Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2016, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2016, Blaðsíða 4
Vikublað 26.–28. apríl 20164 Fréttir Óvíst með þátttöku fjárfestingar- sjóða í útboði Seðlabankans n Kanna lagalega stöðu sína og gætu kosið læsta reikninga n Frumvarp um stöðugleikareikninga E rlendir fjárfestingarsjóðir sem eru umsvifamiklir í hópi aflandskrónueigenda gætu valið þann kost að taka ekki þátt í fyrirhuguðu út­ boði Seðlabanka Íslands til að leysa út um 290 milljarða aflandskrónu­ eignir og þess í stað að enda með fé sitt fremur á læstum reikningum á engum eða neikvæðum vöxtum til langs tíma. Kanna fjárfestingarsjóð­ irnir núna hvaða lagalegu úrræði þeir hafa til að bregðast við væntan­ legum aðgerðum stjórnvalda sem þeir álíta að gangi mun lengra en nauðsyn krefur í ljósi góðrar gjald­ eyrisstöðu þjóðarbúsins. Hafa sjóð­ irnir að undanförnu meðal annars leitað til íslenskra ráðgjafa til að greina betur stöðu sína. Pétur Örn Sverrisson, lögmaður sem hefur unnið fyrir slitabú gamla Landsbankans (LBI) undanfarin ár, staðfestir í samtali við DV að hann starfi sem ráðgjafi fyrir hönd er­ lendra sjóða í hópi aflandskrónu­ eigenda og sé að „kanna réttarstöðu“ þeirra í tengslum við fyrirhugað út­ boð Seðlabankans. Aðspurður vildi Pétur Örn ekkert tjá sig um hvaða sjóði væri að ræða en samkvæmt heimildum DV eru það vogunar­ sjóðurinn Autonomy Capital og sjóðastýringarfélagið Eaton Vance Management. Autonomy Capital og Eaton Vance eru á meðal fjögurra erlendra fjármálafyrirtækja sem eiga meginþorra allra aflandskróna í höndum erlendra aðila. Þá hafa aflandskrónueigendur leitað til alþjóðlegu lögmannsstof­ unnar Morrison & Foerster (MoFo) til að gæta hagsmuna þeirra, sam­ kvæmt heimildum DV. Lögmanns­ stofan þekkir vel til aðstæðna hér­ lendis og áætlunar stjórnvalda um losun hafta en MoFo var helsti lög­ fræðilegi ráðgjafi gamla Lands­ bankans síðustu ár. Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur og eigandi ráðgjafarfyrirtækisins Reykjavík Economics, hefur einnig verið fenginn til að aðstoða aflandskrónu­ eigendur við að útbúa greiningar um efnahagsstöðu Íslands í tengsl­ um við gjaldeyrisuppboð Seðla­ bankans. Stöðugleikareikningar Áætlun stjórnvalda hefur sem kunnugt er gert ráð fyrir því að aflandskrónuvandinn verði leystur með svonefndu fjölvalsút­ boði. Þannig yrði annars vegar haldið gjaldeyrisuppboð þar sem aflandskrónueigendur myndu greiða „verulegt álag“ kjósi þeir að losna strax með fé sitt úr höftum og hins vegar útgáfu ríkisskuldabréfs í krónum til 20 ára með útgöngu­ gjaldi fyrstu sjö árin eða skulda­ bréfi til meðallangs tíma í evrum. Þeir fjárfestar sem fallast ekki á þessi skilyrði stjórnvalda myndu þá enda með krónueignir sínar á læstum reikningum til langs tíma á engum eða neikvæðum vöxtum. Samkvæmt upplýsingum DV hefur verið áætl­ að að reikningarnir yrðu læstir í að lágmarki tíu ár, en hugsanlega mun lengur. Aflandskrónuútboðið er eitt helsta forgangsverkefni stjórnvalda en í uppfærðri þingmálaskrá ríkis­ stjórnarinnar, sem var gerð opinber í síðustu viku, kemur fram að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra muni leggja fram fumvarp í tengslum við útboðið á vorþingi. Er þar um að ræða frumvarp um þá lagalegu um­ gjörð sem mun gilda um fyrrnefnda læsta reikninga og verða nefndir stöðugleikareikningar. Rétt eins og var hugsunin með frumvarpi á síð­ asta ári um 39% stöðugleikaskatt á eignir slitabúanna, þar sem skattur­ inn bjó til hvata fyrir kröfuhafa til að fallast á stöðugleikaskilyrði stjórn­ valda, þá er markmiðið með frum­ varpi um stöðugleikareikninga að fá aflandskrónueigendur til að taka þátt í gjaldeyrisuppboði Seðlabank­ ans eða skipta á eignum sínum fyrir skuldabréf til langs tíma. Frumvarpið um stöðugleika­ reikninga ætti að líta dagsins ljós á Alþingi mjög bráðlega, að líkind­ um strax í næstu viku, samkvæmt heimildum DV. Framkvæmd út­ boðsins gæti þá farið fram í júní­ mánuði en að lágmarki sex vikur þurfa að líða frá tilkynningu um útboðsskilmála áður en það getur verið haldið. Stýrinefnd um losun hafta, sem meðal annars seðla­ bankastjóri og fjármálaráðherra eiga sæti í, kom saman síðdegis á föstudaginn síðast liðinn og ræddi um aðgerðir stjórnvalda vegna fyrir­ hugaðs aflandskrónuútboðs. Í höndum fjögurra sjóða Sökum ört stækkandi gjaldeyris­ forða Seðlabankans, eins og áður hefur verið rakið á síðum DV, telja íslensk stjórnvöld það hugsan­ lega vera fýsilegri kost en áður að leysa þann aflandskrónuvanda er lýtur að um 230 milljarða krónu­ eign í eigu eða vörslu mjög fárra er­ lendra fjárfestingarsjóða að nánast öllu leyti í gegnum gjaldeyrisupp­ boð. Þannig væri hægt að leysa stór­ an hluta vandans með endanleg­ um hætti. Sá aflandskrónustabbi er að langstærstum hluta í eigu Autonomy Capital, Eaton Vance Management, Loomis Sayles og Discovery Capital. Hvort niðurstaðan verði á þá leið í fjölvalsútboði Seðlabankans mun hins vegar ráðast á því á hvaða markaðs gengi sjóðirnir eru reiðu­ búnir að selja krónueignir sínar í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri úr forða bankans. Í þeim efnum horfa stjórnvöld meðal annars til þess að gengið í þeim gjaldeyrisuppboðum sem fóru fram á árunum 2011 til 2015 í tengslum við fjárfestingaleið Seðlabankans hafi að meðaltali verið tæplega 220 krónur gagnvart evru. Fulltrúar fjárfestingarsjóðanna vilja hins vegar ekki heyra á það minnst að krónueignir þeirra verði leystar úr landi á slíku gengi – ekki síst í ljósi bættrar stöðu íslenska þjóðar­ búsins. Samkvæmt heimildum DV hafa sumir sjóðanna nýlega verið að bæta við aflandskrónueign sína þar sem gengið í viðskiptunum hef­ ur verið mun lægra. Þykir það til marks um að þeir muni hafa lítinn áhuga á að taka þátt í gjaldeyrisupp­ boði Seðlabankans. Þess í stað horfa þeir til þess að það kunni að vera betri valkostur að enda með eignir sínar á læstum reikningum, eða svo­ nefndum stöðugleikareikningum, og í kjölfarið láta reyna á möguleg lagaleg úrræði gagnvart íslenskum stjórnvöldum. Þar benda þeir meðal annars á að samtímis því að stjórn­ völd áforma að losa eignir þeirra úr höftum með „verulegu álagi“ mið­ að við skráð gengi krónunnar þá hafi Seðlabankinn síðustu mánuði veitt íslenskum lífeyrissjóðum heimild til að fjárfesta fyrir samtals 30 milljarða erlendis. Fái ekki forgang Af hálfu íslenskra yfirvalda er hins vegar talið einsýnt að sú aðferða­ fræði sem verður beitt við fram­ kvæmd aflandskrónuútboðsins sé að fullu í samræmi við íslensk lög og alþjóðlegar skuldbindingar. Aflandskrónur séu sérstakur eigna­ flokkur, sem lýtur öðrum lögmálum en aðrar krónur, og ljóst sé að efnd­ ir á skuldabréfum ríkisins geti átt sér stað með greiðslu inn á læsta reikn­ inga. Þá sé markmiðið með áætlun stjórnvalda um losun hafta ekki að veita aflandskrónueigendum – ekki fremur en átti við um kröf­ uhafa gömlu bankanna – forgang við útgöngu úr höftum heldur að skapa aðstæður fyrir losun hafta á Íslendinga. Þar skipti ekki síst máli mörg hundruð milljarða króna upp­ söfnuð fjárfestingarþörf íslenskra lífeyrissjóða. n Hörður Ægisson hordur@dv.is Fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson mun brátt leggja fram frumvarp um stöðugleikareikninga í tengslum við fyrirhugað aflandskrónuútboð. Mynd Sigtryggur Ari ráðgjafi aflandskrónueigenda Pétur Örn Sverrisson. ráðgjafi aflandskrónueigenda Magnús Árni Skúlason. í apríl er beikonbátur bátur mánaðarins Hafnargötu 62, keflavík / pöntunarsími 421 4457 Með beikoni, skinku, osti, káli, tómötum, gúrkum, papriku, Olsen sósu og kryddi. Gos fylgir 6” bátur - 795 kr. 12” bátur - 1.295 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.