Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2016, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2016, Blaðsíða 6
Vikublað 1.–3. mars 20166 Fréttir Einkaþota á hjólum fyrir lúxusfErðamEnn Þ að var hugmyndin, að hafa þetta eins og einka- þotu á hjólum,“ segir Ingi Svavars son sem, ásamt föður sínum Svavari Jóns- syni, rekur ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Exclusive, sem býður upp á glæsilegan nýjan sérsmíðaðan bíl sem þeir fengu afhentan í síð- ustu viku. Bíllinn er hugsaður fyrir vel stæða ferðamenn sem vilja að- eins það besta. Feðgarnir munu fara með þá í skoðunarferðir um land allt í fáheyrðum lúxus. Ingi segir þá hafa séð tækifæri í lúxusferða- mennsku hér á landi og tekið það. Krafa um meiri lúxus „Þetta er það sem þekkist úti í heimi. Allur lúxusinn sem er í einkaþotun- um er kominn í bílana. Þetta hefur í rauninni ekki verið í boði hér á landi en við erum alltaf að reyna að vera öðruvísi og sáum þarna tækifæri,“ segir Ingi aðspurður um fararskjót- ann. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá er bifreiðin búin öllum þeim lúxus sem hugsast getur og minnir um margt á einkaþotu. „Þessir „high-end“ ferðamenn sem koma til Íslands þekkja þetta annars staðar frá og lá því beinast við að koma þessum lúxus hingað,“ segir Ingi og aðspurður segir hann að þeir hafi fundið fyrir þessari eftir- spurn. Þeir hafi verið með annan eldri bíl sem þeir fengu áramótin 2013–2014 sem útbúinn er fyrir lúx- usakstur af þessu tagi. „Okkur fannst vera krafa um meiri lúxus en það. Það eru að rísa hér fimm stjörnu hótel og það þarf að sinna þeim markaði. Sá mark- aður þekkir ekkert annað en það besta. Vel stæðir ferðamenn sem vilja ekki vera í stórum rútum með stærri hópum heldur í sínum eigin hópi og njóta þeirra þæginda. Við ætlum okkur ekki að vera stærstir en við ætlum að vera bestir. Höfum ekki áhuga á að vera með hundrað bíla, bara gera það vel sem við erum að gera enda erum við bara tveir í þessu feðgarnir. Það er mikið undir og ekkert risafyrirtæki á bak við okk- ur. Við viljum hafa þetta lítið, þægi- legt og gera þetta vel.“ Hugmyndin sé síðan að bjóða þessum einstaka kúnnahóp upp á ferðir um landið sem sérsniðnar verða að þeirra þörfum og óskum. Hannaður eftir þeirra höfði Feðgarnir hönnuðu bílinn, sem er Mercedes Benz Sprinter í grunninn, eftir sínu höfði en hann var sérút- búinn fyrir þá af fyrirtæki í Þýska- landi. Það fól í sér að þeir völdu það sem þeir vildu hafa í bílnum og við því var orðið með sérlega glæsileg- um árangri eins og sjá má. Bifreiðina fengu þeir afhenta í lok síðustu viku en aðspurður segir Ingi að kaup- verðið sé trúnaðarmál en af íburði hennar að dæma er ljóst að þessi sérsmíði hefur kostað skildinginn. Meðal þess sem þarna er að finna eru sjö leðurklædd lúxussæti. Tveir 32 tommu flatskjáir, Apple TV, þráðlaust net, HDMI tengingar fyrir fartölvur og skjái, vinnu- og veitingaborð, rafmagnstengi fyr- ir alla farþega, loftkæling, ísskápur, mini-bar, öllum ljósum og búnaði er stýrt með iPad-spjaldtölvu svo eitt- hvað sé nefnt. Þá bendir Ingi á að í bílnum sé búnaður til fundarhalda og hann henti því fyrirtækjum sem eru að taka á móti erlendum gestum sem vilji nýta tímann vel frá Keflavík til Reykjavíkur. n n Feðgar svara eftirspurn í ferðaþjónustu með nýjum sérhönnuðum lúxusbíl Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is „Okkur fannst vera krafa um meiri lúxus en það. Það eru að rísa hér fimm stjörnu hótel og það þarf að sinna þeim markaði. Flotinn stækkar Fyrir áttu feðgarnir bílinn til vinstri á mynd sem útbúinn er með miklum þægindum. Þeir fundu hins vegar fyrir kröfum um meiri lúxus og keyptu því svarta Mercedes- Benz Sprinter bílinn til hægri. Mynd ÞorMar Vignir Feðgar í lúxusferðum Svavar Jónsson og Ingi Svavarsson eru mennirnir á bak við Arctic Exclusive. Mynd ÞorMar Vignir Öllu stýrt með iPad Hægt er að velja úr úrvali lýsingarmöguleika, alltaf eftir stemm- ingunni. Hægt er að draga fyrir skyggðar rúðurnar. Til að svala þorsta Farþegar Arctic Exclusive geta vætt kverkar sínar með veigum úr mini-barnum sem er að finna í þessum sjö sæta lúxusvagni. Náttúrulegar hágæða gæludýravörur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.