Ráðunautafundur - 15.02.1990, Blaðsíða 225
-215-
mæla meltanleika og prótein með nokkurri nákvæmni í heyi, en vinnu er samt ekki
að fullu lokið. Hvað varðar steinefnin sem venjulega eru mæld í heysýnum eru líkur
á að skekkja verði minni en búist var við í upphafi. Jafnframt er unnið að samanburði
á mölunar og þurrkaðferðum.
Verði viðunandi öryggi á mælingum allra efna í heysýnum er ekkert því til
fyrirstöðu að eitt svona tæki anni heymælingum frá öllum bændum landsins jafnvel
þó heildar sýnafjöldi væri þrefaldaður frá því sem nú er.
Þegar heymælingar verða komnar í viðunandi farveg verður líklega stefnt að
trénismælingum og orkuefnum bæði úr jurta og dýraríkinu. Líklegt er að prótein, fitu
og vatn megi mæla í flestum tegundum af fóðri sem hér er notað.
Við rannsóknir er þessi tækni mjög áhugaverð þar sem þörf er á miklum fjölda
sýna úr svipuðum efnivið t.d. við jurtakynbætur. Við fóðrunartilraunir er mjög
nauðsynlegt að hafa upplýsingar um fóðrið áður eða um leið og það er gefið, þar
komi NIR mælingar að miklu gagni.
Þó fyrst og fremst hafi verið fjallað um þessa tækni við mælingar á gróffóðri er
tæknin eigi að síður nothæf fyrir önnur rannsóknarsvið s.s. í matvæla og fóðuriðnaði.
HEIMILDIR
Barnes, R.F., 1980. Infrared reflectance spectoroscopy for evaluating forages. Úr:
Forage evaluation, Comcepts and techniques (Ritstj. J.L. Weeler & R.D. Mochrie):
bls. 89-102.
Norris, K.H., Barnes, R.F, Moore, J.E. & Shenk, J.S., 1976. Predicting forage quality
by infrared reflectance spectroscopy. J.Anim.Sci. 43: 889-897.
Shenk, J.S., Mason, W.N., Risius, M.L., Norris, K.H. & Barnes, R.F., 1976. Application
of infrared reflectance analysis to feedstuff evaluation. First International Symposium,
Feed Composition Animal Nutrient Requirements and Computerization of Diets.
Utah Agr. Exp. Sta., Utah State University, Logan, UT: bls. 242-248.
Shenk, J.S., 1986. Near infrared analysis of forage and feed for dairy cows.
International Dairy Federation Bulletin 196: bls. 36-41.
Tilley, J.M.A. & Terry, R.A., 1963. A two stage technique for the in vitro digestion
of forage crops. J.Br.Grassl.Soc. 18: 104-111.