Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2016, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2016, Blaðsíða 4
Vikublað 1.–3. mars 20164 Fréttir Með skráninga- númerið TF-GAY Í byrjun mars 2016 mun fyrsta Airbus A330-300 breiðþota WOW air koma til landsins og mun hún bera skráningarnúmerið TF-GAY. Síðar á árinu munu svo bætast við flotann tvær Airbus A330-300 vélar og munu þær heita TF-LUV og TF-WOW. Tvær Airbus A321 fengu nafnið TF-MOM og TF-DAD síð- astliðið vor og tvær Airbus A320 voru nefndar TF-SIS og TF-BRO. Núna í febrúar bættust svo við TF-SON og TF-KID. Með þessari viðbót mun WOW air auka sætaframboð sitt um 127% á árinu, í 1,9 milljónir sæta en á síðasta ári var sæta- framboð félagsins 837 þúsund sæti. Allar ellefu flugvélarnar verða skráðar á flugrekstrarleyfi WOW air en til samanburðar þá voru aðeins tvær flugvélar skráð- ar á leyfi WOW air í fyrrasumar. Samlíking til skammar Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra segir til skammar að bera nýgerðan búvörusamning við fyrsta Icesave-samninginn. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi samninginn á Alþingi á mánu- dag og sagði hann festa í sessi einokun Mjólkursamsölunn- ar. Kostnaðurinn væri um 200 milljarðar króna og hann slag- aði því upp í fyrsta Icesave- samninginn. Útgjöldin væru örugg en hagræðingin fugl í skógi. Með samningnum væri verið að festa einokun Mjólkur- samsölunnar í sessi. Bjarni svaraði því til að samlíkingin væri vitlaus og að hann nennti ekki að taka þátt í umræðum á þeim nótum. Kominn í hlaupaskóna n Össur metur kapphlaupið til Bessastaða n Mögulegt samráð kvenna Ö ssur Skarphéðinsson, þing- maður Samfylkingarinnar, er sterklega orðaður við for- setakosningarnar í vor. Öss- ur er staddur erlendis og náði DV ekki sambandi við hann hvorki símleiðis né í gegnum Face- book. Samt mátti sjá að Össur var „online.“ Afar sterkur orðrómur er á sveimi þess efnis að Össur sé nú þegar búinn að ráða kosningastjóra. Maður sem er í innsta hring Össur- ar lýsti því svona þegar staðan var borin undir hann: „Fjöldi fólks hef- ur hvatt Össur til að gefa kost á sér. Hann hefur á móti beðið það fólk um að hugsa málið með sér.“ Össur er búinn að reima á sig hlaupaskóna og er í startholunum í kapphlaupinu um Bessastaði. Það er ekki þar með sagt að hann muni bjóða sig fram. Staðan er tekin og metin frá einni viku til annarrar. Orðrómurinn sem DV hefur heyrt varðandi Össur er að hann hafi ráðið reyndan almannatengil til að stjórna kosningabaráttu sinni. Þeir einstaklingar sem DV leitaði til vegna þessa orðróms vildu ekki tjá sig undir nafni en neituðu stað- fastlega að hafa tekið slíkt hlutverk að sér. Össur einn veit Einar Karl Haraldsson er einn af nánum samstarfsmönnum og vin- um Össurar. DV spurði hann hvort hann væri að vinna með Össuri að framboði. Fyrst var löng þögn. Svo varð enn lengri þögn. Og svo kom svarið: „Ég er á kafi í öðrum verkefn- um en hef áhuga á forsetakjöri eins og aðrir, bæði hér og í Bandaríkjun- um. Mér vitanlega hefur Össur ekki tekið neina ákvörðun. Og hann einn getur sagt til um sín áform.“ Það er taugatitringur í kringum framboð Össurar og það er skiljan- legt á þessum tímapunkti. Tímasetn- ing og stöðumat er mjög mikil vægt og jafnvel svo að það getur ráðið úrslitum. Sterkar konur hafa verið nefndar til sögunnar sem möguleg- ir frambjóðendur. DV hefur ítrekað nefnt þessi nöfn. Katrín Jakobsdóttir, þær Nordalssystur – Ólöf og Salvör, Þorgerður Katrín og fleiri. Kvennasamráð? Össur Skarphéðinsson er metinn sterkur frambjóðandi og heyrst hef- ur úr stuðningsmannaliði þeirra kvenna sem nefndar eru hér að framan að mögulega þurfi að koma til samráðs kvenna um einn öfl- ugan kost gegn Össuri. „Það geng- ur ekki að þrjár öflugar konur klóri augun hver úr annarri í samkeppni við Össur. Þá er skynsamlegra að sammælast um einn frambjóðanda til að koma í veg fyrir að við fáum áfram miðaldra karlhlunk á Bessa- staði.“ Þetta eru orð stuðningsaðila eins kvenframbjóðanda sem liggur undir feldi og metur stöðuna. Stuðningsfólk við einstaka mögulega frambjóðendur vill ekki koma fram undir nafni. Það er lið- ur í pókernum þessa dagana. Stóru nöfnin sem munu bítast um þetta embætti eru ekki komin fram. Það er hins vegar ljóst að víða hafa hlaupaskórnir verið teknir fram og Össur er ekki einn um að vera bú- inn að reima þá á sig. Tíminn einn mun leiða í ljós hver þeirra kvenna sem nefndar eru hér að framan mun tylla sér startblokkirnar við hlið hans. Og verða þær fleiri en ein? Nú gildir að þjófstarta ekki. Kapphlaupið er hins vegar við það að hefjast. n Eggert Skúlason eggert@dv.is „Það gengur ekki að þrjár öflugar konur klóri augun hver úr annarri í samkeppni við Össur Kapphlaupið að hefjast Ef Össur tekur skrefið til fulls þá er ljóst að hann er stærsta nafnið til þessa og hann verður á fyrstu braut. Katrín Jakobsdóttir er hitt stóra nafnið, sem margir horfa til. Mynd SaMSEtt Mynd/dV Töpuðu 118 milljónum Í slandspóstur tapaði 118 milljón- um króna á árinu 2015. Er það nokkur aukning frá árinu áður þegar fyrirtækið tapaði 43 millj- ónum króna. Tap ársins 2013 voru 119 milljónir. Rekstrartekjur póstsins voru 7,6 milljarðar króna sem er 4,4 prósenta hækkun frá árinu 2014. Handbært fé frá rekstri var 222 milljónir króna en 454 milljónir árið áður. Árituðum bréfum fækkar enn á milli ára, eða um 6 prósent, en fjöldi pakka og þyngri sendinga eykst hins vegar. „Ástæður óásættanlegr- ar afkomu á síðasta ári, líkt og árin á undan má rekja til fækkunar bréfa í einkarétti en magn þeirra hef- ur dregist saman um 33% á síðustu fimm árum. Þá hefur dreifinet póst- þjónustunnar stækkað um rúm 3,3% á sama tíma með fjölgun íbúða- og atvinnuhúsnæðis sem leitt hefur til aukins kostnaðar,“ segir Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts. DV greindi frá því í september að Íslandspóstur hefði lánaði dóttur- félagi sínu ePósti ehf. 55,6 milljónir króna í fyrra en eldra lán til félags- ins upp á 247 milljónir verður ekki endurgreitt. Fyrirtækið hefur einnig lánað dótturfélaginu á þessu ári en vildi ekki gefa upp hversu mikið. Það kemur að auki ekki fram í ársreikn- ingi félagsins. EPóstur var rekinn með 79 millj- óna tapi í fyrra og móðurfélagið hef- ur tapað alls 162 milljónum á síðustu tveimur árum. n astasigrun@dv.is Mikið tap Þrátt fyrir taprekstur lánaði Ís- landsbanki dótturfélagi sínu háar fjárhæðir. Hæ sæti hvað færð þú að borða? Smáralind • Kringlunni • Reykjanesbæ • sími 511 2022 • www.dyrabaer.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.