Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Side 16
U
pplýsingar um
eignir áhrifa-
manna og maka
þeirra í aflandsfé-
lögum hafa sett ís-
lensk stjórnmál á hliðina,
enn einu sinni. Málið hófst
þegar Anna Sigurlaug Páls-
dóttir, eiginkona Sigmund- ar
Davíðs Gunnlaugssonar, upplýsti á
Facebook-síðu sinni, eftir fyrirspurnir
blaðamanna, að hún ætti eignarhalds-
félag erlendis sem síðar kom í ljós að
var staðsett á Bresku Jómfrúareyj-
um, þekktu skattaskjóli. Um nokkurra
daga skeið sætti forsætisráðherra
stöðugri gagnrýni og gerðu skýringar
hans, þegar þær loksins komu, lítið til
að draga úr óánægjunni.
Hæpnar skýringar Bjarna
Málið tók á sig allt aðra mynd þegar
Eyjan skýrði frá því í byrjun vikunnar að
formaður og varaformaður Sjálfstæðis-
flokksins, Bjarni Benediktsson og Ólöf
Nordal, væru einnig tengd félögum
sem skráð voru í þekktum skattaskjól-
um. Útskýringar þeirra hafa fallið í mis-
jafnan farveg. Þannig hafa flestir tekið
skýringu Ólafar, um að hún hafi ásamt
eiginmanni sínum fengið umboð fyrir
aflandsfélagi sem þau síðan aldrei tóku
yfir, góðar og gildar. Skýringar Bjarna,
um að hann hafi talið sig eiga félag í
Lúxemborg en ekki Seychelles-eyjum,
þykja öllu hæpnari. Annars vegar er
stigsmunur en ekki eðlismunur á Lúx-
emborg og Seychelles-eyjum og hins
vegar er það ekki traustvekjandi að
fjármálaráðherra þjóðarinnar hafi ekki
betri yfirsýn yfir fjármál sín en að hann
viti ekki hvar í heiminum hann geymdi
40 milljónir króna.
Höfuð eru þegar byrjuð að fjúka
vegna skattaskjólslistanna, en vafa-
laust ekki það höfuð sem fyrirfram
mátti búast við áður en málið komst
í hámæli. Var það gjaldkeri Samfylk-
ingarinnar, Vilhjálmur Þorsteinsson,
sem gekkst við ábyrgð í fyrrakvöld,
miðvikudag, í kjölfar frétta af félögum
hans í Lúxemborg og Kýpur. Vilhjálm-
ur sagði í pistli á Eyjunni að flókin
viðskipti hans samræmist ekki stöðu
gjaldkera stjórnmálaflokks. Mat Vil-
hjálms er vafalaust rétt því umræðan
í kring-
um viðskipti
hans voru farin að
draga athyglina frá
andstæðingunum í
ríkisstjórninni, en
með því að segja
embættinu lausu
sama dag og mál
hans komu til um-
fjöllunar bein-
ir hann athyglinni
að ráðherrunum
og eykur um leið
þrýstinginn á þá.
Aðkoma Bjarna og
Ólafar breytti
gangi málsins
Stjórnarandstaðan hefur vitanlega
gert sér mat úr málinu og íhugaði lengi
vel að leggja fram vantrauststillögu á
hendur forsætisráðherra. Niðurstaða
funda vikunnar varð hins vegar sú
að leggja fram tillögu um þingrof og
nýjar kosningar. Vafalaust hefur að-
koma Bjarna og Ólafar þar spilað inn
í. Áður en nöfn þeirra voru dregin inn
í umræðuna var jafnvel rætt um að
ákveðnir þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins, sem voru orðnir þreyttir á tilburð-
um Sigmundar Davíðs, myndu styðja
tillöguna, eða í það minnsta ekki
greiða atkvæði gegn henni. Það er úti-
lokað nú þegar þeirra eigin formenn
eru einnig undir smásjánni.
Líkleg þróun, að því gefnu að nýj-
ar og eldfimar upplýsingar komi ekki
upp á yfirborðið, er að þingmeirihlut-
inn þétti raðirnar og verjist þingrofs-
tillögu minnihlutans. Ríkisstjórnin
situr út kjörtímabilið, löskuð en eigi
að síður með traustan meirihluta til
að koma sínum málum í framkvæmd.
Málið mun þó fylgja stjórninni fram
á kosningavetur þar sem hvert tæki-
færi verður notað til að draga það upp
á yfirborðið, rétt eins og núverandi
stjórnarflokkar hafa notað Icesave-
málið til að koma höggi á sína and-
stæðinga.
Það má líka spyrja sig hversu mikið
er á bak við kröfu stjórnarandstöðu-
flokkanna um tafarlausar kosningar.
Píratar eru væntanlega eini stjórnar-
andstöðuflokkurinn sem hefur and-
lega burði til að ganga í gegnum kosn-
ingar eins og staðan er í dag. Fylgi í
könnunum er í hámarki og telji þeir
sig geta mannað alla lista svo sómi sé
að geta þeir vart beðið eftir að inn-
leysa fylgið. Kosningar eru það síð-
asta sem hinir stjórnarandstöðu-
flokkarnir ættu að hugsa um þessa
stundina. Samfylkingin er sem stend-
ur án forystu. Fyrir liggur að kosið
verður um nýja forystu í byrjun júní og
enn er óvíst hvort núverandi formað-
ur fari fram. Björt framtíð hefur um
nokkra hríð ekki
mælst með mann
inn á þingi og VG hef-
ur ekki náð vopnum
sínum. Enn fremur, þótt
Katrín Jakobsdóttir hafi
gefið afsvar um forseta-
framboð kann sú staða að
koma upp í kosningabar-
áttunni í vor að þrýst verði
á hana aftur og að sú staða verði með
þeim hætti að erfitt verði fyrir hana að
skorast undan.
Lög eða siðferði
Skattaskjólsmálið er óhefðbundið
borið saman við önnur mál, t.d. leka-
málið, því ekki deilt um hvort ráð-
herrarnir hafi farið á svig við lög, því
eins og útskýrt er hér til hliðar er ekk-
ert sem bannar að þeir eigi aflands-
félag. Málið snýst öllu heldur um
siðferði og til marks um það hafa
fjölmiðlar frekar leitað álits heim-
spekinga á því en lögfræðinga. Sú
málsvörn ráðherranna að þeir hafi
ekki brotið lög hefur ekkert gert til
Helgarblað 1.–4. apríl 2016
s: 426 5000 - booking@bbkefairport.is - bbkeflavik.com
Vetrartilboð út apríl
9.900 kr. fyrir 2 með morgunmat
Við geymum bílinn frítt, keyrum þig á
flugvöllinn og sækjum þig við heimkomu
Láttu fara vel um þig nóttina fyrir eða eftir flug og gistu hjá okkur
16 Umræða Stjórnmál
Ríkisstjórn í skugga skattaskjólsgagna
n Upplýsingar um eignir Íslendinga í skattaskjólum koma ráðherrum í vandræði n Ekki bara á exótískum eyjum n Íslendingar eiga yfir 30 milljarða á Tortóla
Magnús Geir Eyjólfsson mge@eyjan.is
Freyr Rögnvaldsson freyr@eyjan.is
Ólöf Nordal
innanríkisráðherra
n Dooley Securities S.A.
n Stofnað af Landsbankanum
í Lúxemborg.
n Skráð á Bresku
Jómfrúareyjum.
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
forsætisráðherra
n Wintris Inc.
n Stofnað af Landsbankanum í London.
n Skráð á Bresku Jómfrúareyjum.
n Í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur,
eiginkonu Sigmundar.
Bresku
Jómfrúar-
eyjar