Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2016, Síða 46
38 Fólk Helgarblað 1.–4. apríl 2016 LÍFRÆN EGG nesbu.is Í FYRSTA SINN Á ALMENNUM NEYTENDAMARKAÐI NESBÚ EGG „Heimurinn er hlaupabrautin“ Út fyrir kassann Kristín Tómasdóttir skrifar n Daníel Gauti fékk ástríðu fyrir útihlaupum n Byrjaði í skokkhóp n Á leið í sitt fyrsta maraþon Í þróttir spila oft stóra rullu í félags­ lífi ungra drengja og þá helst fót­ bolti eða aðrar boltagreinar. Þeir sem ekki finna sig í þessum klass­ ísku íþróttagreinum geta átt und­ ir högg að sækja þegar hreyfing er annars vegar. Daníel Gauti Georgsson kannast við framangreint enda höfð­ uðu íþróttir ekki til hans á hans yngri árum. Aftur á móti venti hann kvæði sínu í kross fyrir nokkrum misserum og fann ástríðu sína í útihlaupum. Nú æfir Daníel Gauti fyrir sitt fyrsta mara­ þon sem fram fer í Lyon í haust. Þoldi illa keppni Daníel Gauti er 18 ára mennta­ skólanemi og helgarstarfsmaður í Epal. Hann hafði snemma áhuga á listum og sögu en minna fór fyrir íþróttaáhuganum. Daníel Gauti seg­ ir samt að áhugaleysið hafi ekki staf­ að af leiðindum sökum hreyfingar heldur vegna stöðugrar áherslu á keppni. „Þegar ég var yngri hafði ég mikinn áhuga á tónlist og lærði bæði á blokkflautu og píanó. Ég hafði gam­ an af sundi og ýmiss konar útiveru og hafði líka snemma áhuga á söfn­ um, listum og sögu. Mér fannst mjög gaman að synda og í frjálsum íþrótt­ um en þegar kom að því að keppa þá missti ég áhugann. Pressan sem fylgdi keppnum átti ekki vel við mig og í kjöl­ farið dró ég mig úr íþróttinni. Ég próf­ aði ýmislegt, t.d. fótbolta, handbolta, sund og frjálsar íþróttir, en þrýstingur á að keppa var ekki fyrir mig.“ Tengslin við náttúruna hafa aukist Það var því ekki fyrr en Daníel Gauti uppgötvaði útihlaupin sem hann fann sinn innri íþróttamann og segir hann að þau henti sér einstaklega vel þar sem hann geti reimað á sig skóna hvar og hvenær sem er og sé ekki háður lík­ amsræktarstöðvum eða æfingatímum. „Ég byrjaði að hlaupa með Val skokk í október 2014. Það tók mig smá tíma að byggja upp þol en þegar það var komið fann ég að þetta er íþróttin fyrir mig. Að geta reimað á sig hlaupa­ skóna, farið út, hitt skemmtilegan hóp af fólki og hlaupið úti í góðu og vondu veðri er frábært. Á innan við mánuði var ég búinn að hlaupa mitt fyrsta 10 km keppnishlaup sem var nokkuð stór áfangi fyrir mig á þeim tíma. Núna, rúmu einu og hálfu ári seinna, er ég búinn að hlaupa fjögur hálfmaraþon, þar á meðal eitt í Kaup­ mannahöfn, ansi mörg 10 km hlaup og auðvitað að mæta á æfingar hjá Val skokk þrisvar sinnum í viku.“ Tengsl Daníels Gauta við náttúr­ una hafa einnig aukist við útihlaupin og hann dásamar einfaldleikann sem fylgir íþróttinni. „Það er svo auðvelt að klæða sig í fötin og drífa sig út að hlaupa. Heimurinn er hlaupabrautin þín og það er ekkert afmarkað svæði sem maður stundar íþróttina sína á. Maður getur farið út að hlaupa hvar og hvenær sem er. Það finnst mér mikill kostur og auk þess er þetta frá­ bær útivera.“ „Engin íþróttagen í mér“ Daníel Gauti segir að hlaupin hafi breytt viðhorfi hans til hreyfingar þannig að hún geti raunverulega verið skemmtileg og af hinu góða. „Það sem hlaupin hafa gert fyrir mig er að þau hafa kynnt mig fyrir fullt af nýju fólki og breytt hugmyndum mínum varð­ andi hreyfingu. Ég var viss um að það væru engin íþróttagen í mér en hlaup­ in hafa afsannað þá kenningu og í dag finnst mér hreyfing bæði nauðsyn­ leg og skemmtileg. Með hlaupunum kynnist maður líka skemmtilegu fólki en ég mæli sérstaklega með því að fólk gangi í skokkhóp ef það er að byrja að hlaupa eða hefur gert það í einhvern tíma. Það er mikil hvatning að mæta á æfingar, æfingarnar verða markvissari og fólk getur deilt reynslu sinni.“ Það leynir sér ekki hve hugfanginn Daníel Gauti er orðin af íþróttinni. Hann hvetur alla til þess að finna sína ástríðu í hreyfingu og segir það lykil­ forsendu fyrir því að geta stundað reglulega hreyfingu. „Ég hvet alla til þess að prófa sig áfram í íþróttum og finna eitthvað sem þeir hafa gaman af en ég tel það meginforsendu þess að endast í íþróttum. Það skiptir miklu máli að hreyfa sig, sérstaklega í samfé­ laginu sem við lifum í þar sem margir sitja við tölvu megnið af deginum.“ Spáir ekki í hvort einhver sé á undan Daníel Gauti stefnir á sitt fyrsta heila maraþon í Lyon í haust og segir það markmið sumarsins að æfa fyrir það. „Ég stefni fyrst og fremst að því að halda áfram að hlaupa og hafa gaman af hlaupunum. En í haust ætlar Valur skokk í hlaupaferð til Lyon, þar sem ég ætla að hlaupa maraþon, svo það er markmið sumarsins að æfa fyrir það. Aftur á móti lít ég á keppnishlaup sem persónuleg að því leyti að mað­ ur er bara að hugsa um tímann sinn og hvort maður hafi bætt hann eða ekki. Ég er ekki að spá í það hvort ein­ hver hafi verið á undan mér.“ Að lok­ um hvetur Daníel Gauti alla til þess að prófa það að fara út að hlaupa og hnykkir út með einu góðu „Áfram Val­ ur (skokk)!“ n Hlaupahópurinn Daníel Gauti ásamt hlaupahópnum sínum, Val skokk. Á leið í maraþon Daníel Gauti var sannfærður um að það væru engin íþróttagen í sér en fann svo ástríðuna í útihlaupum. Mynd SigTryggur Ari „Pressan sem fylgdi keppnum átti ekki vel við mig og í kjölfarið dró ég mig úr íþróttinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.