Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2016, Blaðsíða 8
8 Fréttir
Þrátt fyrir að Arion banki sé enn að
langstærstum hluta í eigu Kaup
þings þá er það íslenska ríkið sem
mun fyrst og fremst njóta góðs af
tæplega 50 milljarða króna hagn
aði bankans á síðasta ári – en ekki
erlendir kröfuhafar. Miðað við að
bókfært eigið fé Arion banka nem
ur núna 193 milljörðum þá jókst
virði 87% eignarhlutar Kaupþings
í bankanum um nærri 29 milljarða
á árinu 2015 – úr 139 milljörðum
í 168 milljarða – en samkvæmt af
komuskiptasamningi stjórnvalda
og Kaupþings mun þessi verðmæta
aukning að stærstum hluta renna til
ríkisins við sölu á bankanum. Takist
kröfu höfum að selja hlut Kaupþings
á næstu misserum á verði sem er í
samræmi við bókfært eigið fé bank
ans í árslok 2015 þá myndi hlutdeild
íslenskra stjórnvalda af söluand
virðinu nema um 113 milljörðum
króna.
Stöðugleikaframlag Kaupþings
í tengslum við sölu á Arion banka
yrði þá níu milljörðum króna hærri
fjárhæð en stjórnvöld höfðu áætlað
í október á síðasta ári þegar Seðla
banki Íslands kynnti mat sitt á
undanþágubeiðnum gömlu bank
anna frá fjármagnshöftum. Þetta
skýrist af gríðarlega miklum hagn
aði Arion banka á fjórða ársfjórð
ungi – hann nam ríflega 24 milljörð
um og jókst um 72% á milli ára – en
þar munaði mestu um sölu á stór
um hlut bankans í Bakkavör Group.
Sú sala skilaði Arion banka bók
færðum hagnaði upp á tæplega 13
milljarða króna.
Arður skilar kröfuhöfum litlu
Ólíkt Landsbankanum og Íslands
banka, sem skiluðu talsvert minni
hagnaði en Arion banki á liðnu ári,
þá hyggst stjórn Arion banka leggja
það til á aðalfundi í næsta mánuði
að enginn arður verði greiddur
vegna afkomu síðasta árs. Fyrir utan
87% eignarhlut Kaupþings þá á ríkið
sem kunnugt er 13% hlut í bankan
um. Sú ákvörðun að greiða ekki arð –
á sama tíma og bankinn hefur skilað
hagnaði sem er sá þriðji mesti í Ís
landssögunni á eftir Kaupþingi árin
2006 og 2007 – þarf hins vegar ekki
að koma á óvart þegar litið er með
al annars til skilmála í þeim stöðug
leikaskilyrðum sem kröfu hafar
Kaupþings féllust á í tengslum við
nauðasamninga slitabúsins. Endur
heimtur kröfuhafa yrðu minni ef
eigið fé bankans yrði lækkað með
útgreiðslu arðs til eigenda borið
saman við þá leið að halda því á
efnahagsreikningnum og fá þannig
hærra verð fyrir hlutinn við sölu
bankans.
Þannig kemur fram í skýringar
riti sem lagt var fram á kröfuhafa
fundi Kaupþings hinn 13. nóvem
ber síðastliðinn, og DV hefur
undir höndum, að allar arðgreiðslur
Arion banka til Kaupþings fram að
sölu á bankanum skuli framseldar,
á grundvelli fjársópsákvæðis, án
endurgjalds til íslenskra stjórn
valda. Þær greiðslur kæmu því ekki
til lækkunar á 84 milljarða króna
veðskuldabréfinu sem Kaupþing
gefur út til stjórnvalda. Skuldabréf
ið er til þriggja ára, sem er í sam
ræmi við þann tímaramma sem
kröfuhafar hafa til að
finna kaupanda að hlutnum í Arion
banka, og ber 5,5% vexti, eða sem
nemur um 4,6 milljörðum króna á
ári. Kröfu hafar Kaupþings hafa því
afar lítinn hvata af því að bankinn
greiði út arð til hluthafa.
Takmarkað svigrúm
Þá er einnig ljóst að svigrúm Arion
banka til að geta greitt út veru
legan arð til eigenda er af skornum
skammti með hliðsjón af eigin
fjárhlutfalli bankans. Þrátt fyrir að
eigin fjárstaða Arion banka sé afar
sterk, hlutfallið var 24,2% í árs
lok 2015, þá lækkaði hlutfallið um
ríflega tvö prósentustig á síðasta
ári. Lækkunin er einkum tilkomin
vegna arðgreiðslu að fjárhæð 12,8
milljarðar og einnig 20 milljarða
fyrirframgreiðslu á víkjandi lánum
frá ríkinu. Til samanburðar er eig
infjárhlutfall Landsbankans og Ís
landsbanka ríflega 30%.
Fjármálaeftirlitið
(FME) gerir mjög stíf
ar eiginfjárkröfur til
kerfislega mikilvægra
fjármálastofnana
á borð við Arion
banka. Þær kröfur
byggjast á tilskipun
Evrópusambandsins
um eigin fjárþörf
(CRD IV) sem var
leidd í lög um fjár
málafyrirtæki síð
astliðið sumar og
kveður á um inn
leiðingu ýmissa
eiginfjárauka sem
bætast við þær lág
markskröfur sem FME
gerir til fjármálafyrir
tækja um eiginfjárhlut
fall. Landsbankinn er eini
af stóru bönkunum þrem
ur sem hefur upplýst um
lágmarkseiginfjárkröfu
FME til bank
ans, sem var
14,3% í árs
Vikublað 1.–3. mars 2016
Ríkið fæR stæRsta bitann af
sögulegum hagnaði aRion
n Verðmætaaukning við 50 milljarða hagnað að mestu til stjórnvalda n stöðugleikaframlag hækkar um milljarða
Mögulegt gengi
við sölu**
Það sem færi til
stjórnvalda
Það sem færi til
kröfuhafa
0,6 85 16
0,7 91 27
0,8 96 38
0,9 104 47
1 113 55
Samkvæmt afkomuskiptasamningi fær ríkið þriðjung af söluandvirði yfir 100 milljörðum. Ef hluturinn selst á
meira en 140 milljarða fær ríkið helming umfram þá upphæð en þrjá fjórðu þess sem er yfir 160 milljarða.
Sala á 87% hlut í Arion banka*
*Miðað
við eigið fé
Arion banka
er sá hlutur
bókfærður á
168 milljarða
**Sölugengi
miðað við
bókfært eigið
fé bankans.
Hörður Ægisson
hordur@dv.is
Kröfuhafi Kaupþings Keith Magliana stýrir fjárfestingum Taconic Capital á Íslandi.