Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2016, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2016, Blaðsíða 22
Vikublað 26.–28. apríl 20166 Heitir pottar og gufuböð - Kynningarblað Heitir pottar í sérflokki og val um kröftugt vatnsnudd Á. Óskarsson: Sömu vatnsdælur knýja pottanuddið og notaðar eru á sundstöðum Á Óskarsson ehf. hefur sér- stöðu meðal þeirra sem selja heita potta hér á landi þar sem fyrir tækið þjónar sund- laugum landsins með dælur og ýmsan búnað. Fyrirtækið er einnig hið eina á Íslandi sem sérhæfir sig í byggingu sundlauga og uppsetn- ingu hreinsikerfa. Um allt land er að finna sundlaugar, vatnsrennibraut- ir og annan sundlaugatengdan bún- að og leiktæki frá Á. Óskarssyni og síðastliðið haust afhenti fyrirtæk- ið Færeyingum sína fyrstu 50 metra sundlaug. Það er áhugavert fyrir þá sem leggja mikið upp úr góðu vatns- nuddi að vatnsdælur sem knýja nudd í heitum pottum frá Á. Óskarssyni eru sömu gerðar og vatnsdælur sem knýja nuddið á opinberum sund- stöðum víða um landið. Kaupendur heitra potta frá Á. Óskarssyni sem vilja nudd geta því gengið að kraft- miklu og framúrskarandi vatnsnuddi vísu í sínum pottum. Á. Óskarsson hefur hátt í 40 ára reynslu í sölu á heitum pottum og er fyrirtækið því að öllum líkindum með þeim reynslumestu á þessu sviði hér á landi. Fyrirtækið býður upp á potta í hæsta gæðaflokki, með eða án nudds, fyrir heimili og sum- arbústaði. Einnig býður Á. Óskars- son upp á potta í nokkrum stærðum og gerðum fyrir almenningslaugar, líkamsræktarstöðvar, hótel og ferða- þjónustuaðila. Fyrirtækið selur enn fremur lagnaefni, stúta, niðurföll, ristar og annað sem þarf fyrir hita- veituskeljar og steypta potta. Krafla er ein vinsælasta pottaskelin sem Á. Óskarsson býður upp á. Hún er rúmgóð og glæsi- leg í alla staði og fáanleg í bláum eða grænum yrjóttum lit. Hönnun pottsins er einstaklega vel heppnuð og eru sætin afliggjandi og vel löguð þannig að þægilegt er að sitja í þeim og láta líða úr sér. Þessi pottur hent- ar vel fyrir heimilið, sumarbústað- inn og ferðaþjónustuaðila. Annar stórglæsilegur pottur er Askja sem er hringlaga með yfir- fallsrennu. Hann rúmar allt að sex fullorðna og, eins og aðra potta, er hægt að fá hann með kröftugu vatnsnuddi líkt og sundlaugargestir á Íslandi eiga að venjast. Enn fremur er hægt að fá pottinn með loftnuddi og hann er fáanlegur með hand- riðum úr ryðfríu stáli. Askja hentar vel fyrir hótel, ferðaþjónustuaðila, líkams ræktarstöðvar og sundstaði. Pottaskeljarnar frá Á. Óskarssyni eru sjálfberandi og sérstaklega þykkar og sterkbyggðar. Þær eru framleiddar úr trefja- og akrýlplasti en það efni veitir pottum besta gæðastimpilinn því það hvorki upp- litast né rispast auðveldlega og það verður hvorki lint né stamt við hita- breytingar. Að auki hrindir það frá sér óhreinindum og auðveldar því þrif í alla staði. Hægt er að lesa meira um heita potta frá Á. Óskarssyni á heimasíð- unni www.oskarsson.is Á. Óskarsson ehf. er til húsa að Þverholti 8 í Mosfellsbæ og þangað er tilvalið að koma til að skoða pott- ana og fá góð ráð. Opið er virka daga frá kl. 9 til 12 og 13 til 17. n Sími: 566-6600 Heimasíða: www.oskarsson.is Netfang: oskarsson@oskarsson.is Skemmtilegar vatnsrennibrautir við sundlaugina á Hellu frá Á. Óskarssyni. Á. Óskarsson býður upp á kraftmikið nudd líkt og býðst í mörgum almenningslaugum. Pottaskelin Krafla er glæsileg og fáanleg í tveimur litum Á. Óskarsson afhenti Færeyingum sína fyrstu 50 m sund- laug haustið 2015 Borg í Grímsnesi skartar 25 m sundlaug, vaðlaug, heitum pott- um og vatnsrennibraut frá Á. Óskarssyni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.