Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Page 19
Helgarblað 6.–9. maí 2016 Kynningarblað - Besti ísinn í bænum 3 Ein á Selfossi, ein í Álfheimum og ein að opna í Spönginni Í sbúð Huppu var opnuð á fal- legum sumardegi 24. júlí 2013. Viðtökurnar hafa farið fram- ar björtustu vonum okkar. Á flottum vordegi árið 2015 opn- uðum við svo Huppu í Reykjavík, nánar til tekið að Álfheimum 4. Nú bætist þriðja Huppa við og verður hún staðsett í Spönginni Grafar- vogi. Hún verður opnuð þann 28. maí. Við leggjum áherslu á góðan ís á góðu verði, mikið magn flottra bragðarefa, framúrskarandi þjón- ustu og góða stemningu.“ Svo segir í stuttri tilkynningu frá ísgerðarfyrirtækinu Huppu, sem hefur upplifað skemmtilegt ævin- týri á íslenska ísmarkaðnum, sem alla jafna einkennist af harðri og erfiðri samkeppni. Óhætt er að segja að landsmenn hafi tekið ís- búðum Huppu og Huppu-ísrétt- unum fagnandi síðan þessi vegferð hófst fyrir tæpum þremur árum. Huppa er í eigu tvennra hjóna, en þau eru: Telma Finnsdóttir og Gunnar Már Þráinsson, Eygló Rún Karlsdóttir og Sverrir Rúnarsson. Ísbúð Huppu á Selfossi var fyrst í litlu húsnæði að Eyrarvegi 3. Frá fyrsta degi naut ísbúðin gífurlegra vinsælda og fyrir tveimur mánuð- um fluttist hún í stærra húsnæði rétt hjá, að Eyrarvegi 2, enda fyr- ir löngu búin að sprengja hitt hús- næðið utan af sér. Um aðdragandann að opnun ís- búðar Huppu í Álfheimum, segja eigendurnir: „Við fundum að við áttum séns í Reykjavík því stór hluti af okkar við- skiptum í Huppu á Selfossi var fólk á ísrúntinum úr borginni. Svo kem- ur það til að okkur er boðið þetta húsnæði í Álfheimum, þar sem áður var þessi gróna ísbúð sem átti sér mikla sögu. Við slógum til, rif- um allt þarna út eins og það lagði sig og innréttuðum upp á nýtt í okk- ar anda. Þetta er búið að vera frá- bært ævintýri og viðtökurnar fram- ar vonum.“ Svo vel hefur gengið í Álfheim- um að Huppa ætlar að opna nýja ísbúð í Spönginni þann 28. maí. En hverjar eru skýringarnar á þessari miklu velgengni? „Við leggjum mikið upp úr ímyndinni, hver við erum og fyr- ir hvað við stöndum. Við berum virðingu fyrir umgjörðinni sem við höfum mótað. Við vöndum inn- réttingar og gerum þær skemmti- legar. Við leggjum líka mikið upp úr fallegum litum og hlýlegu um- hverfi.“ Ísinn frá Huppu er í grunninn tvær gerðir, Sveitaís, sem er ekta rjómaís, og Huppu-ísinn, en það er kaldur mjólkurís. Auk þess er á boðstólum frábært úrval af kúlu- ís. Annað sem sérkennir ísbúðir Huppu eru ísmatseðlar: „Við leggjum mikið upp úr bragðarefsmatseðlinum og sjeik- seðlinum. Einnig erum við með Huppu-ljúfmeti sem eru skemmti- legar útgáfur af ís í boxi með sæl- gæti og sósum. Hluti af okkar styrk- leika liggur í því að gera svona hluti.“ Þau segja einnig að verðlagn- ingin eigi sinn þátt í vinsældum Huppu: „Við erum ekki að keppast við að vera ódýrust heldur bjóðum ein- faldlega gott verð. Sanngjarnt verð á vörunni miðað við gæði.“* Enginn fer ósáttur frá Huppu Ónefnt er það sem þau telja vera mikilvægasta áhersluþáttinn í starfsemi Huppu en það er þjón- ustan: „Þjónustan á að vera fram- úrskarandi. Auðvitað geta okk- ur orðið á mistök en við leiðrétt- um þau og við leggjum jafnmikið upp úr þjónustunni og því að gera ís. Við leggjum áherslu á þetta við þjálfun starfsfólks sem við reynum að hafa jafn prófessjónal og ef það væri að vinna á veitingahúsi. Við- mótið í ísbúð þarf að vera jafngott og á veitingastað. Það fyrsta sem þú tekur eftir þegar þú kemur inn í verslun eða á veitingastað er starfs- maðurinn sem tekur á móti þér. Hann getur ráðið öllu um upplifun- ina. Ef þú lendir í því að klúðra ísn- um, eins og getur komið fyrir, þá er það ekkert vandamál ef þjónustan er í lagi, kúnninn fær nýjan ís og all- ir eru sáttir. Enginn á að fara ósáttur út úr Huppu. Aldrei.“ n Ísbúð Huppu: Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.