Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2016, Blaðsíða 22
Vikublað 1.–3. mars 201614 Sport
B
rimbrettakonan Silvana
Lima segist ekki láta nokkrar
hindranir stöðva sig í að ná
árangri í íþrótt sinni. Hún
er besta brimbrettakona
Brasilíu en hefur átt í mjög miklum
erfiðleikum með að tryggja sér styrkt-
araðila. Ástæðan er sú að Silvana
þótti ekki nógu myndarleg og fyrir-
sætuleg til að fá auglýsingasamninga.
Fyrstu 13 ár ferilsins voru því erfið og
fjárhagslegar áhyggjur þjökuðu hana.
En hún neitaði að láta það stöðva sig
og nú er hún á hátindi ferilsins.
Í umfjöllun BBC um Silvönu
segist hún finna frelsi í vatninu, það
er tilfinning sem hún sé tilbúin til að
fórna öllu fyrir. Hún segir frá upp-
vaxtarárunum og erfiðleikunum og
hvernig hún komst á toppinn ein
með sjálfri sér.
Finnur frelsið
„Ég er frjáls þegar ég er í sjónum. Það
er alveg ólýsanleg tilfinning,“ segir
hún. Hún var sjö ára þegar hún byrj-
aði að æfa og er þrítug í dag. „23 ár
í sjónum. Ég hef átta sinnum verið
valin besti brimbrettakappinn í
Brasilíu, tvisvar sinnum verið önnur
best í heiminum,“ segir hún.
„Fjölskylda mín bjó í kofa á
ströndinni. Ég ímyndaði mér að það
væri áhugavert að búa í alvöru húsi,
venjulegu húsi, og eiga nágranna.
Fyrsta brimbrettið mitt var planki. Ég
fann sjálf út hvernig ég gat gert gat á
hann og fest á það ugga,“ segir hún
um upphafið. Hún er meðvituð um
að hún hafi þurft að leggja mikið á
sig til að ná árangri.
„Ég hef mætt mörgum hindrun-
um frá barnæsku en ég hef komist
yfir þær. Það fylgir mér samt alltaf,
og ég held að það sé gott. Það er gott
fyrir fólk að bíta á jaxlinn. Ég hugsa
um fortíðina, hvað ég fékk ekki upp
í hendurnar og hvar ég stend í dag.
Það gerir mig að betri íþróttamanni.“
Róttæk
Silvana er vön að æfa með strákum og
segir að hún hafi ætlað að verða jafn-
góð og strákarnir á brettinu. „ Fyrir
vikið er ég ákveðin og róttæk þegar
ég keppi,“ segir hún og segist taka
áhættu. Til að stunda íþróttina hafa
flestir brimbrettakappar fengið styrkt-
araðila, sem gera þeim kleift að ferðast
um heiminn, æfa og keppa. Vinnings-
fé kemur svo að góðum notum. Silvana
lenti í miklum erfiðleikum vegna þess
að henni gekk illa að fá styrktaraðila.
„Ég lít ekki út fyrir að vera fyrir-
sæta. Ég er ekki skvísa. Ég er brim-
brettakappi, ég er atvinnumaður. En
íþróttavörufyrirtækin horfa á konur
sem keppa á brimbretti og vilja fá
konur sem eru bæði brimbretta-
kappar og módel. Ef þú lítur ekki út
fyrir að vera fyrirsæta, þá situr þú
eftir án styrktaraðila. Það kom fyrir
mig,“ segir hún. „Þú ert útilokuð, þeir
geta verið án þín.“
Silvana segir karlmenn í sömu
íþrótt ekki glíma við sömu vandamál-
in. „Ég gæti farið í brjóstastækkun,
litað á mér hárið og sett í mig linsur
svo augun virðist blá. En það væri
svo skrítið, enginn myndi þekkja
mig. Það væri ekki ég. Ég gekk á milli
fyrirtækja og reyndi að fá styrktar-
samninga eins og ég er. Ég fékk alltaf
nei. Þá fékk ég þá hugmynd að hefja
ræktun á frönskum bolabítum. Það
hjálpaði mér að borga fyrir ferða-
lögin. Ég vann mót á Nýja-Sjálandi
þökk sé hvolpunum. Þeir borguðu
brúsann,“ segir hún. Ræktunin gerði
henni kleift að ferðast um heim-
inn, vinna mót og fá þannig vinn-
ingsfé og vekja athygli. Núna er hún
þekkt, hefur vakið athygli fyrir árang-
ur sinn sem íþróttakona og hefur fyr-
ir vikið ekki þurft að breyta sjálfri sér
eða prinsippum sínum. Á sama tíma
hefur líf hennar breyst til hins betra,
á hennar forsendum.
„Það að vera brimbrettakona
hefur breytt lífi mínu algjörlega. Það
hefur líka gefið mér tækifæri til að
aðstoða fjölskyldu mína. Á þessu ári
hefur allt breyst varðandi styrktar-
aðila. Það var frábært. Mjög stór og
mikilvægur styrktaraðili er núna að
baki mér. Ég held að ég sé að standa
mig vel og ég vil gera meira.“ n
astasigrun@dv.is
Nei
var ekki svar
Silvana Lima neitaði að breyta sér til að fá styrktarsamninga
Bjó í kofa
Hundaræktun
gerði Silvönu
kleift að æfa
og keppa.
Mynd EPA
Vesturhrauni 5
Garðabæ
S: 530-2000
Bíldshöfða 16
Reykjavík
S: 530-2002
Tryggvabraut 24
Akureyri
S: 461-4800
Bætiefni
www.wurth.is - www.facebook.com/wurthisland
BENSÍN BÆTIEFNI
Fyrir allar bensínvélar
með eða án hvarfakúts
· Hreinsar bensíndælu, leiðslur
og innspýtingarkerfi.
· Kemur í veg fyrir botnfall í
soggrein, túðum, ventlum og
ventlasætum.
· Minnkar eldsneytisnotkun
· Lengir líftíma hvarfakúts og
súrefnisskynjara.
· Tryggir nákvæma stjórnun
eldsneytisloka.
· Kemur í veg fyrir tæringu í elds-
neytiskerfi og sprengirými.
· Kemur í veg fyrir stíflaða ventla.
· Bætir útblásturinn og minnkar
losun út í umhverfið.
DÍSEL BÆTIEFNI
Fyrir allar díselvélar
þ.m.t. common rail
og öðrum olíuverkum
· Hreinsar eldsneytiskerfi og
brennslukerfi.
· Bætir útblásturinn og
minnkar losun út í
umhverfið.
· Kemur í veg fyrir botnfall
í túðum, ventlum og
ventlasætum.
· Minnkar eldsneytisnotkun.
· Tryggir nákvæma stjórnun
eldsneytisloka.
· Kemur í veg fyrir tæringu í
eldsneytisgeymi.
· Minnkar bank í mótor.
Inniheldur yfirborðsvirk efni,
tæringar- og ryðvörn.
Inniheldur yfirborðsvirk efni,
tæringar- og ryðvörn.
SÓTAGNASÍUHREINSIR
Hreinsiefni til að hreinsa kolefni
og sótagnir úr sótagnasíum.
· Losar um og fjarlægir kolefn-
isagnir úr sótagnasíu.
· Ekki þarf að taka kút úr við
hreinsun.
· Sparar peninga þar sem ekki
þarf að skipta um sótagnasíu.
(þetta fer eftir ástandi á
sótagnasíu)
· Efnið er ekki eldfimt.
· Málm- og öskulaus formúla
· Gufar upp án þess að skilja
eftir sig óhreinindi
fyrir allar vélar
Láttu þér ekki vera kalt
Sími 555 3100 www.donna.is
hitarar og ofanar
Olíufylltir ofnar 7 og 9
þilja 1500W og 2000 W
Keramik hitarar
með hringdreifingu
á hita
Hitablásarar
í úrvali
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf