Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2016, Blaðsíða 25
Menning 17Vikublað 1.–3. mars 2016
Þ
að kom engum
á óvart að Leon
ardo DiCaprio
skyldi hampa Ósk
arsverðlaunastyttu
fyrir leik sinn í The Reven
ant. Aðdáendur hans víða
um heim voru sannfærð
ir um að hans tími væri
kominn og akademían
var á sama máli. Þetta var
sjötta Óskarsverðlaunatil
nefning leikarans og fyrstu
Óskars verðlaunin. Hon
um var gríðarlega vel fagn
að og gleði Kate Winslet,
mótleikkonu hans úr
Titanic, var greinileg og
hjartnæm. Keppinautar
hans, Eddie Redmayne
og Michael Fassbender,
höfðu í viðtölum rætt op
inskátt um það að árið í ár
væri ár DiCaprio og töldu
eigin sigurmöguleika
nánast enga. Ekki kom
heldur á óvart að Brie
Larson skyldi fá verðlaun
sem besta leikkona fyr
ir frammistöðu sína í The
Room, en líkt og DiCaprio hefur
hún fengið öll helstu verðlaun vest
an hafs þetta árið.
Alejandro Inarritu, leikstjóri
The Revenant, fékk leikstjóraverð
launin eins og búist hafði verið við,
annað árið í röð. Flestir höfðu veðj
að á að The Revenant yrði valin
besta myndin en á lokametrunum
varð þess vart að meðbyr væri með
Spotlight sem hreppti verðlaunin.
Sylvester Stallone sat eftir
með sárt ennið, en líklegt þótti að
hann stæði uppi sem sigurvegari
fyrir túlkun sína á Rocky Balboa
í Creed. Hinn virti breski leik
ari, Mark Rylance, hreppti verð
launin fyrir frábæran leik í mynd
Stevens Spielberg, Bridge of Spies.
Alicia Vikander fékk verðlaun sem
besta leikkona í aukahlutverki fyrir
leik sinn í The Danish Girl, en að
margra mati ber hún þá mynd uppi.
Jóhann Jóhannsson var tilnefnd
ur fyrir tónlist sína í myndinni
Sicario en það var snillingurinn
Ennio Morricone sem hlaut verð
launin fyrir tónlistina í mynd Tar
antinos, The Hateful Eight. Þetta
var sjötta tilnefning hans og fyrsti
sigur kappans, sem orðinn er 87
ára gamall, en hann fékk reynd
ar heiðursverðlaun akademíunnar
árið 2007. n
kolbrun@dv.is
Loksins … loksins
fékk Leo Óskarinn
Stiklað yfir Stockfish Film Festival
Amana
Leikstjóri: Asier Altuna
Spánn
Ekki er oft sem Baskamyndir
rata í bíó hérlendis og því
forvitnilegt að fá að berja þær
augum. Og það er merkilegt hvað
myndir þeirra eru að mörgu leyti líkar okkar eigin.
Gamla sveitasamfélagið er að hverfa, unga fólkið flyt-
ur til borganna. Hér eru þó ekki alveg komnir basknesk-
ir Hrútar, heldur virðist lítil eftirsjá að hefðarveldi þar
sem lífshlaupið er ákvarðað við fæðingu. Ömmur mála
liti á tré sem segja til um hvort börn verði heimsk, klár
eða uppreisnargjörn. Skemmtilegar pælingar og gull-
fallegar senur inni á milli, en helst til löng á köflum.
The Look of Silence
Leikstjóri: Joshua Oppenheimer
Bandaríkin/Indónesía
Joshua snýr aftur eftir The Act of
Killing með fleiri hryllingssögur af
fjöldamorðum í Indónesíu. Í þetta sinn er
sonur eins fórnarlambsins með honum í för,
og virðist leggja sjálfan sig í lífshættu við gerð myndar-
innar. Fjöldamorðingjarnir eru sem fyrr iðrunarlausir og hafa
gaman af að leika eftir níðingsverkin, en hér er líka lögð áhersla
á fórnarlömbin. Eins og Eichmann í Jerúsalem viðurkenna
menn gjörðir sínar en taka enga ábyrgð. Áhugaverð stúdía á
skuggahliðum mannlegs eðlis, í stríði sem flestum er löngu
gleymt. „Við drukkum mannablóð til að halda geðheilsunni“
hlýtur að vera ein af mest sláandi setningum seinni tíma.
El Club
Leikstjóri: Pablo Larrain
Chile
Í hinni frábæru
Spotlight er sagt frá
blaðamönnum sem fletta
ofan af barnaníðingum, en hér
er komin hin hliðin á peningnum. Hópur presta
sem hafa verið reknir í útlegð eftir brot sín býr
saman í smábæ í Chile. Eitt fórnarlambið, sem
minnir í útliti á þybbinn Jesú, bankar upp á. Þeir
reyna að losna við hann með hinum ýmsu ráðum
og sá þarf mikið að þjást, en í gegnum allar kvalir
hans fá syndararnir uppreisn æru. Kraftmikil
mynd sem ef til vill fer afar nærri kjarna trúarinnar.
Wilkommen in Club
Leikstjóri: Andreas
Schimmelbusch
Þýskaland
Á sjálfsmorðshóteli nokkru í
Berlín er boðið upp á matseðil þar
sem fólk getur valið hvernig það helst
vill deyja. Það verður þó af viðskiptavini þegar kona ein
verður ástfangin af þjóninum. Leikstjórinn er þekktastur
fyrir sviðsverk sín og sést það stundum á myndinni.
Húmorinn er svo kolsvartur að minnir stundum á Kauris-
mäki. Hugmyndin er frábær, en helst hefði maður viljað
sjá enn meira unnið með hana og er höfundur víst að
vinna að skáldsögu um aðra gesti hótelsins. Saga þessi
er ekki allra, en þeim sem líkar hún mun líka hún vel.
Sigurvegarar Rylance,
Larson, DiCaprio og Vikander
hafa ástæðu til að gleðjast.
„Eddie Red
mayne og Michael
Fassbender, höfðu í við
tölum rætt opinskátt um
það að árið í ár væri ár
DiCaprio og töldu eigin
sigurmöguleika nánast
enga.
Ennio Morricone Elsti verðlaunahafi í sögu Óskarsins, 87 ára gamall.
Verið velkomin!
20%
AFSLÁTTUR
af
kæli- og frystiskápum
FermingargjöFin í ár!
kemur í allar verslanir n1 þann 1. mars nk.
Þráðlausu Touch heyrnartólin eru seld á N1 um allt land.
Hægt að tengja við síma, ipad og öll bluetooth tæki.
Einnig er hægt að svara í símann með þeim.