Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2016, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2016, Blaðsíða 32
32 Umræða Helgarblað 4.–7. mars 2016 Myndin Logn við Granda Listaverkið Þúfan nýtur sín vel og myndar skemmtilega andstæðu við hlið HB Granda. mynd Þormar ViGnir Gunnarsson Tækifæri til breytinga N ú hefur verið kynnt niður- staða stjórnarskrárnefnd- ar um þrjú ný ákvæði í stjórnarskrá Íslands. Í þeim ákvæðum felast stærstu tækifærin til lýðræðisum- bóta í 70 ára sögu lýðveldis á Ís- landi. náttúruvernd Nýtt ákvæði um vernd náttúru og umhverfis sem skuli grundvallast á varúðar- og langtímasjónar miðum með sjálfbæra þróun að leiðar- ljósi mun gjörbreyta möguleikum okkar til að standa gegn ósjálf- bærri atvinnuuppbyggingu. Við munum ekki þurfa að þræta um það hvort náttúran eigi að njóta vafans og hvort forsendur sjálf- bærrar þróunar séu grundvöllur við mat á framkvæmdum. Við munum einfaldlega geta byggt á því að þessar grundvallarreglur séu í stjórnarskrá. Þjóðaratkvæðagreiðslur Það mun skipta lykilmáli að 15% landsmanna geti fengið að kalla lög í þjóðaratkvæðagreiðslu (og sumar þingsályktanir) og fengið þannig úrslitavald um ákvarðanir, án þess að eiga það undir mati for- seta á hverjum tíma hvort þjóð- in fái að fara með þetta vald. Þetta hlutfall, 15%, er alls ekki óhóflegt í ljósi nýlegrar reynslu af undir- skriftasöfnunum. Þá er gert ráð fyrir því að 25% kosningabærra manna þurfi til að snúa við ákvörðun Alþingis. Al- mennt eru þátttökuþröskuldar af þeim toga ekki góðir og rétt að hafa þá sem lægsta. Þingræðið er hins vegar grunnþáttur í stjórnskipan- inni og mikil þátttaka í þingkosn- ingum. Ágæt rök eru fyrir því að mjög lítill minnihluti eigi ekki að geta snúið við ákvörðunum þjóð- kjörins þings sem hefur að baki sér umboð þjóðarinnar. En mikilvægustu áhrif ákvæðis- ins eru hvatningin til stjórnvalda á hverjum tíma til að fara vel með meirihlutavald sitt og leita víðtæk- ari samstöðu um umdeild mál. Þau munu ekki geta böðlast áfram að vild, án tillits til minnihluta á þingi eða þjóðarinnar. Það er gott fyrir lýðræðið, gott fyrir stjórn- málin og gott fyrir samfélagið allt. Þjóðareign á auðlindum Með ákvæði um þjóðareign á auð- lindum verður til þjóðareignar- réttur sem verður hliðsettur en ekki undirsettur einkaeignarrétti. Það hefur verið baráttumál jafn- aðarmanna um áratugaskeið. Vöntun á stjórnarskrárákvæði um þjóðareign hefur staðið umbót- um í auðlindanýtingu fyrir þrifum um áratugi. Eigendur fiskveiði- kvóta hafa haldið fram sjónarmið- um um eignarrétt á þeim kvóta sem þeir hafa fengið og tilraunir til breytinga á fiskveiðistjórnar- kerfinu hafa þurft að taka mið af réttaróvissu um eignarréttar- legt tilkall kvótaeigenda. Þegar ný þjóðareignargrein í stjórnarskrá verður að veruleika verður þeirri spurningu svarað í eitt skipti fyrir öll: Þjóðin á fiskveiðiauðlindina. Sama mun eiga við um öll önnur takmörkuð gæði, sem ekki eru þegar háð einkaeignarrétti, allt frá auðlindum í jörðu til fjarskipta- tíðni. Kerfisbreytingar, eins og breytingar á fiskveiðistjórnarkerf- inu, verða þá mun auðveldari í framtíðinni. mikilvægar breytingar Þau þrjú nýju ákvæði sem hér hafa verið rakin munu öll fela í sér breytingar, þótt í þeim felist ekki heildstæð endurskoðun stjórnar- skrár. Við höfum áreiðanlega öll hvert um sig óskalista um ýmsar aðrar breytingar sem við vildum sjá á stjórnarskrá. Þá liggur fyrir sú samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu frá 2012 að tillögur stjórnlagaráðs skuli lagðar til grundvallar frum- varpi sem lagt verði fyrir Alþingi. Verkefnið er að skapa trúverðugan ramma um efndir á þeirri sam- þykkt og mikilvægt að segja það skýrt að vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar verður haldið áfram. En jafnframt er mikilvægt að leggja áherslu á að það felst engin mótsögn í stuðningi við þessar breytingar og stuðningi við frekari stjórnarskrár umbætur. Þvert á móti mun samþykkt þessara afmörkuðu breytinga sýna að það er hægt að gera breytingar og í kjölfarið skapast þrýstingur á að halda áfram. Stóra spurningin sem við þurfum að spyrja okkur er ekki hvort við hefðum viljað sjá aðrar og fleiri breytingar á stjórnar- skrá. Henni getum við líklega flest svarað játandi. Stóra spurningin er frekar hvort þessi þrjú ákvæði sem nú standa til boða, séu til góðs eða til tjóns. Svarið við þeirri spurn- ingu er ótvírætt: Til góðs! n „Stóra spurningin sem við þurfum að spyrja okkur er ekki hvort við hefðum viljað sjá aðrar og fleiri breytingar á stjórnarskrá. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingar Kjallari mynd stefÁn KarLsson Hannyrðabúðin Ótrúlegt úrval! Eyravegi 23, Selfossi sími 555-1314 eina sanna! Eyravegi 23, Selfossi // 555-1314 Yfir 130 tegundir af garni fyrir prjón og hekl Áteiknaðir dúkar í úrvali Allt til hannyrða á einum stað Sendum í pósti Sendum út um allt land! Allt til hannyrða á einum stað Eyravegi 23, Selfossi // 555-1 314 // Opið virka daga 11 - 6 og lau gardaga 11 - 2 Úrval af útsaumspökkum Verð frá 470.- 20. nóv verður kynning á handgerðum hnöppum frá ROÐ á Selfossi Allt til hannyrða á einum stað Eyravegi 23, Selfossi // 555-1 314 // Opið virka daga 11 - 6 og lau gardaga 11 - 2 140 tegundir af garni fyrir prjón og hekl gróft, fínt, skrautlegt, matt, lífrænt, loðið, mislitt ... ull, alpaka, kasmír, bómull, hör, silki, bambus, minkur ... hvaða lit má bjóða þér?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.