Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2016, Blaðsíða 30
22 Menning Vikublað 26.–28. apríl 2016
Traust fasteignaviðskipti
og persónuleg þjónusta
- þinn lykill að nýju heimili
414 6600 | nyttheimili.is
FRÍTT
SÖLUMAT
Reynir Eringsson
820 2145
Skúli Sigurðarsson
898 7209
Guðjón Guðmundsson
899 2694
Fasteignasala
Leigumiðlun
n Bandaríski popptónlistarmað
urinn Prince lést á heimili sínu
í Minnesota á
föstudag, 57 ára
að aldri. Ekki
hefur verið
greint frá
banameini
hans. Prince
seldi meira en
hundrað millj
ónir platna á ferlinum og vakti
athygli jafnt fyrir sérlundaða
hætti sem einstaka tónlistar
hæfileika. Í tónlist sinni bland
aði hann saman fönki, djassi og
rokki í magnaðan poppkokteil.
Á hátindi ferilsins á níunda ára
tugnum gaf hann út plöturn
ar Dirty Mind, 1999 og Sign O‘
The Times auk þess að leika í
myndinni Purple Rain.
n Tónlistarhátíðin Secret Sol
stice hefur afboðað komu
„guðföður hiphopsins“ Afrika
Bambaataa vegna
ásakana um
kynferðis
ofbeldi. Af
rika, sem
heitir réttu
nafni Kevin
Donovan, var
einn fyrsti plötu
snúðurinn til að búa til
hiphop takta snemma á níunda
áratugnum. Fyrir rúmri viku
stigu fjórir karlmenn fram og
sögðu hann hafa áreitt þá kyn
ferðislega þegar þeir voru ung
lingar. Afrika neitar sök.
n Á laugardag fóru fram mikil
hátíðahöld og fjölbreyttir við
burðir víða um heim þegar 400
ára dánarafmæli mesta leikskálds
allra tíma, Williams Shakespeare,
var minnst. Rás 1 fagnaði ártíð
inni með örhljóðverkakeppn
inni Shakespeare á 5 mínút
um. Sigurvegari keppninnar var
Árni Friðriksson, sem skrifaði
nýjan leikþátt byggðan á sögu
ljóði Shakespeares „The Rape of
Lucrece.“
Úr listheiminum
D
ægurtónlist er ekki einungis
afþreying heldur hreyfiafl,
ekki bara tjáning á andlegu
ástandi einstaklinga heldur
mótandi kraftur í þjóðlífinu.
Þetta er óvíða jafn augljóst og á Ís
landi, þar sem staða landsins í samfé
lagi þjóðanna, ímynd og sjálfsmynd,
hefur að miklu leyti verið mótuð af
popptónlistarfólki.
Á sama tíma og popptónlist hefur
nánast birst eins og sjálfsprottið afl í
grasrótinni hefur lítil fræðileg grein
ing farið fram. En kannski er þetta
að breytast. Um síðustu helgi lauk
einstakri þáttaröð um sögu íslenskrar
popptónlistar á RÚV og á sama tíma
fór fram fyrsta íslenska ráðstefnan þar
sem rætt var um dægurtónlistarfræði.
Poppsagan ryður brautina
Fram eftir 20. öldinni var dægur
tónlist fyrst og fremst álitin léttvæg
afþreying og lítið skrifað um hana
nema þá helst í formi tilkynninga og
umfjöllunar í dagblöðum. Fyrsta bók
in sem rakti sögu popp og rokktón
listar á Íslandi frá upphafi kom ekki út
fyrr en um aldamótin og um helgina
lauk svo fyrstu sjónvarpsþáttaröðinni
um efnið, löngu tímabærri tólf þátta
röð á RÚV um popp og rokksögu Ís
lands.
Þættirnir eru gerðir af heimilda
myndateyminu Markell Productions
(Örn Marinó Arnarson og Þorkell
Harðarson) og Dr. Gunna, en þættirn
ir byggja einmitt á bókum hans um
sögu dægurtónlistar á Íslandi: Eru
ekki allir í stuði? og Stuð vors lands!
Það er ekki laust við að maður hafi
fyllst tómleikatilfinningu eftir að síð
asta þættinum lauk, en þessir frábæru
þættir sýna þróun íslenskrar dægur
tónlistar frá harmonikum, í gegnum
bítl og sveitaböll til alþjóðlegra stór
sigra íslenskra tónlistarmanna.
Þættirnir er ekki aðeins vel unnir,
áhugaverðir og skemmtilegir heldur
eru þeir, eins og bækurnar, brautryðj
andaverk í popprannsóknum, grunn
vinna sem verður hægt að byggja á í
allri tónlistarumfjöllun og ítarvinnu
dægurtónlistarfræðinga í framtíð
inni. Þetta er línulega stórsagan sem
verður svo hægt að ögra og gagnrýna,
stoppa í og bæta í kjölfarið.
Þættirnir forðuðust að greina eða
túlka þróunina um of eða setja sam
hengi við samfélagslegar, tæknilegar
og hugmyndafræðilegar breytingar,
en voru að mestu byggðir á fyrstu
handar frásögnum þátttakenda.
Rappið „tekur yfir“
Það var vel til fundið hjá Stöð 2
að láta fyrsta þáttinn í nýrri þáttaröð
um rappsenuna á Íslandi í dag fylgja
beint í kjölfar lokaþáttar Poppog
rokksögunnar – sem náði skiljanlega
ekki nema rétt að snerta á rappinu.
Tilgangur þáttanna Rapp í Reykja
vík er auðvitað allt annar en einhvers
konar hlutlæg frásögn af sögu og þró
un, heldur er einfaldlega verið að taka
púlsinn á og skrásetja tónlistarsenu
sem er sérstaklega frjó og gróskumik
il um þessar mundir. Eins og nafnið
gefur til kynna sver rappþáttaröð
þeirra Gauks Úlfarssonar og Dóra
DNA sig í ætt við „senutékk“ fyrri ára:
Rokk í Reykjavík (1982), Nýrokk í
Reykjavík (sem var tekin upp 1994 en
hefur varla birst fyrr en hún poppaði
upp á YouTube um daginn), og Popp í
Reykjavík (1998).
Þátturinn er létt
ari og líflegri en
fyrri Reykjavíkur
myndirnar og
er vafalaust efni
sem poppdoktor
ar framtíðarinnar
munu nýta sér.
Fréttablað
ið birti forsíðu
umfjöllun um
íslensku rapp
senuna á laugar
degi í tilefni
þáttanna, und
ir fyrir sögninni
„Rappið tekur yfir.“
Sú samantekt var
ágæt fyrir sitt leyti,
þokkaleg auglýs
ing en bætti litlu við aðra
svipaða umfjöllun sem
hefur áður birst – með
al annars forsíðuumfjöll
un Reykjavík Grapevine í september
2014 sem birtist undir fyrirsögninni:
„Icelandic HipHop is breakin.“
Í Helgarútgáfunni á Rás 2 á sunnu
dagsmorgun var kersknislega spurt
hvort það hljóti ekki að vera dánar
tilkynning senu, merki um að hún sé
að missa kúlið, þegar stærsta dagblað
landsins birtir forsíðuumfjöllun um
hana. Verður Rapp í Reykjavík sami
legsteinn á rappsenuna og Rokk í
Reykjavík var fyrir pönksenuna – sem
allir virðast sammála um að hafi liðið
undir lok um það leyti sem mynd
Friðriks Þórs Friðrikssonar kom út?
Ekki bara náttúrunni að þakka
Gróðurmold slíkra tónlistarsena,
uppgangur þeirra og dauði, var eitt
aðalumfjöllunarefnið á öðrum mikil
vægum poppfræðilegum viðburði
sem einnig átti sér stað um síðustu
helgi, þegar fyrsta íslenska ráðstefnan
um dægurtónlistarfræði var haldin í
Háskóla Íslands og Listaháskólanum.
Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar
var dr. Nick Prior, dægurtónlistar
fræðingur við Háskólann í Edinborg. Í
fyrirlestri sínum talaði Prior um hvað
hugtakið „sena“ væri í raun óskýrt
og oft á tíðum ruglandi. Þetta sagði
hann meðal annars hafa í för með sér
að útskýringar á listrænni grósku og
frjósemi tiltekinnar senu yrðu oftar
en ekki grunnhyggnar og yfirborðs
legar, endurteknar klisjur um að rign
ingin í Manchester eða mikilfengleg
náttúra Íslands út
skýri líflega tónlist
arsenu á þessum
stöðum. Þetta sagði
hann ekki standast
skoðun.
Prior lagði
áherslu á að fjöl
margir ólíkir þætt
ir spiluðu saman
á hverjum stað en
lagði fram kenn
ingu um að þrjá
grundvallarþætti
mætti oftar en ekki
nota til að skilja
virkni sena: rým
ið sem senan
er staðsett í,
þau félagslegu
tengsl sem
hún byggist
á og skap
ar, og þeim
dreifingar og
boðskiptaleiðum sem hún býr yfir
og mótar sér. Með áherslu á þessa
þrjá þætti hefur Prior meðal annars
greint íslenska tónlistarsenu, í grein
sem nefnist „It‘s a social, not a nature
thing.“
Eins og nafnið gefur til kynna
grefur greinin undan þeirri kenn
ingu að nágrenni við náttúruna sé
helsti áhrifavaldur í tónlistarsköpun
inni. Þar er þvert á móti sett fram sú
kenning að áþreifanlegt borgarrým
ið hafi haft afgerandi áhrif á virkni ís
lensks tónlistarlífs, hinn samþjapp
aði miðbæjarkjarni með endalausa
möguleika á tilviljanakenndum
mannamótum á milli tónleikastaða,
bara, plötubúða og æfingahúsnæð
is, gæti hafa leikið stórt hlutverk í
viðhaldi gróskumikillar tónlistar
sköpunar á Íslandi í gegnum árin.
Reykjavík væri ekki bara umhverfið
heldur í raun mikilvægur gerandi í
tónlistarlífinu.
Prior lagði einnig áherslu á
mikilvægi tónlistariðkunar í því að
tengja saman fólk. Honum virð
ist sambönd tónlistarfólks á Íslandi
myndast fyrr en á flestum öðrum
stöðum, jafnvel allt niður í leikskóla.
Hann segir enn fremur að tónlistin
sé ekki bara tjáning á vinskap heldur
Talað um tónlist
n Góð helgi fyrir tónlistarnörda n Popp- og rokksaga n Rapp í Reykjavík n Ráðstefna um dægurtónlistarfræði
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
„Þættirnir er
ekki aðeins vel
unnir, áhugaverðir og
skemmtilegir heldur eru
þeir, eins og bækurnar,
brautryðjandaverk í
popprannsóknum.
Einstök þáttaröð Íslensk popp- og rokksaga er fróðlegt og skemmtilegt brautryðjenda-
verk í sagnfræði dægurtónlistar.
Rapp í Reykjavík Gísli Pálmi er
einn þeirra rappara sem bregður
fyrir í nýrri þáttaröð Stöðvar 2 um
rappsenuna í Reykjavík.
Mynd ÞoRMaR ViGniR GunnaRsson