Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2016, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2016, Blaðsíða 12
Vikublað 26.–28. apríl 201612 Fréttir Athyglisvert er að skoða að hið sama á við um staðinn sem er í öðru sæti, Restó, sem hjónin Jóhann Helgi Jó- hannesson og Ragnheiður Helen Eð- varðsdóttir reka af ástríðu og myndar- brag. „Hvað mig varðar þá gæti ég ekki gert þetta öðruvísi og ég fagna því að verið sé að opna fleiri slíka staði, að eigendurnir séu á gólfinu og í eldhúsinu. Ég fór í framhaldsnám til Ítalíu og þar er þessi hugmyndafræði við lýði, fjölskyldustaðir og maturinn úr fersku hráefni úr nærliggjandi um- hverfi. Þar sótti ég mikinn innblástur og langaði til að gera það sama hér- lendis,“ segir Friðrik. Eins og Björgvin Halldórs Hugmyndafræðin lá fyrir og úr varð að Friðrik og Arnrún opnuðu veitingastaðinn Friðrik V á Akur- eyri fyrir fimmtán árum. Friðrik var í eldhúsinu og Arnrún að þjónusta gesti. „Þrátt fyrir að nafnið mitt sé á staðnum þá er ég í rauninni eins og trommari á bak við sem heldur takti. Adda sér um upplifun gesta, tekur á móti þeim, stjanar við þá og kveður þá eftir máltíðina. Hún heldur um allan pakkann og ég gæti ekki staðið í þessu án hennar,“ segir Friðrik. Fastir matseðlar samrýmast ekki hugmyndafræði þeirra hjóna. Eldað skal úr því sem er í boði hverju sinni og íslenskt skal allt vera. „Það væri voðalega töff að segja að ég væri að springa úr frumlegum hugmyndum. Það er aftur á móti kannski ekki alveg satt. Ég elda úr því sem er ferskt hverju sinni og er kominn með mikla reynslu í því. Ég er í rauninni eins og Björgvin Halldórs, ég þarf ekki að vera með mörg lög en ég kann þau bara afskaplega vel,“ segir Friðrik og skellihlær. Verðlaunin borguðu ekki reikningana Fyrir norðan einbeittu þau hjónin sér að hráefni sem fékkst úr Eyja- firði og nærsveitum. „Það gekk að mörgu leyti vel. Við fengum mikið af verðlaunum og viðurkenningum en það borgaði ekki reikningana,“ segir Friðrik. Efnahagshrunið gerði út um reksturinn og svo fór að þau hjónin ákváðu að loka veitingastaðnum en aðeins um skamma hríð. Friðrik tók að sér verkefni fyrir Icelandair þar sem að hann ferðaðist milli Eddu- hótelanna og aðstoðaði matreiðslu- menn á hverju hóteli við að byggja upp matseðla úr íslensku hráefni frá nærliggjandi sveitum. Það reyndist vera mikið gæfuspor. „Ég keyrði sex sinnum hringinn í kringum landið og kynntist ótrúlega miklum fjölda af bændum, veiðimönnum og minni framleiðendum um land allt. Ég bý enn að þessu tengslaneti í dag varð- andi leitina að hráefni,“ segir Friðrik. Lífsstíll, ekki viðskipti Árið 2012 ákváðu hjónin síðan að opna Friðrik V í Reykjavík. Þó að þeim hafi liðið vel fyrir norðan þá viðurkennir Friðrik að það sé auð- veldara að reka veitingastað í höfuð- borginni. „Það eru fleiri viðskipta- vinir og auk þess getum við haft allt landið undir varðandi hráefni. Allt hráefni er á leið til Reykjavíkur,“ segir hann. Staðurinn er lítill, að- eins 32 borð, auk þess sem hann er einsetinn sem er sjaldgæft hér- lendis. Máltíðin á að taka langan tíma og hver viðskiptavinur á að fá að njóta sín. „Helsti galli veitinga- manna er kannski sá að þeir eru að flýta sér of mikið,“ segir Friðrik. Að hans sögn eru það algjör forréttindi að fá að reka veitingastað eftir sínu eigin höfði. „Þetta er lífsstíll en ekki viðskipti. Við hjónin unnum oft 15– 16 tíma á dag og í því ljósi eru laun- in kannski ekki há. Hins vegar höfum við gaman af þessu þó að stundum sé þetta ekki auðvelt.“ Ferðamannastraumurinn er Friðriki hugleikinn, kostir hans og gallar. „Það hefur búið til mikla gerj- un og gefið veitingamönnum með góðar hugmyndir frelsi til að gera eitthvað skemmtilegt. Innlendir áhugamenn um góðan mat njóta síðan góðs af því. Ég lærði á Hótel Holt í kringum 1990 og á sumrin fór ég út á land að elda fyrir rútutúrista. Það hefur margt breyst síðan þá,“ segir hann kíminn. Illa undirbúnir ferðamenn Að mati Friðriks eru ekki bara jákvæð teikn á lofti. „Það er kominn ákveðin vídeóleigu- eða refabúastemming í gang. Það á að hleypa eins mörg- um inn og mögulegt er og síðan á að græða hratt og mikið. Ég myndi vilja að ferðamálastefnan hérlendis væri eins og á Friðriki V. Við erum bara með 32 borð og bókum þau fyrir við- skiptavini sem vilja greiða fyrir það. Hinir verða bara að koma síðar. Við þurfum að finna út hvað Ísland get- ur tekið við mörgum ferðamönnum á ári,“ segir Friðrik. Að hans sögn er að verða mikil breyting á því hvaða tegund ferða- manna kemur hingað til lands. „Áður fyrr komu ferðamenn sem voru afar vel undirbúnir fyrir hvað var í vændum hérlendis. Þeir þekktu verðlagið og hvað þeir ætluðu að skoða og sjá. Fátt kom þeim á óvart, þetta var ferðin með stóru F-i. Í dag eru margir að stökkva hingað á lág- um fargjöldum og vita lítið við hverju þeir eigi að búast og verðlagið kemur þeim í opna skjöldu. Ég er ekki viss um að það sé jákvætt,“ segir hann. Sorglegt að sjá vísanir í þorramat Friðrik er harðorður þegar kemur að ímyndavinnu varðandi íslenskan mat. „Ég veit ekki hvort þessum að- ilum þyki þetta fyndið eða hvað en mér finnst afar sorglegt þegar öll umfjöllun um íslenskan mat snýst um þorramat og hákarl. Tveir heimsfrægir matreiðslumenn hafa borðað íslenskan hákarl í vinsælum sjónvarpsþáttum og gubbað. Er það góð auglýsing? Íslenskur matur er ekki eitthvað sem afi þinn varð að borða fyrir tvö hundruð árum þegar hann var að drepast úr hungri. Við eigum í dag stórkostlegt hráefni, kjöt, sjávarfang og grænmeti. Það er íslenskur matur,“ segir Friðrik af sannfæringu. n „Þetta er lífsstíll en ekki viðskipti. Við hjónin unnum oft 15–16 tíma á dag og í því ljósi eru launin kannski ekki há. Stáltech ehf. - tunguhálSi 10, Reykjavík - S: 5172322 CNC renniverkstæði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.