Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Page 26
Helgarblað 6.–9. maí 201618 Fólk Viðtal avis.is 591 4000 Frá 1.650 kr. á dag Vissir þú að meðal heimilisbíll er notaður í eina klukkustund á dag Langtímaleiga er þægilegur, sveigjanlegur og skynsamlegur kostur Á R N A S Y N IR NOTAÐU ÞITT FÉ SKYNSAMLEGA Kökulist | Firði Hafnarfirði og Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 í Reykjanesbæ Skoðaðu tertuúrvalið á heimasíðunni www.kokulist.is Bakarameistari & Konditormeistari Allt frá konfektmola upp í fullbúna veislu í orði – vakið athygli á málefnum og sett þau á dagskrá. Sem þjóðkjörinn manneskja getur hann farið þvert á alls konar landamæri og mörk og fengið fólk til að tala saman. “ Trú á lýðræðinu Áttu þér óskaríkisstjórn? „Ég held að góð stjórn eigi að hafa breiða tilhöfðun. Það er óæski­ leg staða þegar ríkisstjórn hefur ein­ dregna andstöðu við krítískan massa í þjóðfélaginu. Ég vil ekki nefna flokka sem ég helst vildi sjá í ríkisstjórn, en er spenntur fyrir því að við skoðum fleiri aðferðir til stjórnarmyndunar. Það er svo mikill feginleiki þegar einhver í flokki talar örlítið til hliðar við stefnu flokks. Í okkar vinahópum og samfélagi erum við mjög ólík. Við verðum að hafa trú á lýðræðinu og traust verður að ríkja þvert á flokka og heiftin eða harkan má ekki verða til þess að gott fólk fæst ekki til starfa. Al­ þingi þarf á góðu fólki að halda og við megum ekki búa í samfélagi sem letur menn til þátttöku eða skilaboð um að pólitík sé mannskemmandi.“ Var ákvörðun þín um framboð erfið? „Í framboði þarf maður að brjóta af sér feimni og óöryggi. Þessi hug­ mynd um að leggja sjálfan sig og fjöl­ skyldu sína í dóm fólks er ógnvekj­ andi og stór ákvörðun. Ég finn að þetta er allt öðruvísi en að skrifa bók. Í framboði ertu beinlínis að ætlast til þess að allir hafi skoðun á þér og mál­ efnunum sem þú stendur fyrir.“ Umræðuhefð með slæmt orð á sér Hvernig finnst þér umræðuhefðin á Ís- landi? „Átök eru ekki endilega af hinu illa, þau eru hluti af leiknum. Það er jákvætt að takast á um hugmyndir og það að þegja yfir einhverju getur verið yfirlýsing um að samþykkja ein­ hvers konar óréttlæti. Hér í Danmörku hristir fólk haus yfir pólitíkinni heima. Hrunið nánast nýafstaðið og núna eru leiðtogar okkar aftur á forsíðum heimspressunnar. Ég held að pólitíkin og umræðuhefðin hafi slæmt orð á sér og þúsundir Íslendinga kysu eflaust að búa heima ef hún væri jákvæðari og í betri farvegi. Hluti af pólitíkinni er leikur þar sem menn kjósa að vera ósammála. En svo koma stór mál og mikilvæg og þá þurfum við að tryggja að þjóðin geti krafist þjóðaratkvæða­ greiðslu. Kosningar um Icesave sýndu okkur að fólk vildi meiri völd og að­ gang að ákvarðanatöku.“ Ákallaði Guð í skíðaháska Hvar stendur þú í trúmálum? „Ég er skráður í Þjóðkirkjuna og er kannski dæmigerður meðlimur hennar. Ég þykist trúa á sjálfan mig en í fyrra var ég fastur í skíðabrekku fyrir ofan foss og þá fór ég beint í Guð. Ég er ekki bókstafstrúarmaður í neinum skilningi, en mikill áhuga­ maður um trúmál. Lokaritgerð mín í íslensku fjallaði um trú í ljóðum Ís­ aks Harðarsonar. Hann er róttækt og skemmtilegt skáld og mjög leitandi í trúmálum. Ritgerðin var um að tjá trúna þegar trúarleg heimsmynd er hrunin. Hvernig áttu að yrkja ljóð inn í heim sem hefur sundrað grundvelli trúarinnar? Ég hef tekið tvö viðtöl við Dalai Lama, sem hafði líka mikil áhrif á mig. Kirkjan hefur þjónað mér og mínum ágætlega. Ég hef líka verið fyrirlesari hjá Siðmennt í borgaralegri fermingu svo ég hef komið víða við.“ Stoltur af fyrirmyndunum Hver er fyrirmyndin þín í lífinu, svona almennt séð? „Ég er mjög heppinn með fyrir­ myndir og finnst mikilvægt að hrósa þeim. Ég kynntist vel ömmum mínum og öfum og átti tvær ömmur og þrjá afa þar til ég var orðinn 33 ára gamall. Ég talaði mikið við þau og fékk innsýn í alla þeirra æsku, uppvöxt og gildi. Amma, sem var fædd í Neskaupstað, var send að heiman átta ára gömul vegna fátæktar. Hin amma mín var al­ gjör jaxl. Hún var fyrsta kona til að fá flugpróf og fara í jöklaferðir á Íslandi. Langafi minn stofnaði Val. Ég er stoltur af þessu frumkvöðla elementi í minni fjölskyldu. Aðrar fyrirmyndir mínar eru til dæmis Þórður Helgason, sem opn­ aði fyrir mér leiðina inn í bókmennta­ heiminn. Hann sýndi mér farveginn, hvernig ég gat orðið rithöfundur, annars hefði ég líklega ekki gert það. Guðmundur Páll Ólafsson var mikill vinur minn, en hann dó sjötugur fyrir um tveimur árum. Lífssýn hans og áhugi á náttúruvernd höfðu mikil áhrif á mig. Ég elst upp á Vigdísar­ tímanum og þá komu gildi hennar sterk inn í líf mitt. Heiðarleiki, nátt­ úruvernd, tungumál og lýðræði. Hörð gildi sem þarf að endurheimta. Eldri systur mína vil ég líka nefna sem fyrir mynd, en hún var fyrst íslenskra kvenna til að verða heilaskurðlæknir.“ Friðarsinninn Andri Hvar stendur þú gagnvart NATO og hernaðaríhlutunum? „Ég er friðarsinni alveg í kjarnan­ um og leiðist valdbeiting og hernaður almennt. Ég tel að stríð síðustu ára og áratuga hafi ekki skilað okkur neinu nema verri heimi. Sem forseti mun ég ekki hafa áhrif á hvort við séum í Nato eða ekki. Við erum sem betur fer ekki háð fjárveitingum til hernaðar og ekki vafin inn í stórfenglega hags­ muni sem fylgja hernaði. Þess vegna eigum við möguleika á að vera frjáls rödd innan Nato og á hernarðarvett­ vangi án þess að vera að vonast eftir fjárveitingum til að viðhalda stofnun­ um sem honum tengjast, eða her­ foringjatign. Við eigum að tala öðru­ vísi – tala til dæmis um mannaflann í þessum málum. Setja staðreynd­ ir í samhengi við flóttamannavand­ ann í heiminum. Ef þú getur flogið 200.000 manns yfir hálfan hnöttinn með innviðum og tækjabúnaði, get­ urðu líka gert ýmislegt fyrir fólk sem er á flótta undan hernaði.“ Hvað með samband okkar við ríki sem stunda mannréttindabrot, til að mynda Ísrael? „Forseti þarf að fara varlega í að móta sína utanríkisstefnu. Ísland, sem lýðræðisríki, þarf að móta sína stefnu í gegnum ferla sem lýðræðisríki nýtir sér. Það ferli getur ekki verið einstak­ lingsbundið. Mannréttindabrot for­ dæmi ég hikstalaust og fullkomlega. En á sama tíma hef ég ekki sérstakan áhuga á að vera „loose cannon“ hvað varðar utanríkismál. Við eigum stofn­ anir og sérfræðinga sem vinna í þess­ um málum og virðing fyrir þeim er mikilvæg. Alþingi sér um og á að sjá um þessi mál. Flokkar og lýðræðis­ kerfi eiga að stýra utanríkisþjónustu. Forseti hefur hins vegar möguleika á að tengjast hópum og aðilum sem berjast fyrir réttlæti, og hafa skýra rödd þegar mannréttindi og mann­ réttindabrot eru annars vegar.“ Stórhuga og gestrisin Hver er sýn þín á flóttamannavand- ann? Hefur þú hugmynd um hvernig hann verður leystur og hvert hlutverk Íslands gæti verið í þeim efnum? „Fyrst og fremst þarf frið og jöfn­ uð í heiminum. Allir þurfa að lifa mannsæmandi lífi, annars verður alltaf ójafnvægi og flutningar fólks sem flýr bágar aðstæður. Hnattrænar breytingar á næstu árum munu auka þennan vanda. Dóttir mín fékk stúlku í bekkinn sem er frá Al­ eppo. Ég settist niður með henni og ætlaði að gúgla myndir frá Aleppo til að sýna henni heimaslóðir nýju bekkjarsysturinnar. Myndirnar voru of skelfilegar til að ég gæti sýnt þær. Mér finnst stundum eins og við séum í bíl á fullri ferð og keyrum fram á nauðstadda manneskju í vegkanti, og veltum því fyrir okkur hvernig við ætlum að hjálpa henni án þess að hægja á okkur. Við höfum hjartarými og landrými til að gera miklu betur. Það er allt í lagi að hægja á sér, og það er skylda okkar að hægja á okkur og hjálpa. Það er óraunsætt fyrir mig að leggja tölu fram en hver einstakling­ ur skiptir máli. Rétt eins og stúlkan í bekk dóttur minnar. Fólk er almennt gott og við eigum ekki að vera svona hrædd, heldur stórhuga og gestris­ in.“ Ætlar þú á EM? „Ég er nú ekki búinn að útvega mér miða. Ég er reyndar sjálfur að fara að keppa í Frakklandi á Grand Prix de l'Imaginery um helgina. Frakklands­ fjárveitingin er eiginlega búin fyrir þetta vorið. En við verðum með beina útsendingu í kosningamiðstöðinni frá leikjum.“ n Stoltur af fyrirmyndumum Ömmur og afar Andra kenndu honum mikið. Mynd GríMUr ATlASon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.