Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2016, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2016, Blaðsíða 2
Vikublað 24.–26. maí 20162 Fréttir Kynningarafsláttur í verslun Lyfsalans Bað Höllu afsökunar „Hann er búinn að biðjast afsök- unar og ég trúi á fyrirgefninguna,“ sagði forsetaframbjóðandinn Halla Tómasdóttir í Bítinu á Bylgjunni á mánudag. Hún segist þar með hafa meðtekið afsök- unarbeiðni Guðna Th. Jóhann- essonar vegna orða hans um að það hefði ekki komið fram sterk- ur kvenframbjóðandi til embætt- is forseta Íslands og að það hafi spilað inn í ákvörðun hans að bjóða sig fram. Halla sagði svo í beinni hjá Nova á föstudaginn að þessi orð hefðu komið sér á óvart þar sem hún hafi talið þau bera gagnkvæma virðingu fyrir hvort öðru. „Ég átti við fylgi í könnun- um, Halla, nákvæmlega ekkert annað. Aftur, hefði átt að orða það nákvæmlega þannig,“ er haft eftir Guðna á Eyjunni. Kynferðisbrot gegn fötluðum Eftir hádegi í dag verður í Há- skólanum í Reykjavík haldið málþing um fatlaða þolend- ur kynferðisbrota. Málþingið stendur yfir frá klukkan 13 til 17 í stofu V101. Lagadeild og sálfræðisvið HR standa fyrir viðburðinum í samstarfi við Ákærendafélagið, Barnahús og Stígamót. Á þinginu verða kynntar fjölmargar áhuga- verðar rannsóknir sem tengj- ast þessum viðkvæma hópi brotaþola. Hæstaréttardómar- inn Benedikt Bogason verður fundarstjóri. P étur Árni Jónsson, annar eigenda Mylluseturs, útgáfu- félags Viðskiptablaðsins og Fiskifrétta, lét af starfi útgef- anda í febrúar síðastliðnum og hef- ur staðan verið lögð niður. Þetta stað- festir Pétur í samtali við DV en hann hætti einnig í stjórn útgáfufélagsins. Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Mylluseturs og faðir Péturs Árna, hef- ur tekið sæti hans í stjórn félagsins. „Það verður enginn útgefandi heldur verður þetta eins og var áður, einungis ritstjóri á hverjum miðli,“ segir Pétur í samtali við DV en vill ekki svara því hvað taki við hjá honum. Fram kemur í gögnum sem var skilað til Fyrirtækjaskrár Ríkisskatt- stjóra í febrúar að Pétur settist í stjórn einkahlutafélagsins Agros Há- degismóar 5, eða á sama tíma og það varð eign fagfjárfestingasjóðsins Gamma: Agros. Sjóðurinn er rekinn af Gamma. Pétur keypti Myllusetur haustið 2009. Einkahlutafélag í hans eigu, PÁJ Invest, á í dag 67% hlut í útgáfufélaginu. Hin 33% eru í eigu Sveins B. Jónssonar í gegnum SBJ In- vest ehf. n haraldur@dv.is Eigandi Mylluseturs Pétur Árni Jónsson gegndi um tíma stöðu framkvæmdastjóra og útgefanda hjá útgáfufélagi Viðskiptablaðsins. Pétur Árni lét af starfi útgefanda í febrúar Hættur hjá Viðskiptablaðinu „Auðvelt að tortryggja mig“ Guðni Guðnason svarar fyrir meint svik Í helgarblaði DV var fjallað um lífs- hlaup og starfsferil Guðna Guðna- sonar, sem er í senn ævintýralegt og að margra mati ótrúlegt. Guðni, sem býr í Japan, þáði ekki boð um að koma í viðtal áður en greinin birt- ist, en gerði það í kjölfarið. Blaðakona DV spjallaði við Guðna á Skype og innti hann eftir skýringum á ýmsu á ferli hans sem fólki hefur þótt í besta falli ótrúlegt. Í kjölfar jarðskjálftans í Fukus- hima hóf hann hjálparstarf sem enn er við lýði. Hann rekur fyrir- tæki sem gefur út tónlist og fram- leiðir kvikmyndir, en aðalstarf hans er rekstur skólans Rocky Mounta- in Mystery School. Orðróm um að hann sé að vinna að mynd með David Hasselhoff segir hann þó al- rangan. „Skólinn minn er í 48 lönd- um.“ Guðni sendir blaðakonu hlekki á heimasíður sem staðfesta ofan- greint. Frægðin skiptir ekki máli Sem unglingur byrjaði Guðni að fara til Englands til að nema andleg fræði. Þar segist hann hafa kynnst David Bowie á götu árið 1974. „Það er alveg satt. Ég var 16 ára gamall og hann stoppaði mig og vin minn á götu. Ég missti sambandið við hann, kannski 5–6 árum síðar. Við hitt umst í Englandi þegar ég kom þangað og líka í Berlín þegar hann bjó þar. Ég þekki mikið af frægu fólki, en fyr- ir mér er það bara fólk, og frægðin skiptir ekki máli.“ „Ég skil vel að það sé auðvelt að tortryggja mig,“ segir Guðni, „skólinn sem ég fór í, Hermetic Order of the Golden Dawn, er ekki einu sinni með vefsíðu. Í dag eru skólar sem nota þetta nafn en þeir eru ekki alvöru- skólarnir. Minn skóli var stofnað- ur 1888 í London, en í raun byrjaði hann í Egyptalandi fyrir 3.000 árum hjá Salómón konungi, og hefur haft mörg nöfn.“ Dómsmál og landflótti Guðni flutti frá Íslandi í kjölfar kæru- máls eftir bardagamót sem hann hélt án tilskilinna leyfa. Málið fór fyrir dóm, en Guðni var ekki sak- felldur. Upp úr þessu segist Guðni hafa hrökklast úr landi til Bandaríkj- anna, þar sem hann stofnaði skólann skömmu síðar. Guðni segir það misskilning að hann státi af preststign í fjölmörg- um trúarbrögðum. Hann segir þetta rangt, hann hafi kynnt sér trúar- brögðin, en lært shamanisma og kab- balah-fræði. Gráðurnar að mestu misskilningur Doktorsgráða í heimspeki og há- skólagráða í sálfræði og viðskipta- fræði, sem talað er um á vefsíð- um sem tengjast Guðna, eru líka misskilningur. „Ég tók námskeið í sálfræði í Svíþjóð og viðskiptagráð- an var frá verslunardeild Laugarnes- skóla, sem starfrækt var á tímabili.“ Um doktorsgráðu í frumspeki, sem Guðni er sagður hafa á heimasíðu skólans, segir hann: „Þetta er gráða frá alvöru háskóla. En ég vil ekki nota þetta lengur. Minn eigin skóli varð fljótt miklu þekktari en skólinn sem ég lærði við. Þeir krefjast árgjalds til að viðhalda gráðunni, en ég skrif- aði þeim bréf fyrir nokkru síðan og hef slitið á tengslin við skólann. Mér finnst gráður ekki skipta máli. Mað- ur á ekki að hlusta á einhvern bara af því hann hefur gráðu fyrir aftan nafnið sitt.“ Um meinta Evrópumeistaratitla í karate segir Guðni: „Ég er með 2. gráðu svarta beltisins í Shotok- an Karate, annað er bull. Ég keppti á tímabili og vann til ýmissa verð- launa, en engan Evróputitil. Á Íslandi vildu menn ekki samþykkja gráðuna mína í karate, en ég er viðurkenndur hér í Japan.“ Guðni segir einnig rangt að hann hafi verið listamaður ársins í Svíþjóð. „Ég fékk eins árs listamannalaun í Svíþjóð árið 1999. Titilinn ljóðskáld ársins kannast ég hins vegar við.“ Guðni sýnir blaðakonu bikar sem á stendur: „International Poet of Mer- it Award, presented to Guðni Guðna- son, on this 25th day of August, 2002, by the International Society of Poetry.“ Að sögn sendi hann ljóð í samkeppni og vann hana. Verðlaun- in voru veitt í Washington DC. Litlar upplýsingar er að finna um keppnina á netinu. Lífvarðafyrirtæki Guðna í Banda- ríkjunum er að hans sögn enn- þá starfandi. Heimasíða þess er á netinu, en ekki tókst að sannreyna það sem þar kemur fram. Guðni segist ekki kannast við doktorsritgerð sem dr. Ioannis Gait- anidis ritaði við Leeds-háskóla, um viðskiptahlið andlegra fræða. „Það er hópur af fólki í Englandi sem er mjög neikvæður gagnvart okkur. Við erum ekki ódýr skóli. En auðvitað verða andlegir skólar að taka gjöld eins og aðrir skólar.“ n Safnað fyrir Fukushima Guðni sést hér með Oliviu Newton John, en hún hefur lagt hjálparstarfi hans í Fukushima lið. Samstarfsfólk Guðni og Olivia Newton John ásamt mökum. 20. maí 2016 20.–23. maí 2016 39. tbl. 106. árgangur leiðb. verð 684 kr.helgarblað Bílasmiðurinn hfBarnabílstólar í úrvali Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík - Sími: 567 2330 - www.bilasmidurinn.is 24 dagar í fyrsta leik Íslands á EM 2016 í Frakklandi allt innifalið Verð frá aðeins 149.000 Uppsetning, áletrUn, ígrafin mynd & fleira sími 555 3888 gr anithollin.is 14–15 Maður á að gera grín að öllum n Hið pólitíska kerfi er meingallað n Forsetaframbjóðendur eins og persónu r í Game of Thrones 20–22 8–11 n Rekur alþjóðlegan dulspekiskóla n Skáldaðar prófgráður og upplogin afrek n Segir Bowie hafa verið vin sinn n Titlaður framleiðandi myndar með David Hasselh off Viðtal LeyndarmáL og Lygavefir Líf Guðna Halldórs Guðnasonar „Það er mín reynsla að ekki sé hægt að trúa orði af því sem hann segir Nærmynd Hugleikur segir húmorinn eins og sjálfsvörn „Hrædda fólkið kýs þann sem lofar lausnum sem fyrst Draumurinn sem fjaraði út n Samfylkingin í tilvistarkreppu Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.