Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2016, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2016, Blaðsíða 16
Vikublað 1.–3. mars 20164 Í hádeginu - Kynningarblað Ferskur fiskur í hádeginu Kaffivagninn: Nútímalegur veitingastaður með gamla sál K affivagninn á Granda- garði hefur átt sinn sess í sögu og hjörtum borgar- búa í rúmlega 80 ár. Hjón- in Guðmundur Viðarsson matreiðslumeistari og Mjöll Dan- íelsdóttir tóku við rekstri staðarins árið 2013 en margir þekkja þau úr veiðibransanum, m.a. fyrir rekstur þeirra um árabil á veiðihúsinu við Norðurá. Freistandi fiskréttir og úrvals útsýni „Í dag er Kaffivagninn nútímaleg- ur veitingastaður með úrval ís- lenskra og norrænna rétta en held- ur enn sínum sjarma sem hlýlega innréttað kaffihús með gamla sál,“ segja hjónin. „Útsýnið yfir höfnina úr veitingasalnum er dásamlegt og ekki síður af nýja glæsilega pallin- um sem snýr að gömlu höfninni. Andrúmsloftið á Kaffivagninum er einstakt; nálægðin við hafið og söguna gerir það að verkum. Það hefur verið hluti af lífsstíl borgar- búa í gegnum tíðina að fara nið- ur á höfn og njóta góðra veitinga á Kaffivagninum.“ Fiskréttir dagsins í hádeginu „Fiskréttir eru aðalsmerki Kaffi- vagnsins en komið er með fersk- an fisk daglega til okkar. Við bjóð- um upp á gömlu góðu fiskréttina eins og t.d. fiskibollur með lauk- smjöri og plokkfisk með rúgbrauði. Fiskipanna Kaffivagnsins er einn af okkar vinsælustu réttum; á henni er grantíneraður þorskhnakki með rækjum, kartöflusmælki, og be- arnaise-sósu. Fiskur og franskar er líka alltaf einn af vinsælustu rétt- unum og fiskisúpa Óðins er virki- lega vinsæl,“ segja þau. Að sögn Guðmundar og Mjallar er alltaf boðið upp á nokkra rétti dagsins, eins og t.d. steikta ýsu með lauk- smjöri, salati og kartöflum, grill- aðan lax og grillaða stórlúðu. „Auk þess eru á boðstólum blandað- ir sjávarréttir nokkrum sinnum í mánuði og eru þeir oftast vinsæl- asti rétturinn þann daginn. Þess ber að geta að súpa dagsins og kaffi fylgir með öllum réttum af matseðli á virkum dögum. Kaffi- vagninn er einn þekktasti veitinga- staður landsins. Það er fátt sem jafnast á við að fara niður á höfn og njóta góðra veitinga með nálægð við hafið og söguna,“ segja eigend- ur Kaffivagnsins að lokum. Opnunartími: Kaffivagninn: Grandagarði 10, Reykjavík, s. 551- 5932, kaffivagninn@kaffivagninn. is Opnunartími er frá 08.00–18.00 á virkum dögum og 09.30–18.00 um helgar. www.kaffivagninn.is. n Hjá Höllu: Hádegismatur til fyrirtækja S tarfsemin hófst fyrir fjórum árum þegar Halla fékk þá hugmynd að útbúa matar- poka fyrir einstaklinga en það reyndist verða grunnurinn að fyrirtæki hennar í dag. Í honum er matur sem dugar frá morgni fram að kvöldmat og inniheldur djús, „búst“ (eða graut og jógúrt), millimál, hádeg- ismat og eitthvað sætt með kaffinu. Halla María Svansdóttir segir að matarpokinn sé ennþá vinsæll en hádegismatur til fyrirtækja er nú meginuppistaðan í rekstrinum í dag. „Við sendum hádegismat til fjölda fyrirtækja á Suðurnesjum og einnig á Reykjavíkursvæðið. Við send- um út tölvupóst á föstudögum með matseðli næstu viku og þá fara við- skiptavinirnir inn á pöntunarkerfið okkar og leggja inn pöntun. Starfs- mennirnir sjá þannig sjálfir um sín- ar pantanir á þeim dögum sem fyr- irtækin bjóða upp á það í stað þess að einn gangi á milli starfsmanna og safni saman matarpöntunum. Mánaðarlega sendum við síðan reikning til fyrirtækjanna ásamt yf- irliti yfir pantanir starfsmanna fyrir launabókhaldið,“ segir Halla. Á virkum dögum stendur valið Hjá Höllu um salat, kjúklingarétt, grænmetisrétt, súpu og svo pítsu eða vefju. „Súpa til fyrirtækja er einnig vinsæll kostur en þá kemur súpan í hitapotti sem heldur súp- unni heitri ásamt nýbökuðu brauði og pestó. Súpan hefur verið vinsæl hjá fyrirtækjum með 10–25 starfs- menn og eru það allt frá tannlækn- um til hugbúnaðarfyrirtækja.“ Sérstaðan er fólgin í hollustunni Sérstaða matarins Hjá Höllu felst í því að hann er hollari valkostur: „Engin aukefni eru notuð í mat- inn og allt er eldað frá grunni. Mikið er notast við lífrænar vörur og alltaf við gæða hráefni. Það má segja að maturinn sé mjög „lókal“ enda kemur fiskurinn frá Grindavík og kjúklingurinn er frá kjúklingabúi foreldra minna,“ segir hún. Nýr veitingastaður og veisluþjónusta Í desember síðastliðnum opnaði Hjá Höllu veitingastað að Víkur- braut 62 í Grindavík: „Með tilkomu nýja veitinga- staðarins stækkaði vinnuaðstaðan til muna og getum við núna tekið að okkur bæði veislur á staðnum og veisluþjónustu sem send er í heimahús eða veislusali.“ Hjá Höllu, Víkurbraut 62, Grinda- vík. Sími: 896-5316. halla@hjahollu. is. Opnunartími: 08.00–17.00 og um kvöld og helgar fyrir hópa. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.