Ráðunautafundur - 15.02.1990, Blaðsíða 256
-246-
hliðsjón af fituinnihaldi þeirra, en það eru í mörgum tilfellum ekki eðlileg
markaðsverð þ.v.s verð sem neytendur eru tilbúnir til að greiða. Verði til neytenda
hefur því verið breytt á mörgum vörutegundum með niðurgreiðslum og verðtilfærslum
á milli afurða eins og fram kemur í töflu 1.
Tafla 1. Verð til mjólkursamlags kr.pr.ltr eða kg. Verð í desember 1989.
Heild- söluv. Niður- greiðsl. Verðtil- færsla Samtals til saml.
Nýmjólk 45,06 26,15 - 1,61 69,60
Léttmjólk 45,06 26,15 -17,18 54,03
Undanrenna 29,18 15,65 - 4,76 40,07
Rjómi 415,82 -15,23 400,59
Skyr 92,97 35,20 128,17
Smjör 391,89 368,89 263,01 1023,79
Ostur 45% 514,15 88,12 612,27
Sérstaklega vekur athygli verðtilfærslan frá léttmjólk og undanrennu yfir á smjör
og gífurlegur munur á heildsöluverði smjörs og verði á smjöri til mjólkursamlags.
Nú hefur þó verið ákveðið að hefja greiðslur fyrir mjólk til framleiðenda með
hliðsjón af bæði fitu- og eggjahvítuinnihaldi hennar og gera verður ráð fyrir að í
framhaldi af því muni verðlagning mjólkurafurða taka meira mið af innihaldi
afurðanna af fitulausu þurrefni en verið hefur.
NÝTT GREIÐSLUFYRIRKOMULAG
Sú breyting sem ákveðið hefur verið að gera á útreikningi á greiðslum til framleiðenda
fyrir mjólk er þríþætt. í fyrsta lagi verður grundvallarmjólk nú skilgreind. í öðru lagi
verður greiðsla til framleiðenda ekki aðeins miðuð við magn og fituinnihald mjólkur
eins og verið hefur, heldur einnig við eggjahvítuinnihald hennar. í þriðja lagi verður
vægi magns, fitu og eggjahvítu í verðinu ákveðið.
Skilgreining grundvallarmjólkur
Við verðlagningu landbúnaðarafurða hefur verið talað um "grundvallarverð mjólkur",
en fyrir hvað stendur þetta hugtak? Grundvallarverð mjólkur er það verð, sem
sexmannanefnd hefur ákveðið á hverjum tíma á einum lítra af hrámjólk frá
framleiðenda án skilgreiningar á efnainnihaldi. Hvert mjólkursamlag hefur því greitt
grundvallarverð fyrir mjólk með meðalfituinnihaldi viðkomandi svæðis.
Þetta fyrirkomulag hefur orsakað tvenns konar misræmi. í fyrsta lagi milli
r-