR
Árbók landbúnaðarins 1987, 38. árgangur. Framleiðsluráð landbúnaðarins, Reykjavík,
1988.
Árbók landbúnaðarins 1988, 39. árgangur. Framleiðsluráð landbúnaðarins, Reykjavík,
1989.
Guðjón Kristinsson, 1990. Persónulegar upplýsingar.
Kristinn Arnþórsson, 1990. Persónulegar upplýsingar.
Leiðbeiningar um rúning og meðferð ullar. Freyr 85: 841-844, 1989.
Lög um flokkun og mat ullar, m. 21/1976.
Reglugerð um móttöku, flokkun og mat ullar. Landbúnaðarráðuneytið, 1976.
Sigurgeir Þorgeirsson o.fl. 1990. Rannsóknir á rúningstíma með sérstöku tilliti til
haustklippingar. Ráðunautafundur 1990.
Stefán Aðalsteinsson, 1978. Leiðbeiningar fyrir ullarframleiðendur. Handbók bænda
1978.
Stefán Aðalsteinsson, 1985. Umbætur á ullinni. Óbirt handrit.