Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Page 27
 Kynningarblað - Austurlenskur gæðamatur 7Helgarblað 1.–4. apríl 2016 Frábært sýrlenskt kebab og dásamleg þjónusta Mandi, Veltusundi 3b, er einstakur staður í hjarta borgarinnar M andi er einstakur staður í hjarta borgarinnar, stað- settur að Veltusundi 3b. Staðurinn er afar vinsæll meðal ungs fólks sem margt sækir sér gott í gogginn þar um nætur. Fyrir utan frábærlega bragðgóða kebab-rétti og ham- borgara lætur unga fólkið afskaplega vel af persónulegri, þjónustu, glað- værð og hlýlegri framkomu sem það mætir alltaf hjá starfsfólki staðarins. Að sögn eigendanna er starfsfólk þeirra mjög glaðlynt og lagt er upp úr persónulegri þjónustu og góðum húmor. Mandi er í eigu hjónanna Hilal, sem er frá Sýrlandi, og Ivonu, sem er pólsk. Kebab-réttir staðarins flokkast undir sýrlenska matargerð en þeir eru með kjúklingi, skelfiski og bol- fiski; en síðan eru einnig í boði ham- borgarar sem þykja mjög góðir. Mandi er í senn grillstaður og lítil verslun en ekki er selt áfengi á staðn- um. Selt er sælgæti, snakk, gos og helstu matvörur, en mesta aðdrátt- araflið, fyrir utan yndislega þjón- ustuna, hefur maturinn. Afgreiðslutíminn á Mandi er lang- ur. Virka daga er opið frá kl. níu á morgnana til tvö á nóttunni en um helgar er opið fram til klukkan sex um morguninn. Mest er að gera á staðnum í hádeginu, um kvöldmat- arleytið og á nóttunni (um helgar). Vinnandi fólk í nágrenninu fyllir staðinn í hádeginu, en þó ekki síst háskólastúdentar og framhalds- skólanemar. Í kvöldmat koma síðan aðrir fastagestir og unga fólkið sem skemmtir sér í miðbænum um helg- ar fyllir síðan staðinn um nætur, eins og áður sagði. Það er einstakt andrúmsloft á Mandi og sjálfsagt að hvetja þá sem ekki hafa komið þangað að kynna sér þetta skemmtilega blóm í flóru mið- bæjarlífsins. Nánar má kynna sér staðinn á heimasíðu hans og á Face- book. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.