Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2016, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2016, Blaðsíða 32
24 Menning Vikublað 26.–28. apríl 2016 Sjálfstætt starfandi apótek í Glæsibæ Opnunartími: Virka daga frá kl. 8.30-18.00 Laugardaga frá kl. 10.00-14.00 Okkar markmið er að veita þér og þínum framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf Fylgist með okkur á Facebook.com/Lyfsalinn Uppakomur • Leikir • Tilboð 515 7900 | alskil@alskil.is | alskil.is E gill Sæbjörnsson, Gjörninga- klúbburinn og Margrét Blön- dal eiga möguleika á að verða valin til þátttöku fyrir hönd Íslands á 57. Feneyjatvíær- ingnum sem fer fram á næsta ári. Þau hafa verið valin til að vinna að nánari útfærslu á tillögum sínum um framlag til tvíæringsins í sam- starfi við sýningarstjóra. 29 tillögur frá listamönnum og sýningarstjórum bárust Kynn- ingarmiðstöð íslenskrar myndlist- ar í vor, en þetta er í annað skipti sem kallað var eftir tillögum frá listamönnunum og sýningarstjór- unum sjálfum. Fagráð fór í kjölfar- ið yfir allar tillögurnar og hefur nú valið þrjá umsækjendur sem munu á næstu sex vikum vinna að nánari útfærslu verk efnanna fyrir lokavalið sem verður kynnt í byrjun júní. Þau munu fá 250 þúsund krónur hvert til að vinna áfram að verkefninu og koma því á framkvæmdastig sem mun svo hefjast um leið og lokaval hefur átt sér stað. Egill Sæbjörnsson mun vinna með sýningarstjóranum Stephanie Böttcher að tillögu sinni, Gjörninga- klúbburinn, sem er skipaður Eirúnu Sigurðardóttur, Jóní Jónsdóttur og Sigrúnu Hrólfsdóttur, vinnur með sýningarstjórunum Nadim Samman og Önju Henckel, þá mun Margrét Blöndal vinna með sýningarstjóran- um Alfredo Cramerotti. Fagráð KÍM sem valdi tillögurnar er skipað Björgu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra KÍM, Hlyni Hallssyni, safnstjóra Listasafnsins á Akureyri, og Sirru Sigrúnu Sigurðar- dóttur listamanni. Gestir nefndar- innar voru Aðalheiður Guðmunds- dóttir, listheimspekingur og fagstjóri fræðigreina í myndlistadeild Lista- háskóla Íslands, og Ólafur Ólafsson myndlistarmaður. n Egill, Margrét eða Gjörninga- klúbburinn fara til Feneyja B rynja Cortes Andrésdóttir hlaut um helgina Íslensku þýðingaverðlaunin 2015 fyrir snörun skáldsögunnar Ef að vetrarnóttu ferðalangur eftir Italo Calvino úr ítölsku yfir á íslensku. Bókin kom fyrst út árið 1979 en það er bókaforlagið Ugla sem gefur ís- lensku þýðinguna út. Í rökstuðningi sínum sagði dóm- nefndin: „Ef að vetrarnóttu ferða- langur er póstmódernískt ævin- týri þar sem Italo Calvino leikur sér með lesandann og gerir hann að hetju í bók sem fjallar um lestur bóka, sem er skáldskapur um skáldskapinn. Þýðing Brynju Cortes Andrés dóttur er leikandi og ljóðræn og skilar afbragðsvel tærum og lifandi stíl Calvino.“ Auk Brynju voru til- nefnd til verðlaunanna þau Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson fyrir Nýsnævi – safn ljóðaþýðinga eftir 15 höf- unda, Ásdís R. Magnúsdóttir fyrir Rangan og réttan – þrjú ritgerðar- söfn eftir Albert Camus, Jón Hallur Stefánsson fyrir skáld- söguna Spámennina frá Botnleysufirði eftir Kim Leine og Silja Aðalsteinsdóttir fyrir Grimms- ævintýrin, í útgáfu og endursögn Phillips Pullman. n Brynja Cortes hlaut þýðingaverðlaunin Leikandi og ljóðræn þýðing á skáldsögu Italo Calvino Verðlaunuð Brynja Cortes tekur við íslensku þýðinga- verðlaununum 2015. Barnabókaverð- laun Reykja- víkur veitt Ragnhildur Hólmgeirsdóttir, Salka Guðmundsdóttir og Linda Ólafsdóttir hljóta Barnabókaverðlaun Reykjavíkur 2016, en verðlaunin voru veitt í fyrsta skipti í Höfða síðasta dag vetrar. Ragnhildur hlaut verðlaunin fyrir Koparborgina, sem var valin besta frumsamda íslenska barnabókin, Salka hlaut verðlaunin fyrir bestu þýðingu á barnabók yfir á íslensku, en hún þýddi bækurnar Skuggahliðin og Villta hliðin eftir breska höfundinn Sally Green. Þá hlaut Linda verðlaunin fyrir myndskreytingu sína á bókinni Ugla og Fóa og maðurinn sem fór í hundana eftir Ólaf Hauk Símonarson. Fagráð velur úr 29 tillögum að framlagi til Feneyjatvíæringsins 2017 Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Egill Sæbjörnsson Margrét H Blöndal Gjörningaklúbburinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.