Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Qupperneq 34
Helgarblað 1.–4. apríl 2016 Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum. Ég fór í laseraðgerð hjá Sjónlagi í lok maí 2015. Keypti mér Thealoz dropana eftir aðgerðina og var mjög ánægð, ákvað samt að prufa að kaupa mér ódýrari dropa og fann rosalega mikinn mun á gæðum. Þessir ódýrari voru bara ekki að gera neitt fyrir mig og þurfti ég að nota mikið meira magn. Mælti með dropunum við tengdamömmu og er hún alsæl með Thealoz dropana. Elín Björk Ragnarsdóttir Þurrkur í augum? Thealoz augndropar Fæst í öllum helstu apótekum. 26 Skrýtið Sakamál Þ að skipti engu máli hvert Belginn Renaud Hardy fór, alltaf var Canon-myndavél- in innan seilingar. Hardy bjó í Mechelen, þorpi norður af Brussel, sagðist vera eftirlitsmaður í íþróttahöll en hafði, árið 2015, ekki unnið ærlegt handtak í ellefu ár – var í veikindaleyfi að eigin sögn vegna Park- inson-veiki – en varið tíma sínum í ljós- myndun. Á meðal þess sem Hardy gerði var að bjóða konum upp á stúdíómynda- töku á heimili hans og var það reglan en ekki undatekningin þegar leið á myndatökuna að hann byði þeim upp á nektarmyndatöku. Þegar konurnar afþökkuðu slíkt brást hann gjarna hinn versti við. Njósnir Hardys Innan tíðar hafði Hardy komið sér upp frekar vafasömu orðspori sem kyn- ferðisleg pest og var kallaður Bilaði Renaud. Ekki bætti úr skák þegar hann keypti sér flygildi (e. drone) sem hann notaði í tíma og ótíma til að njósna um fólk. Steininn tók úr þegar hann kom einn daginn inn á hverfisbarinn með stóra útprentaða mynd sem hann hafði tekið af eiginkonu eiganda kráarinn- ar, án hennar vitundar. Hardy var umsviflaust varpað á dyr. Hardy handtekinn En Hardy virtist þó vera meinleysisgrey og íbú- ar í Mechelen töldu sig geta umborið hann. Á því varð dramatísk kúvending í septem- ber 2015. Þá skaut Hardy úr loftriffli á unga konu sem hjólaði í mestu mak- indum eftir sýkisbakk- anum í þorp- inu. Konan beið ekki boðanna, steig fetlana sem hraðast hún mátti og komst að heimili sínu sem var skammt undan. Hardy óttaðist að konan hefði borið á hann kennsl og skipti um núm- ersplötur á bíl sínum til öryggis. Áhyggjur Hardys áttu rétt á sér því daginn eftir var hann handtekinn. Kókaín og klám Við rannsókn á íbúð Hardys kom ýmislegt miður huggulegt upp úr kafinu. Lögreglan fann leifar af kóka- íni og klámmynd- ir í bunkum í tölv- unni. Hardy hafði skýringar á reiðum höndum; kókaín- ið var til- komið vegna veik- inda hans og klámið hafði hann – að sjálfsögðu – halað niður fyrir einskær mistök. Fyrir dómi útskýrði Hardy, hálf- umlandi, að hann hefði viljað skaða ungu konuna á reiðhjólinu sem þó hafði ekki fengið eina einustu skrámu. Einhverra hluta vegna var málið sett á bið og Hardy var frjáls ferða sinna og síðar átti eftir að koma í ljós að þar hefðu hrapalleg mistök verið gerð. Kærastan myrt Merkilegt nokk þá átti Hardy kærustu og hafði um langt skeið. Um var að ræða Lindu Boms, 52 ára umönnunar- aðila fyrir fatlað fólk. Þann 16. sept- ember, átta dögum eftir að Hardy var sleppt, tók hann til ljósmyndabún- að sinn og fór heim til Lindu. Þegar Hardy yfirgaf heimili Lindu var hún liðið lík og atburðarásina hafði Hardy fangað á myndavél sína. Myndskeiðið sýndi hvernig Linda hafði hörfað und- an árásum Hardys, andlit hennar af- skræmt af ótta meðan hún reyndi að verjast höggunum sem hann lét rigna yfir hana. Hardy fleygði henni í gólfið, reif af henni fötin og nauðgaði henni. Að því loknu barði hann hana til dauðs með járnröri. Gömul mál upplýst Nágrannakona fann síðar líkið af Lindu Boms, og Hardy, sem hafði sagt tveimur vinum sínum hvað hann hafði gert, var handtekinn. Lögreglan tók lífsýni úr Hardy og bar saman við sönnunargögn úr nokkrum óleystum málum – niðurstaðan var óvænt. Í ljós kom að Hardy hafði myrt Mariu Wals- haerts, 82 ára konu sem hafði fundist látin á heimili sonar hennar í maí 2014. Einnig var Hardy viðriðinn morðtil- raun í september, 2014, þar sem tæp- lega sjötug kona slapp með skrekkinn. Ekki er talið loku fyrir það skotið að Hardy hafi að auki skotið 38 ára konu til bana í Antwerpen árið 2006. Hardy ját- aði að hafa myrt Lindu Boms en neit- aði sök í öðrum málum. Hann bíður nú réttarhalda. n LeyndarmáL Ljósmyndarans n Myndavél Hardys geymdi margt miður geðslegt Með bros á vör Nágrannar Hardys töldu hann skrítinn, en meinlausan.„Þegar Hardy yfir- gaf heimili Lindu var hún liðið lík og at- burðarásina hafði Hardy fangað á myndavél sína. Linda Boms Dauði hennar var ítarlega skrásettur af Hardy.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.