Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Síða 37
Menning 29Helgarblað 1.–4. apríl 2016
Hentar vel í matargerð, ofan á brauð, til að poppa popp,
í baksturinn, í þeytinginn, á húðina eða til inntöku.
Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík / Hús Blindrafélagsins / Sími 552-2002
SAMA VERÐ Í 8 ÁR!
Linsur fyrir öll tækifæri
2500 kr.
Beethoven betri en Mozart
Valinn bestur í árlegri vinsældakosningu Classic FM
Í
fyrsta skipti frá því að breska
útvarpsstöðin Classic FM gaf
hlustendum sínum færi á að
kjósa um uppáhaldsverk sín og
tónsmiði fyrir tuttugu og einu ári
er það ekki Wolfgang Amadeus
Mozart sem er atkvæðamestur
heldur Ludwig van Beethoven. 19
verk eftir Beethoven eru á lista yfir
300 bestu tónverk allra tíma, en
16 verk eftir Mozart komast á list-
ann. 170 þúsund atkvæði bárust í
könnuninni í ár.
Í samtali við breska dagblaðið
The Guardian segist John Suchet,
dagskrárgerðarmaður á Classic
FM, telja að tónlist Beethovens
hafi í auknum mæli verið notuð í
kvikmyndir á undanförnum árum
– til dæmis í Óskarsverðlauna-
myndinni The King's Speech –
og útskýri það líklega auknar vin-
sældir tónskáldsins.
Uppáhaldsverk breskra unn-
enda klassískrar tónlistar var hins
vegar The Lark Ascending eftir
enska 20. aldar tónskáldið Ralph
Waughn Williams, en verkið hefur
sjö sinnum verið valið það besta
frá upphafi kosninganna árið
1996. n
Dauðastríð – í þykjustunni
stund að deyja
ekki að koma öllum tíðnum hljóð-
færaleiksins fullkomlega til skila). Hún
nær frekar að skapa ástand, virkar
eins og tákn um fallega dramatíska
tónlist frekar en að vera sérstaklega
eftirminnilega falleg tónlist.
Málverk af leikara
Málverkið af leikaranum í dramatísku
en fallegu dauðasenunni er sett inn í
ramma leikhússins, þar sem aðrar
leikreglur gilda en á myndlistar-
sýningu, samningur listamanns og
áhorfenda er annar, hefðirnar og
væntingar.
Við erum vön að setjast niður og
horfa á leikrit í klukkustund – leyfa
framvindunni að leiða hugsanir okk-
ar þangað sem hún vill í þann fyrir-
fram ákveðna tíma. En málverk er
kyrrstætt, ef það grípur okkur stönd-
um við fyrir framan það og veltum
því fyrir okkur, jafn lengi og við nenn-
um. Ef það grípur okkur ekki, göng-
um við framhjá. Fæstir hafa eirð í
sér til að sitja fyrir framan málverk í
klukkustund og velta fyrir sér öllum
mögulegum hliðum þess, túlkunar-
möguleikum og innbyggðum hug-
myndum. En í leikhúsinu hefur
gesturinn gert samning um að helga
sig verkinu í ákveðinn tíma.
Ragnar fær leikhúsáhorfendur
þannig til að setjast niður í klukku-
stund og skoða myndlistarverk af
leikara að leika. Þeir setjast niður og
leyfa hugrenningatengslunum að
leiða sig inn í það og út um allt.
Það er áhugavert hvernig verkið
vinnur á mörkum þessara listforma,
en það þýðir auðvitað að það fer úr
því að vera spennandi yfir í að vera
hlægilegt, yfir í að vera leiðinlegt,
vekja upp nýjar hugmyndir, yfir í að
vera aftur leiðinlegt, hlægilegt, og
svo framvegis. Fólki fannst það aug-
ljóslega misáhugavert, enda gengu
nokkrir út af sýningunni.
En við sem sátum í gegnum stríð-
ið fengum við smá rúsínu í pylsu-
endann. Að lokum tókst aumingja
leikaranum að drepast – og var þá
svo endanlega dauður að hann lá
áfram hreyfingarlaus þegar klappað
var fyrir honum. Tjaldið reis og féll
nokkrum sinnum undir uppklapp-
inu, en aldrei stóð hann upp.
Ragnar leikur sér á áhugaverðan
(og alltaf skemmtilegan) hátt með
ólík svæði listheimsins, væntingar
og hefðir. Hann er alltaf á milli leik-
hússins og myndlistar, nálgast
leikhús eins og myndlist og myndlist
eins og leikhús. Tilraunir til að kveikja
tilfinningar og hugmyndir með því
að teygja á einstökum atburði eða
endurtaka ítrekað hafa líka reynst
honum frjóar.
Þó að verkið hafi verið um margt
áhugavert kveikti þessi tiltekna
mynd, málverkið af leikaranum,
samspil tónlistar sviðsmyndar, tón-
listar og leikstíls, ekkert sérstaklega
sterkar tilfinningar eða frjóar hug-
myndir hjá mér. Í þetta skiptið fannst
mér ekki takast að skapa sérstak-
lega eftirminnilega fegurð eða sterka
upplifun – en þó að einhverjum gæti
þótt verkið drepleiðinlegt neyddi það
mann til að horfa, hlusta og hugsa.
Það er meira en flest listaverk.
Viðtal við Ragnar Kjartansson um
Krieg á næstu síðu. n
Hárómantík Ferðalangur yfir skýjahafi eftir Caspar David Friedrich frá 1818. Sviðsmynd
Krieg minnir um margt á landslagsmyndir þýskra málara rómantíska tímans.
Málverk af óperuflutningi Leikarar
leika atriði úr Betlaraóperunni eftir John
Gay. Myndin er máluð árið 1728 af breska
listamanninum William Hoghart.
„Að lokum tókst
aumingja leikar-
anum að drepast – og
var þá svo endan lega
dauður að hann lá áfram
hreyfingarlaus þegar
klappað var fyrir honum.