Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2016, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2016, Side 50
Helgarblað 4.–7. mars 201610 Byggt frá grunni- Kynningarblað Verkfræðistofan Vista á stórsýningunni Verk og vit V erkfræðistofan Vista sýnir á bás A6 á stórsýningunni Verk og vit 2016 og leggur aðaláherslu á orkueftirlit, orkusparnað og sjálfvirk mælikerfi. Fyrirlestur Vista um orkumál á Verk og vit 2016 verður haldinn föstudaginn 4. mars, kl. 14.00. Sjálfvirk eftirlitskerfi frá Verkfræðistofunni Vista Að sögn Andrésar Þórarinssonar, framkvæmdastjóra Verkfræðistof- unnar Vista, rekur Vista umfangs- mikið eftirlitskerfi sem sækir mæl- ingar í sjálfvirk mælikerfi á Íslandi og frá viðskiptavinum um allan heim. „Við hjá Vista veitum ráð- gjöf um mæli- og eftirlitskerfi og um hagnýta notkun þeirra,“ segir hann. „Tilgangurinn er alltaf að lækka rekstrar- og orkukostnað. Það að nota orku og búnað sem ekki nýtist neinum er að sóa fjár- munum fyrirtækisins.“ Með mælingum má finna óþarfa orkunotkun og aðra rekstrar þætti sem spora úr. Verkfræðistofan Vista hefur langa reynslu í byggingu og rekstri hvers konar stjórn- og mælikerfa sem annast eða fylgjast með tækja- búnaði. Vista gerir úttekt á orku- kerfum, gerir tillögur um eftirlit, setur upp búnað og rekur, býður einstaklega góða upplýsingaþjón- ustu fyrir orkugögn og veitir ráð- gjöf um orkusparnað. Gervigrasvellir Gervigrasvellir sem eru upphitað- ir nota mjög mikið heitt vatn. Al- gengt er, þegar upphitun er sem mest, að einstaka gervigrasvöllur noti meira heitt vatn en fimm stór- ir framhaldsskólar samanlagt. Það er því mikið hagsmunamál að draga jafnskjótt úr heitavatns- notkun og snjór bráðnar eða hlýna tekur. Algengasti ágalli í upphitun gervigrasvalla er mikil upphitun sem stendur lengur yfir en þörf er á. Hér skiptir máli að hafa sér- hæft stjórnkerfi sem ræður við alla duttlunga upphitunar og sjálfvirkt orkueftirlit þannig að auðveldlega megi sjá hvort upphitunarkerfið sé vel stillt og í lagi eða hvort bregð- ast þurfi við bilunum. Sundlaugar Vatnsnotkun í sundlaugarkerfum er í eðli sínu að miklu leyti ósýni- leg og vanstilling sjálfvirkra kerfa er því einnig að mestu leyti ósýni- leg. Meðal vanstillinga sem þekkj- ast eru sírennsli, óstöðug hitaregl- un, óþarfa upphitun, sveiflukennd vatnsnotkun, rekstur kerfa utan opnunartíma og fleira í þessum dúr. Kælar og frystar í matvörubúðum Matvörubúðir eru oft með um- fangsmikil kæli- og frystikerfi fyrir matvæli, sem eru ætíð í gangi. Þessi kerfi þurfa sitt eftirlit því margt getur brugðist; hitastig er óstöðugt, afhríming breytist, hita- stig er að jafnaði of hátt eða of lágt. Bilun í kæli eða frysti getur orðið kostnaðarsöm; bæði út frá töp- uðum matvælum og eins vegna álitshnekkis. Vista er með í rekstri umfangsmikið eftirlitskerfi sem er sérhannað fyrir matvörubúðir. Stofan gerir tillögu um allan bún- að, setur hann upp og rekur í sam- starfi við umsjónarmenn. Fráveitukerfi Öruggur rekstur fráveitukerfa er forgangsmál allra bæjarfélaga. Mikilvægur þáttur fráveitu eru dælustöðvar og yfirföll. Vista hefur áratugareynslu af rekstri frá- veitukerfa og annast ásamt sam- starfsaðila fráveitukerfi nokkurra stærstu bæjarfélaga landsins. Dælustöðvar og yfirföll eru oft- ast þannig staðsett að fjareftirlit er forsenda fyrir áfallalausum rekstri. Vista, ásamt samstarfsaðil- um, tekur að sér umsjón með frá- veitukerfum af öllum stærðum, þ.e. reglulegt eftirlit með öllum búnaði, viðhald og viðgerðir. Vista setur upp stjórnkerfi og endurbæt- ir eldri kerfi, setur upp fjareftirlit og vinnur með umsjónarmönnum fráveitukerfa. Umhverfismælistöðvar Umhverfismælistöðvar mæla ýmsa þætti í andrúmsloftinu, al- gengir eru H2S, SO2, ryk af ýmsum stærðarflokkum og NO, NOx og NO2. Það er afar gagnlegt að hafa veðurstöð sem hluta af búnaði umhverfismælistöðvar því þá má sjá úr hvaða átt viðkomandi mæli- þáttur kemur. Ekki er óalgengt að sjá að H2S kemur úr einni átt, SO2 úr annarri og ryk úr þeirri þriðju. Vista útvegar allan búnað til umhverfismælistöðva og hefur nokkra samstarfsaðila með sér- þekkingu á innra lífi mælitækj- anna. Boðið er upp á alla gagna- þjónustu í gegnum gagnvirkar vefsíður. „Að lokum viljum við vekja athygli á nýrri heimasíðu, orku- eftirlit.is,“ segir Andrés Þórar- insson, framkvæmdastjóri Verk- fræðistofunnar Vista. Verkfræðistofan Vista ehf., Lynghálsi 9, 110 Reykjavík. Sími: 587-8889. Fax: 567-3995. Netfang: vista@vista.is, www.vista.is. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.