Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Qupperneq 28
Helgarblað 6.–9. maí 201620 Sport M ér hefur liðið eins og pabbi hafi setið við hlið mér og horft á leikina með mér,“ segir HK-ingurinn Óli Þór Júlíusson í samtali við DV. Óli Þór er einarður stuðningsmaður Leicester í ensku úrvalsdeildinni en liðið varð enskur meistari á mánu- dag – öllum að óvörum. Faðir Óla, Ísfirðingurinn Júlíus heitinn Arnars- son var dyggur stuðningsmaður fé- lagsins og smitaði Óla ungan af þeim stuðningi. „Þegar maður er ungur og byrjar að fylgjast með enska boltanum þá er einhvern veginn eðlilegast að maður fari að fylgjast með liðinu sem pabbi styður. Pabbi minn hélt með Leicester City og Nottingham Forrest,“ segir Óli Þór um ástæðu þess að hann fór að halda með Leicester. Pabbi hans varð bráðkvaddur í maí 2011, fyrir fimm árum. Óli Þór segir að faðir hans hafi lengi fylgst vel með gangi mála í enska boltanum og verið virkur í getraunum, því samhliða. Hann flutti ungur frá Ísafirði suður til Reykjavík- ur og studdi KR hér heima. „En taugin vestur var mjög sterk í honum,“ segir Óli Þór. United lið númer tvö Sjálfur fór Óli Þór að fylgjast með fót- bolta á fyrstu árum grunnskóla, en hann fæddist árið 1980. Hann seg- ir að þó samfylgdinni hafi ekki fylgt mörg tækifæri til að fagna hafi hann aldrei upplifað þetta sem einhverja áþján. „Ég hef alltaf verið stoltur stuðningsmaður.“ Auk þess að halda með Leicester hefur hann stutt Manchester United en forgangsröð- in er þó alveg á tæru – litla liðið hef- ur alltaf haft vinninginn. Stuðningur- inn við United á rætur að rekja til þess að hann fór sjálfur í Bobby Charlton- skólann í Manchester 1995, þá 15 ára gamall. Í kjölfarið hneigðist hann til stuðnings við United. Leist ekki á Ranieri Óli Þór segist aðspurður ekki beinlín- is hafa séð fyrir velgengnina á tímabil- inu. Sjö sigrar í síðustu níu leikjunum hafi hins vegar gefið ákveðna von um að tímabilið í vetur yrði betra en það síðasta. Hann segir að honum hafi þó ekki litist sérstaklega vel á blikuna þegar Ítalinn Claudio Ranieri var ráð- inn knattspyrnustjóri um mitt sumar, en það hafi þó breyst. Hann segist raunar ekki hafa trúað því fyllilega að liðið yrði enskur meist- ari, fyrr en sú varð sannarlega raunin þegar flautað var til leiksloka í viður- eign Chelsea og Tottenham á mánu- dag. „Ég hafði góða tilfinningu fyrir því um áramótin að þetta gæti orðið gott tímabil. Þá var maður að vonast til þess að liðið hafnaði í einu af fjór- um efstu sætunum.“ Hann bendir á að framan af leiktíðinni hafi liðið yf- irleitt fengið á sig allnokkur mörk en unnið leikina með því að skora enn fleiri. Það hefði ekki gefið sérstaklega góð fyrirheit. „Ef vörnin er gatasigti þá gerist ekkert gott. Það skilar engum titlum að hafa galopna vörn,“ segir hann en vörnin átti heldur betur eft- ir að þéttast. Leist ekki á blikuna Óli Þór fylgist ágætlega með enska boltanum en tekur þó fram að hann sé „enginn Hjörvar Hafliðason“. „Ég reyni að fylgjast eins mikið með og ég hef tíma til. Ég hef horft á marga Leicester-leiki í ár og gerði það í fyrra líka. Vegna anna í vinnu gat hann þó hvorki horft á leik Leicester og Manchester United um liðna helgi, né leik Chelsea og Tottenham. Hann fylgdist þó náið með gangi mála í sím- anum. „Mér leist ekki á blikuna þegar United komst yfir en mínir menn jöfnuðu fljótlega og þá fór maður að hafa trú á þessu.“ Hann segir að mánudagurinn hafi verið sérstakur – þar sem liðið tryggði sér titilinn án þess að spila. „Ég var búinn að hafa orð Eden Hazard á bak við eyrað, en hann sagði um daginn að hann myndi gera allt sem hann gæti til að hjálpa Leicester að vinna – en Tottenham og Chelsea eru bæði Lundúnalið sem lengi hafa eldað grátt silfur. „Það var þess vegna skemmti- legt að sjá hann skora jöfnunarmark- ið,“ segir Óli Þór en það mark reyndist ráða úrslitum í leiknum. Skemmtilegar minningar Og mánudagurinn var sérstakur. Kveðj- um hefur rignt yfir hann á Facebook og víðar, enda eru stuðningsmenn Leicest- er ekki á hverju strái. Og á þessari merkilegu stundu, þegar Leicester varð meistari, varð honum hugsað til föður síns, eins og svo oft áður. „Það rifjuð- ust upp margar hlýjar og skemmtilegar minningar um stundir sem við pabbi áttum saman,“ segir hann við DV. En átti hann von á því, sem stuðn- ingsmaður Leicester, að eiga eftir að upplifa það að vinna enska meistara- titilinn? „Jahh … það er svolítið skondið að segja frá því að fyrir fjór- um árum sat ég og spjallaði við Gulla landsliðsmarkmann [Gunnleifur Gunnleifsson, innsk. blm.] þegar Taí- lendingarnir voru nýbúnir að kaupa Leicester. Þeir sögðust ætla að koma Leicester í toppbaráttuna eftir fimm ár.“ Hann segir að Gulli hafi ekki haft sérstaka trú á því þá. „Ég sagði „bíddu bara“ við hann. Það er svolítið gaman að rifja þetta upp núna,“ segir Óli Þór glaður í bragði að lokum. n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is „Mér hefur liðið eins og pabbi hafi setið við hlið mér og horft á leikina með mér. „Alltaf verið stoltur stuðningsmaður“ Óli Þór Júlíusson hefur alla tíð haldið með Leicester, eins og faðir hans sálugi gerði Með mynd af föður sínum Faðir Óla Þórs, Ísfirðingurinn Júlíus Arnarsson, féll frá árið 2011. Óli fékk áhugann á Leicester frá honum. Mynd SiGtRyGGUR aRi Klif ehf • Grandagarði 13, Reykjavík Sími 552-3300 • www.klif.is Gróðurhús í úrvali

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.