Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Side 12
12 Fréttir Helgarblað 1.–4. apríl 2016 Kaupmenn með gjaldeyrisglampa í augum n Gríðarleg álagning á neysluvöru í minjagripaverslunum n Erlendir ferðamenn féflettir n Möndlupokinn á 990 krónur og verðmunurinn 120 prósent Þ að getur verið allt að 120 pró- sentum dýrara fyrir erlenda ferðamenn að kaupa sæl- gæti og aðra neysluvöru sem beint er sérstaklega að þeim í minjagripa- og matvöruverslunum í hjarta miðbæjarins en sambæri- legar vörur í hefðbundnum matvöru- verslunum. Þetta var meðal þess sem athugun DV á mögulegu okri á ferða- mönnum leiddi í ljós. Blaðamaður gerði sér ferð í mið- bæinn á sólríkum miðvikudegi og það sem fyrir augu bar gaf fyrirheit um það sem koma skal í sumar miðað við spár. Laugavegurinn iðaði af lífi og minnti helst á helgartraffík á sólríkum sumardegi. Yfirgnæfandi meirihluti var erlendir ferðamenn sem sjá mátti stökkva inn og út úr verslunum. Raunar var merkilegt um að litast í miðbænum í ljósi þess að aðeins var 30. mars og enn nokkuð í háanna- tíma ferðaþjónustunnar. Mikið hefur verið fjallað um hótelbyggingar, svo- kallaðar lundabúðir sem spretta upp eins og gorkúlur og því gert skóna að kaupmenn í miðbænum séu með gjaldeyrisglampa í augum. Hefur jafnvel verið talað um okur þegar verslanir reyna að hafa sem mest út úr viðskiptum sínum í ferðamanna- sprengingu undanfarinna ára. Lundabúðir sópa til sín Þeir ferðamenn sem ekki voru með símann á lofti í leit að hinni full- komnu mynd voru með veskin við hönd í mannhafi Laugavegar þennan miðvikudag. Nýlega greindi Rann- sóknarsetur verslunarinnar frá því að erlend greiðslukortavelta í febrúar síðastliðnum hafi numið 13,2 millj- örðum króna, sem er 67% aukning frá því á sama tíma í fyrra. Að meðal- tali eyddi hver erlendur ferðamaður á Íslandi 122 þúsund krónum með greiðslukorti sínu í fyrra. Og miðað við framboðið víðs vegar í miðborg Reykjavíkur er ekki ósennilegt að einhverjum hluta þeirrar upphæðar eyði þeir í minjagripaverslunum. Og miðað við athugun DV þá eru þeir jafnvel að eyða meiru en þeir þyrftu að gera. Vatnsflöskufár Spár Isavia gera ráð fyrir að 1,7 millj- ónir ferðamanna komi til landsins í ár, ríflega hálfri milljón fleiri en í fyrra. Blaðamanni lék því forvitni á að vita hversu hraustlega væri lagt á sælgæti, drykkjarvatn og ýmiss kon- ar vöru í sérverslunum þar sem er- lendir ferðamenn eru markhópurinn sem og í matvöruverslunum sem finna má í hjarta ferðamannaflaums- ins í miðbænum. Í vikunni fór sem eldur í sinu um Facebook færsla um álagningu á Iceland Spring vatns- flösku hér á landi samanborið við í Taílandi. Þar kostaði 500 ml. flaska 349 krónur í Select við Vestur- landsveg en aðeins 160 krónur á McDonald‘s í Taílandi. Þegar betur er að gáð virðist hins vegar aðeins um álagningu verslunarinnar hér að ræða því sama vatn kostar 139 krón- ur í Hagkaupum. DV vildi því skoða hvort hægt væri að finna tilteknar vörur í ferða- mannaverslunum miðbæjarins og bera verð á þeim saman við verð á sömu eða sambærilegri vöru í t.d. Hagkaupum. Hagkaup er ekki svokölluð lágvöruverðsverslun en engu að síður kom í ljós að sláandi munur er á álagningu á vörum sem beint er sérstaklega að erlendum ferðamönnum. Gjafavöruverslan- irnar á Laugaveginum eru flestar af sama toga, vöruúrvalið einsleitt og einkennist af lundatuskudýrum í öll- um stærðum, kaffibollum, lyklakipp- um, sums staðar er að finna þar ís- lenska hönnun en skran af ýmsum toga er þó í miklum meirihluta. Að ógleymdu íslenska sælgætinu sem hér var sérstaklega skoðað vegna þess að þar er auðveldara að finna samanburðinn í matvöruverslunum en á t.d. lundatuskudýrum. Svívirðileg álagning DV hefur áður fjallað ítarlega um minjagripasælgætið sem fyrirtækið Ísland Treasures kaupir af íslensk- um framleiðendum á borð við Freyju og Kólus, setur í nýjar umbúðir fyrir erlenda ferðamenn og eru vörurnar síðan seldar á uppsprengdu verði í lundabúðunum. Eitt slíkt dæmi var í versluninni Ísbirninum við Lauga- veg. Þar mátti finna 150 gramma poka af Icelandic Lava Sparks, sem flestir Íslendingar þekkja betur sem möndlur frá Freyju. Pokinn kostaði 990 krónur í Ísbirninum á með- an möndlupoki sömu stærð- ar kostar 249 krónur í Hag- kaupum. Þar munar tæplega 120 prósentum á verði á sömu vöru í öðrum búningi. Framkvæmdastjóri Ísland Treasures hef- ur áður lýst því í við- tali við DV að álagn- ing verslananna ráði mestu um verðið. Þegar poki af Lava Sparks möndlum kostaði 879 krón- ur, árið 2014, upp- lýsti hún að fyrirtæki hennar seldi versl- unum vöruna á 420 krónur. Mismunur- inn væri því álagn- ing verslana. Fer því ekki á milli mála að verið er að okra á ferða- mönnum í sæl- gætiskaupum. Fleiri sælgætis- tegundir sem Íslendingar þekkja undir öðrum nöfnum er að finna í flestum þessara minjagripaversl- ana, á uppsprengdu verði. Vatnið 88% dýrara í hjarta túrismans Úr því að mikið hefur verið fjallað um vatnsflöskuokur að undan- förnu, allt frá því að Hótel Adam varð uppvíst að því að ráða gestum sínum frá því að drekka kranavatnið þar, og kaupa þess í stað vatn merkt hótelinu á 400 krónur – þegar ekk- ert var að kranavatninu og vatns- flöskurnar innihéldu sama krana- vatn – ákvað blaðamaður að taka vatnsdæmi. Við Ing- ólfstorg, umkringt hótelum og gistiheimilum er mat- vöruverslunin Kvosin. Opið er á milli matvöruverslunar- innar og gjafavöruverslunar fyrir ferðamenn, þar sem finna má fokdýrt sæl- gæti og ýmsan varning. En í matvöruversl- uninni kostar hálfur lítri af Pure Icelandic vatni 279 krónur. Í Hagkaupum kostar sama vatn 109 krónur. Munurinn er tæplega 88 prósent. Á veitinga- stað Hörpu, sem ótal ferðamenn heim- sækja, kostaði flaska af vatni 250 krónur. Salt selt í bóka- búðum Sem fyrr segir má víða finna íslenska fram- leiðslu og gæðavörur í gjafavöruverslun- um miðbæjarins. Og þó að bókabúðir hafi um árabil boðið upp á margvíslega gjafa- vöru, þá kom það hins vegar blaða- manni verulega á óvart að þær væru farnar að selja salt. Nánar tiltek- ið íslenskt flögusalt. Algengt var að sjá ýmsar tegundir frá Norður Salt, Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Vatnið verðmætt Ljóst er að mikil verðmæti eru í íslenska vatninu en líka í ljósi þess hvernig verslanir verðleggja það. Mynd VífiLfeLL VIÐ HREINSUM ÚLPUR! Verð frá kr. 2.790 til kr. 3.990. 511 1710 svanhvit@svanhvit.is www.svanhvit.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.