Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Qupperneq 9
Fréttir 9Helgarblað 1.–4. apríl 2016 Mexíkósk stemning eins og hún gerist best Opið frá 11–21, mán.–lau. RÉTTUR DAGSINS 1690.- taqueria MEXICAN � VEGAN Ármúli 21 • 552 4343 • Facebook.com/taqueria Ekki eðlilegt og heilbrigt verklag F jármálaeftirlitið telur að verk- lagi við sölu Landsbankans á 31,2 prósenta eignarhlut hans í Borgun árið 2014 hafi verið áfátt og ekki til þess fallið að skila bestri niðurstöðu fyrir bank- ann. Fjármálaeftirlitið metur það svo að verklag bankans við söluna hafi ekki að öllu leyti samræmst eðlileg- um og heilbrigðum viðskiptaháttum á fjármálamarkaði samkvæmt lögum þar um. Þetta er niðurstaða athugun- ar Fjármálaeftirlitsins (FME) á við- skiptaháttum Landsbankans vegna sölu á hlut bankans í Borgun hf. í lokuðu ferli fyrir 2,2 milljarða króna. Greiðslur sem ekki var samið um Það var 25. nóvember 2014 sem Landsbankinn seldi 31,2 pró- senta eignarhlut sinn í Borgun hf. til annars vegar eignarhaldsfélags- ins Borgunar slf., sem er í eigu hóps fjárfesta, og hins vegar BPS ehf., sem er í eigu tiltekinna starfsmanna og stjórnenda Borgunar. Hluturinn var seldur sem fyrr segir á 2,2 milljarða en ekki í opnu söluferli sem síðar var harðlega gagnrýnt. Það var síðan í byrjun nóvember 2015 sem tilkynnt var á vefsíðu Visa Europe að samningar hefðu tek- ist um kaup Visa Inc. á Visa Europe, fyrir allt að 21,2 milljarða evra, eða sem nemur um 3.000 milljörðum króna. Yfirtakan byggði á valrétti til 99 ára milli Visa Inc. og Visa Europe frá árinu 2007. Í tilkynningu FME segir að áhrif samrunans séu meðal annars þau að Borgun, rétt eins og Valitor, mun fá hlutdeild í söluvirði Visa Europe. Hins vegar kom í ljós að í kaupsamningi um sölu á eignarhlut Landsbankans í Borgun hefði ekki verið samið sérstaklega um viðbótar- greiðslu kaupverðs, kæmi til þess að þessi valréttur yrði nýttur og Borgun öðlaðist umræddan rétt til greiðslna vegna hans. Það hafi hins vegar verið gert í kaupsamningi Landsbankans vegna sölu á eignarhlut hans í Va- litor, en viðræður um þau viðskipti höfðu farið fram á svipuðu tímabili og viðskiptin með Borgun, á ár- inu 2014. Viðskiptunum með hlut Landsbankans í Borgun lauk þó fyrr. Rík krafa um fagmennsku Þegar þetta var afhjúpað hóf FME athugun á starfsháttum Landsbank- ans í tengslum við söluna á hlutn- um í Borgun. „Var markmið hennar að kanna hvort verklag bankans við framkvæmd sölunnar á Borgun sam- ræmdist eðlilegum og heilbrigðum viðskiptaháttum og venjum á fjár- málamarkaði, sbr. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtækið,“ segir í tilkynningu FME, með áður- greindum niðurstöðum að svo hafi ekki verið. FME segir að ítarleg upp- lýsinga- og gagnaöflun hafi farið fram til að varpa ljósi á framkvæmd bank- ans. Er vísað til 1. greinar laga um fjármálafyrirtæki; að þeim beri að starfa á heilbrigðan og eðlilegan hátt með hagsmuni viðskiptavina, hlut- hafa og alls þjóðarbúsins að leiðar- ljósi. „Í því samhengi er það mat Fjár- málaeftirlitsins að gera verði sér- staklega ríka kröfu til fagmennsku og vandvirkni í vinnubrögðum þegar verið er að selja eignir í eigu við- skiptabanka að stærstum hluta í eigu ríkisins, ekki í opnu söluferli og með einn tilboðsgjafa.“ Í lok tilkynningar greinir FME frá því að þar sem Landsbankinn hafi að eigin frumkvæði tilkynnt eftirlitinu að hann hafi í hyggju að grípa til nánar tilgreindra aðgerða, í því skyni að taka þá þætti í starfsemi sinni er málið varða til endurskoðunar, telji stofn- unin ekki tilefni til frekari aðgerða að svo stöddu. „En óskar þó eftir að vera upplýst um framgang endurskoðunar á verklagi, eftir því sem við á.“ Bankinn læri af reynslunni Landsbankinn sendi sömuleiðis frá sér tilkynningu á fimmtudag þar sem ný stefna og verkferlar um sölu eigna bankans eru útlistaðar nánar. „Bankinn harmar að sölumeð- ferðin á hlutnum í Borgun hafi varp- að skugga á þann árangur sem bank- inn hefur náð á undanförnum árum. Bankinn tekur málið mjög alvarlega og hefur einsett sér að læra af reynsl- unni.“ Í tilkynningu bankans segir að engar annarlegar hvatir eða sjónar- mið hafi legið að baki sölunni á þann hátt sem hún var framkvæmd, bank- inn hafi einfaldlega engar upplýs- ingar haft um að Borgun ætti rétt á hlutdeild í áðurnefndum valréttar- greiðslum. Bankaráð Landsbankans hafi því samþykkt aðgerðaáætlun til að efla stjórnarhætti bankans varð- andi sölu eigna sem miði að því að koma í veg fyrir að sambærileg álita- mál komi aftur upp, auka gagnsæi og traust til bankans. n Landsbankinn fær á baukinn frá FME vegna Borgunarmálsins og lofar að læra af reynslunni Harðlega gagnrýnd sala Bankasýsla ríkisins fór fram á að bankaráð Landsbankans og Steinþór Pálsson bankastjóri vikju vegna Borgunarmálsins. Bankaráðið gekk út en Steinþór situr áfram. Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.