Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Blaðsíða 16
Helgarblað 6.–9. maí 201616 Fólk Viðtal YOUR BEST CHOICE IN COLOR. HANNAH IS WEARING SHADE N° 3-65 PALETTE DELUXE NOW WITH LUXURIOUS OLEO-GOLD ELIXIR. TURN COLOR INTO A LUXURY. FOR UP TO 30% MORE SHINE.* EUROPE'S NO. 1 NEW P ólitíkin á mikinn þátt í land- flóttanum. Margir tala um þetta hér, að á Íslandi ríki stefnuleysi og langvarandi óreiða í það minnsta frá hruni. Tjónið á mannauði Íslendinga má telja í tugum milljarða. Ég finn þetta á ferðalögum, hvort sem það er í Noregi, Sviss eða Kaupmannahöfn. Forsætis- ráðherra og forseti hafa laskast í al- þjóðlegum fjölmiðlum, sjálfsmynd okkar er beygluð og mér þætti mjög forvitnilegt að vita hvernig atkvæði brottfluttra Íslendinga myndu falla.“ Ætlar þú að leggja áherslu á að ná til þessa fólks, Íslendinga sem eru bú­ settir erlendis? „Mér finnst mikilvægt að hitta fólkið sem horfir á okkur utan frá og hugsa hvernig Ísland getur haldið í sinn mannauð og hvernig við löðum fólk aftur heim. Stór hluti hefur samt ekki kosningarétt. Þeir sem hafa dval- ið lengur en 8 ár erlendis þurftu að kæra sig inn á kjörskrá fyrir 1. desem- ber í fyrra. Það verður fundur með Íslending- um í París á föstudag í næstu viku því ég er tilnefndur til helstu vísinda- skáldsagnaverðlauna Frakklands, Grand Prix de l'Imaginarie, fyrir LoveStar. Á sunnudeginum kemur í ljós hvort ég hlýt þau verðlaun.“ Sendiherrann í París var nú orð­ aður við forsetaframboð, en nú er hún hætt við! „Já þá mætir hún vonandi í mitt partí,“ segir frambjóðandinn og hlær. Í liði með Ólafi Ragnari? Við höldum áfram að spjalla um aðra frambjóðendur. Nú er Guðni Th. búinn að tilkynna að hann bjóði sig fram. Sumir hafa viljað meina að með því sé Andri Snær orðinn helsti bandamaður Ólafs Ragnars, sitjandi forseta, þar sem Andri og Guðni eru líklegir til að sækja fylgi sitt í svipað- an hóp. Hvernig tilfinning er það Andri, að vera kannski í liði með Ólafi Ragnari? „Ég er nú ekki sammála þessari greiningu. Við vitum ekki einu sinni hvort Ólafur klári baráttuna. Það eru tæpir tveir mánuðir í kosningar. Síð- ustu vikur hafa heldur betur sýnt okkur að staðan í þjóðmálum getur snúist á hvolf í einu vetfangi. Þessari seríu er ekki lokið og ég er viss um að handritshöfundur er með eitthvað uppi í erminni. Ég var með 30% fylgi samkvæmt könnun í síðustu viku og hef alltaf vitað að ég þurfi að sýna fólki hvað ég stend fyrir, og sanna að ég eigi erindi í forsetaembættið.“ Fólk er ekki vitlaust Umræðan um þig og listamanna­ launin í aðdraganda framboðstil­ kynningar þinnar var nú ekki beinlínis jákvæð í alla staði. „Það er hárétt. Þjóðsagan í sinni verstu mynd segir að ég hafi verið á of- urlaunum í 10 ár og ekki skrifað neitt. Þar er þetta orðið eins og sagan um „Það væri áhugavert ef einhver rannsakaði hvaða leiðtoga Íslendingar erlendis myndu kjósa fyrir Íslendinga. Þeir sjá Ísland öðrum augum. Fólk losnar undan flokksálögum og byrjar að hugsa öðruvísi þegar það dvelur ytra.“ Hér um bil svona byrjar símtal blaðakonu DV við Andra Snæ Magnason, rithöfund og forsetaframbjóðanda. Hann er staddur í Kaupmannahöfn og átti fund með Íslendingum á Laundromat café á miðvikudagskvöldið. Með í för eru Grímur Atla- son, Elín Ey tónlistarkona og Margrét Sjöfn Torp, eiginkona frambjóðandans. Sjálfsmynd mín á heima á Melrakkasléttu „Við höfum hjartarými og landrými til að gera miklu betur Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is m y n d s ig tR y g g u R a R i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.