Ráðunautafundur - 15.02.1990, Blaðsíða 267
-257-
Loðnufitan er hituð upp við fóðurblöndunina og er henni úðað á fóðrið eftir að
það er kögglað. Þar sem magnið sem fer í blönduna er ekki vigtað heldur stillt með
rennslismælum var magn loðnufitunnar í kjarnfóðurblöndunum metið út frá
efnagreiningum á hráefnum og blöndunum sjálfum.
Tafla 5. Innihald og eiginleikar loðnufitunnar.
Fríar fitusýrur 0,239 %
Peroxíð gildi 7,62 meq/kg
Bræðslumark 34,4°C
Joðtala 79,2
Ósápanlegt efni 1,25 %
Áður en tilraunin hófst var 10 daga undirbúningsskeið þar sem allar kýrnar voru
fóðraðar á kjarnfóðri án fituíblöndunar. Reynt var að skipuleggja fóðrunina þannig
að kýrnar væru fóðraðar því sem næst skv. nyt, á hverju tímabili. Þetta á þó ekki við
um kýr í flokki A sem voru fyrsta kálfs kvígur og fengu þær um 0,8 FE aukalega á
dag til vaxtar. Fóðrunin var óbreytt út hvert tilraunatímabil og kýr í sama flokki fengu
alltaf jafnmargar fóðureiningar á dag, óháð kjarnfóðurtegund. Breyting á
kjarnfóðurtegund milli tímabila var dreift á 3-5 daga. Þá var hlutfalli kjarnfóðurs og
gróffóðurs haldið þannig út alla tilraunina að því sem næst 48% af orkunni kom úr
heyi en 52% úr kjarnfóðrinu.
Tafla 6. Efnainnihald fóðurblandna og heys. Að baki hverju gildi eru 4 mælingar en FE/kg eru reiknuð
gildi.
Blanda 0 Blanda 4 Blanda 8 Þurrhey
Þurrefni % 87,5 88,3 88,6 84,0
FE/kg þe. 1,10 1,18 1,25 0,68
% af þurrefni:
Hráprótein 20,1 20,9 21,6 11,3
Tréni 1,8 1,7 1,42 27,5
Fita 3,0 7,5 11,3 2,8
lægsta-hæsta (2,9-3,4) (7,2-8,1) (10,8-12,2)
Aska 9,1 9,4 10,3
Ca 2,50 2,57 2,67 0,26
P 1,30 1,37 1,10 0,23
Mg 0,42 0,42 0,43 0,16
K 0,34 0,33 0,32 2,08
Na 0,53 0,48 0,58 0,06