Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Qupperneq 40
Helgarblað 6.–9. maí 2016 34. tölublað 106. árgangur Leiðbeinandi verð 684 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Meistari Jakob?! Styður Guðna n Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, ætlar að greiða Guðna Th. Jó- hannessyni atkvæði sitt í kom- andi forsetakosning- um. Stefán greindi frá þessu á Face- book-síðu sinni í gær, fimmtudag. Vísaði hann þar í orð Guðna um að fólk með sjálfstraust sé fólk sem hafi hógværð í hjarta sínu. Lítillátt stórveldi n Nokkuð hefur verið rætt um að KR megi muna sinn fífil feg- urri þegar kemur að knattspyrnu og umgjörðina í Frostaskjóli. Liðið hóf Pepsi-deildina með því að gera markalaust jafn- tefli við Víking Reykjavík. „KR er sennilega lítillátasta stórveldið í samanlagðri sögu stórvelda,“ segir blaðamaður- inn Jakob Bjarn- ar og hæðist að Vesturbæing- um á Twitter. „Ónýtur völl- ur, stúka að hruni komin og mídíóker lið.“ Jakob styður FH. O kkur rennur blóðið til skyldunnar því milljónir sýr- lenskra barna búa við sára neyð.“ Þetta segir Hrafn Jökuls son, formaður Skákfélags- ins Hróksins, sem mun í dag og á morgun, föstudag og laugardag, tefla samtals í 30 klukkustundir. Það gerir hann um leið og hann safnar áheit- um og framlögum til styrktar sýr- lenskum börnum. Framlögin munu renna óskert til Fatimusjóðsins og UNICEF. Þar kem- ur fram að skemmtikraftar og lista- menn troði upp meðan á maraþon- inu stendur. „Það verður heilmikil og skemmtileg dagskrá. Þótt tilefnið sé alvarlegt verður gleðin og vináttan í fyrirrúmi,“ segir Hrafn og minnir á kjörorð Hróksins „Við erum ein fjöl- skylda“. Á meðal þess sem gestir hafa fyrir stafni, auk þess að tefla við Hrafn eða aðra skákmenn, verður að upplifa flóttamannabúðir með augum 12 ára gamallar sýrlenskrar stúlku. Boðið verður upp á sýndarveruleikagler- augu þar sem upplifa má með eigin augum hvernig umhorfs er í búðum – samtímis því að stúlkan lýs- ir því sem fyrir augu ber. Að viðburðinum standa Hrókurinn og Skákakademía Reykjavíkur, í sam- vinnu við Fatimusjóð- inn og UNICEF. Ball- ið byrjar klukkan níu, núna í morgunsárið, en Hrafn teflir frá klukkan 9 til miðnættis báða dagana, samtals 30 klukkustundir. Hann vonast til að tefla 200 skákir. Þetta er í annað sinn sem Hrókurinn safnar fyr- ir sýrlensk börn en í fyrra – í Hörpu – safnaðist dá- góð upphæð. Þegar hafa nokkur fyrir tæki heitið á Hrafn og gefið út lof- orð um að greiða 500 og stundum 1.000 krónur fyrir hverja skák sem hann tefl- ir. „Við ætlum að gera enn betur og söfnum áheitum og framlög- um bæði frá fyrir tækjum og einstak- lingum.“ Hann tekur fram að allir sem að verkefninu komi gefi vinnu sína, svo hver króna sem safnast rennur til sýrlenskra barna. Hrafn skorar á alla sem vilja leggja málstaðnum lið að mæta í Ráðhús Reykjavíkur og taka eina lauflétta hraðskák. Skákkunnátta sé algjört aukaatriði. Fatimusjóðurinn Reiknings- númer: 0512-04-250461 Kennitala: 680808-0580 UNICEF Sendu sms-ið STOPP í númerið 1900 (1.900 kr.) n baldur@dv.is „Milljónir sýrlenskra barna búa við sára neyð“ n Hrafn teflir í 30 klukkustundir n Safnar áheitum fyrir börn n Hægt að sjá flóttamannabúðir með þrívíddargleraugum Hrafn Stefnir að því að tefla 200 skákir. Ný plata í smíðum n Tónlistarkonan Sóley er nú í óðaönn að semja efni á sína þriðju sólóplötu. Hún birti á fimmtudag myndband á Face- book-síðu sinni af sjálfri sér syngja lag af plötunni vænt- anlegu, aðdáendum hennar til mikillar ánægju. Sóley, sem er uppalin í Hafnarfirði og er einnig meðlim- ur hljómsveit- arinnar Sea- bear, gaf út plöturnar We Sink árið 2011 og Ask the Deep fjórum árum síðar. Þarf að endurnýja letrið á steininum? Graníthöllin tekur að sér að hreinsa oG endurmála letur á leGsteinum. einniG tökum við að okkur að rétta af leGsteina sem eru farnir að halla. fyrir eftir með öllum legsteinum allt innifalið Bæjarhrauni 26, hafnarfirði sími 555 3888 granithollin.is öll okkar verð miðast við fullBúinn stein með uppsetningu 329.000 kr. áður: 433.350 kr. 313.000 kr. áður: 413.350 kr. 385.000 kr. áður: 503.350 kr. 149.000 kr. áður: 227.050 kr. 270.000 kr. áður: 351.550 kr. 304.000 kr. áður: 402.350 kr. 268.620 kr. áður: 406.900 kr. 188.100 kr. áður: 297.300 kr. 188.100 kr. áður: 297.300 kr. 539.900 kr. áður: 746.000 kr. 297.420 kr. áður: 442.900 kr. *F rí up ps et ni ng m ið as t v ið u pp se tn in gu á h öf uð bo rg ar sv æ ði nu . M eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r o g up ps el da r v ör ur . nr . 1 16 -5 nr . 1 16 -5 nr . 1 04 nr . 1 18 nr . 1 13 nr . 2 02 1 nr . G S1 00 2 nr . 2 04 2 nr . 2 04 6 nr . 2 02 0 nr . 1 29 -3 Einn spörfugl fylgir Einn spörfugl fylgir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.