Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2016, Page 64

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2016, Page 64
Helgarblað 4.–7. mars 201646 Skrýtið Fæst í öllum helstu verslunum Ekki lEngur milljarðamæringar n Tíu athafnamenn sem dottnir eru af milljarðs-dollara-lista Forbes n Hlutabréfin féllu í verði n Árið 2015 reyndist þeim flestum erfitt Kiran Mazumdar Shaw Titill: Stofnandi Biocon Þjóðerni: Indverji Shaw var eina indverska konan sem varð milljarðamæringur af eigin vinnu og dugnaði. Hún stofnaði líftæknifyrirtækið Biocon og er þar æðsti stjórnandi. Í fyrra var hún í 85. sæti yfir valdamestu konur í heimi. Hlutabréf í fyrirtækinu hafa fallið um 17% í verði á einu ári. Jon Oringer Titill: Frumkvöðull og stofnandi og forstjóri myndasíðunnar Shutterstock Þjóðerni: Bandarískur Oringer stofnaði Shutterstock árið 2002. Hann lagði 10 þúsund dollara í fyrirtækið og árið 2013 var hann fyrsti milljarðamæringurinn í tækni þegar fyrirtækið fór á hlutabréfa- markað. En á síðasta hálfa árinu eða svo hefur verð hlutabréfanna hrapað ótrúlega mikið. Það hefur, eðli málsins samkvæmt, orðið til þess að tap hans er gríðarlegt. Ingvar Kamprad Titill: Stofnandi IKEA Þjóðerni: Svíi Þessi mikli frumkvöðull er að verða níræður en hann hefur í meira en 70 ár haft puttana í rekstri IKEA. Kapmrad sagði sig úr stjórn IKEA Group árið 2013 og synir hans þrír, Mathias, Peter og Jonas tóku við keflinu. Hann hefur nú fært eignarhlut sinn yfir á þá. Brunello Cucinelli Titill: Fatahönnuður og stjórnarformaður Brunello Cucinelli Þjóðerni: Ítalskur Þau seldust ekki eins vel og áður, kasmírföt kasmírkóngsins Brunellos Cucinelli í fyrra. Hann telst því ekki lengur til milljarðamær- inga á mælikvarða Forbes, en hann þarf þó vart að örvænta, talsverðar sveiflur hafa verið í sölu hjá fyrirtækinu, árið 2014 var virkilega gott þótt árið 2015 hafi ekki reynst honum eins vel. Alex Beard Titill: Stjórnandi og hluthafi Glencore Þjóðerni: Breskur Hlutabréf í hrávörurisanum Glencore hafa heldur betur hrunið í verði síðastliðið ár. Hluturinn í félaginu stendur núna í 132 pundum en stóð í ríflega 300 pundum í maí í fyrra. Beard er æðsti stjórnandi fyrirtæk- isins á alþjóðavísu og á sjálfur 2,2% hlut í fyrirtækinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.