Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2016, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2016, Blaðsíða 9
Fréttir 9Vikublað 26.–28. apríl 2016 HREFNUKJÖT VEITINGAHÚS Hrefnuveiðar hefjast með vorinu og verðum við þá með til sölu ferskt eða frosið Hrefnukjöt til veitingahúsa. Fornubúðir 3, Hafnarfjörður | www.hrefna.is | hrefna@hrefna.is | sími: 577-3408 Eyravegi 23, Selfossi - S: 555 1314 - ha@hannyrdabudin.is Póst-sendum um allt land Allt til hanny rða160 garnt egundir Lilja í ráðherranefnd um efnahagsmál „Mig langaði bara að deyja“ áður en það fellur fyrir LSD-æðinu sjálfrar mín og sagt mér að róa mig niður, en ég gat ekki orðið við því. Mér leið eins og ég yrði föst svona, í ein- hverri geðveiki.“ Ætlaði aldrei að prófa aftur Bjarney Lára var föst í þessum hræði- lega hugarheimi sínum, keyrðum áfram af hinu ógnarsterka ofskynj- unarlyfi í bland við svefnleysi og krossmengun af öðrum vímuefnum í hátt í átta klukkustundir til viðbótar á sjúkrahúsinu. Hún rifjar upp að atvikið með fjórmenningunum hafi ratað á forsíðu eins dagblaðanna. Þar sem reyndar var rangt farið með og ástand þeirra sagt mega rekja til neyslu á MDMA, en ekki LSD. En þrátt fyrir þessa hræðilegu lífsreynslu þá viðurkennir Bjarney að hafa álpast til að prófa LSD á ný, mörgum árum síðar. Þó eftir að hafa gengið úr skugga um að blandan væri ekki jafn sterk og sú þrídýfða. „Ég ætlaði mér aldrei aftur að gera það. Það var mjög sérstakt þegar við vöknuðum öll fjögur upp á sama tíma þarna á sjúkrahúsinu, öll mjög skýr í kollinum, litum hvert á annað og sögðum „Þetta gerum við ekki aftur.“ En ég viðurkenni að ég álpaðist til að prófa aftur. Það var miklu vægara.“ Stórhættulegt Bjarney, sem kveðst í dag vera á góðum stað, búin að vera edrú í sjö mánuði og líður vel, segir þó að hún mæli ekki með notkun LSD við nokkurn mann. Hún hafi heyrt af þeirri LSD-tískubylgju sem sé í gangi á Íslandi í dag. „Það eru komnar ýmsar útgáfur, þetta er komið í töfluform og hvaðeina. En maður veit aldrei hvernig þetta er, hvort þetta sé rosa- lega sterkt þegar þessu er dreift eins og Smarties.“ Deildar meiningar eru um hvort hið meinta „sýru flashback“ eða endurupplifun á áhrifum LSD sé raun- verulegt ástand og geti yfir höfuð kom- ið fram, jafnvel mörgum árum eftir neyslu efnisins. Aðspurð segist Bjarney ekki hafa lent í slíku „flassbakki“. „Samt sem áður er þetta stór- hættulegt. Ég mæli ekki með þessu. Því maður veit aldrei hvað er í þessu. Ég vissi ekki að þetta væri þrisvar sinnum sterkari sýra en ég hafði próf- að áður. Hefði ég vitað það hefði ég ábyggilega hugsað mig tvisvar um.“ n nefndinni kvæmdastjóri á skrifstofu seðla- bankastjóra og alþjóðasamskipta hjá Seðlabankanum, tók við sem utanríkisráðherra fyrr í þessum mánuði hafði hún unnið náið síð- ustu mánuði með þröngum hópi starfsmanna Seðlabankans og fjár- málaráðuneytisins við undirbún- ing aflandskrónuútboðsins. n hordur@dv.is E kkert fékkst upp í lýstar kröfur í þrotabú athafnakonunn- ar og alheimsfegurðardrottn- ingarinnar fyrrverandi, Lindu Pétursdóttur. Linda var úrskurðuð gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjaness þann 12. nóvember síðastliðinn og lauk skiptum á þrotabúi henn- ar þann 4. apríl síðastliðinn sam- kvæmt tilkynningu í Lögbirtinga- blaðinu. Lýstar kröfur námu ríflega 56 milljónum króna en fram kemur í tilkynningunni að engar eignir hafi fundist í búinu og skiptum því lokið án þess að greiðsla fengist upp í kröf- urnar. Árið 2015 var mikið umróta- ár hjá Lindu því fyrir persónu- legt gjaldþrot hennar hafði líkamsræktarstöð hennar, Bað- húsið, einnig orðið gjald- þrota. Skiptum á búi stöðv- arinnar lauk í ágúst í fyrra þar sem ekkert fékkst upp í 181 milljónar króna kröfur. Linda hafði tjáð sig um þrot fyrirtækisins og lýst því yfir að rekstrargrundvellinum hefði verið kippt undan Bað- húsinu þar sem loforð um af- hendingartíma nýs og glæsi- legs húsnæðis stöðvarinnar hefðu verið svikin. Forstjóri Regins fasteigna félags hafnaði ásökunum Lindu og sagði að leigu- samningi við Baðhúsið hefði verið rift vegna vanefnda. Linda hafði rekið Baðhúsið í 21 ár þegar það fór í þrot. n mikael@dv.is Engar eignir í þrotabúi Lindu P 56 milljóna gjaldþrot athafnakonunnar Sakleysisleg sýra LSD er jafnan neytt með því að gleypa, eða geyma undir tungunni, pappa sem þennan sem dýft hefur verið í LSD vökva. Birtingarform LSD eru þó fleiri. Samkvæmt verðkönnun SÁÁ í fyrra kostaði einn skammtur af LSD 3.000 krónur að meðaltali. Mynd WikiMedia

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.