Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2016, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2016, Blaðsíða 28
Vikublað 26.–28. apríl 201620 Lífsstíll Leður, Latex og Losti í amsterdam n stærsta blætisball í evrópu fór fram í amsterdam á dögunum n dV var á staðnum og lýsir því sem fyrir augu bar n Flengingar, munnmök og hópkynlíf W asteland er risastórt blætisball (fetish-partí) sem haldið er tvisvar á ári í Amsterdam. Þar koma saman 3.000– 4.000 perrar, dansa, drekka, daðra, stunda BDSM-leiki og jafnvel venju- legt kynlíf eina kvöldstund. Blaðakona DV hafði spurnir af viðburði þessum í heimsókn hjá vin- konu sem búsett er í borg syndanna, Amsterdam. Henni þótti með öllu ótækt að ég hefði aldrei mætt, enda væri um að ræða stærsta blætis- ball í allri Evrópu. Auðvitað ákvað ég að skella mér strax og færi gafst og líta inn í lostafenginn latexheim þar sem fólk kastar frá sér áhyggjum og klæðnaði hversdagsins og leyfir órunum að taka yfir. Bart á bílnum Bart kemur og sækir blaðamann. Hann er mjög hollenskur í útliti, hávaxinn, ljóshærður með krullur. Hann er fasteignabraskari, nýlega skilinn því konan hans var ekki sam- mála þeim lífsstíl sem hann vildi til- einka sér. „Mér finnst gaman að fara í stór danspartí, og reyni að gera það alla vega tvisvar í mánuði. Ég fæ mér líka ecstasy einu sinni í viku, hún fílar hvorugt. Svo vil ég eiga kærustur, eða hitta þær konur sem mig langar til hverju sinni. Hún var alls ekki til í opið samband.“ Já, misjafnt er mannanna bölið, hugsa ég, og spyr hann hvort hann sakni stundum fjölskyldulífs- ins. „Jú, reyndar geri ég það,“ segir Bart, og rennir flíspeysunni niður, „auðvitað var notalegt að hafa fjölskyldu og stöðugleika, en hitt er bara of mikilvægt fyr- ir mig.“ Hann segir mér að eiginkonan hafi ekki verið hið minnsta ævintýra- gjörn í kynlífi: „Við stunduðum ágætis kynlíf, en allt var afar venjulegt. Ég nýt mín betur núna þegar ég fæ að stunda fetish-partí og klúbba, og hleypa út drottnaranum innra með mér.“ Bart er 49 ára. Grár fiðringur? Kannski. Leður og jólakjóll Við keyrum á staðinn sem er í verk- smiðjuhverfi í útjaðri borgarinn- ar. Bart er ennþá í flíspeysu og kakí buxum en hefur tekið leður- buxur með sér í poka. „Þetta er ein- falt fyrir mig. Ég fer bara í leðrið og það dugar.“ Blaðakona er í gegn- sæjum blúndukjól sem hún notaði tvenn síðustu jól, en að þessu sinni hefur hún látið hjá líða að klæða sig í undirkjólinn sem hingað til hefur verið notaður með honum. Í stað þess er hún í ósköp látlausum svört- um nærfötum og sokkaböndum undir, og með fallegt fjaðraskraut um hálsinn. Dálítið eins og vonda stjúpa Mjallhvítar. Gleymdi einhver pungbindinu? Utandyra loga eldar og rauður bjarmi lýsir upp iðnaðarhúsnæðið, sem gæti allt eins verið á Völlun- um í Hafnarfirði. Við göngum inn í fortjald og förum í röð, sem minn- ir helst á öryggisleitina á Leifs- stöð. Leitað er í töskum og sýnileg eitur lyf gerð upptæk. Ég kemst inn án vandkvæða. Næst göngum við inn í sal þar sem hugguleg tónlist ómar frá plötusnúði sem hefur stillt sér upp við hliðina á sölubás þar sem hægt er að kaupa ýmiss kon- ar klæði. Svona ef einhver skyldi hafa gleymt pungbindinu heima, eða vanti skyndilega písk til að flengja einhvern ódælan gest. Við kaupum okkur aðgang að læstum skápum þar sem fjöldinn allur af „blætlum“ er að leggja lokahönd á klæðnað kvöldsins. Sumir eru naktir að bera á sig olíu eða jafnvel glimmer, aðrir fá hjálp til að reima á sig leðurbrynju eða korsett. Eftir- væntingin er nánast áþreifanleg. Dyratíkurnar ströngu Klæðnaður er lykilatriði á Wasteland. Á heimasíðu við- burðarins er lögð áhersla á að fólk klæðist því sem flokkast getur undir blætisbúninga (fetish-klæðn- að). Undir það fellur leður, plast, latex, burlesque, goth, einkennis- búningar, keðjur, kaðlar, dýra- búningar, klæðskipti og að sjálf- sögðu nekt. Dyravarsla er ströng, og í höndum svokallaðra dyratíka Tveir fyrir einn Krúnurakaðir og skeggjaðir, vöðvastæltir og vel klæddir. Þessir tveir lögðu mikið í búningana og áttu miklum vinsældum að fagna. MynDir Mieke JacoBs ragnheiður eiríksdóttir ragga@dv.is Látlaust Hún byrjaði kvöldið í háum skóm, en var komin í þægilega gírinn þarna. Latexmaður og leðurkona Hann var klæddur eins og frönsk þjónustustúlka, hún hörkuleg í leðri. sætur rass! Þessi ákvað að sýna rassinn, sumir gengu lengra og voru hreinlega allsberir. Voffi Nokkrir blætishundar voru á staðnum. Þessi kraup yfirleitt við fætur „eiganda“ síns. Hlýðinn hundur!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.