Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2016, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2016, Side 6
Vikublað 24.–26. maí 20166 Fréttir Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera skemmtilegur, jákvæður, harðduglegur, samviskusamur, heiðarlegur, ábyrgur, úrlausnamiðaður, hafa áhuga á sölumennsku og markaðsmálum. Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði fyrir góðan og duglegan sölumann. Umsóknir sendist á Steinn@dv.is Atvinna í boði á einum skemmtilegasta vinnustað landsins Á markaðsdeild DV er í boði starf fyrir góðan og harðduglegan starfsmann. S igmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Fram- sóknarflokksins og fyrrver- andi forsætisráðherra, lítur svo á að stjórnarandstaðan hafi gert tilboð ríkisstjórnarflokk- anna um að flýta alþingiskosning- um að engu með því að leggja fram vantrauststillögu í kjölfarið. Sig- mundur telur ekkert liggja á kosn- ingum og að klára verði hin stóru og mikilvægu mál ríkisstjórnarinn- ar fyrst, sem hann sér ekki fyrir sér að muni nást. Þetta kom fram í viðtali við Sig- mund Davíð bæði í sjónvarps- þættinum Eyjunni sem og í útvarps- þættinum Sprengisandi á sunnudag. Forystumenn ríkisstjórnarinnar, Sigurður Ingi Jóhannsson forsætis- ráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, hafa fullyrt að gengið verði til kosninga í haust auk þess sem búið er að breyta og skipu- leggja starfsáætlun Alþingis til sam- ræmis við það. Ummæli Sigmundar Davíðs eru meðal þeirra fjölmörgu sem fall- ið hafa á undanförnum vikum sem orðið hafa til þess að vekja efa- semdir um hvort ríkisstjórnin muni standa við gefin loforð um kosn- ingar. Þrátt fyrir að engin dagsetn- ing hafi enn verið gefin út á boð- aðar kosningar er ljóst að flokkar eru farnir að undirbúa sig fyr- ir þær. Boðað hefur verið til próf- kjara, þingmenn eru farnir að lýsa því yfir að þeir muni ekki gefa kost á sér annað kjörtímabil á meðan ein- hverjir hafa boðað framboð sitt. Allt miðað við að kosið verði í haust. Miðað við breytta starfsáætlun Al- þingis verður þingi frestað 2. júní, sumarþing hefst síðan um miðjan ágúst og er frestað 2. september. Allt virðist því benda til kosninga í október en efinn virðist oftar en ekki bundinn við fyrirvarann; hvort takist að ljúka þessum fjölmörgu stóru málum. Ýmis loðin svör og ummæli hafa fallið hjá bæði ráðherrum og stjórnarþingmönnum varðandi þessar fyrirætlanir um kosningar í haust á undanförnum vikum. Flest þó áður en ný starfsáætlun lá fyr- ir 17. maí síðastliðinn. Í viðtalinu í Sprengisandi upplýsti Sigmundur Davíð, sem nýkominn er úr fríi, að hann hefði heyrt því fleygt víðar en innan Framsóknarflokksins að ekki væri hentugt að kjósa í haust með tilliti til „stóru málanna“. Á þingi í gær, mánudag, sagði Bjarni Bene- diktsson hins vegar að ekk- ert hefði breyst og stefnt væri að kosningum í haust. Ljóst er að ekki er einhug- ur um ágæti snemmbú- inna kosninga hjá stjórn- arflokkunum. DV tók saman tímalínu valinna atburða og ummæla stjórnarliða um kosn- ingarnar í haust. n Grafið undan áformum um kosninGar Tímalína atburða og ummæla Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is 5. apríl Sigmundur Davíð segir af sér n Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir af sér sem forsætisráðherra. Heldur áfram sem þingmaður og formaður Framsóknar- flokksins. 5. apríl Vildi klára kjörtímabilið n Sigurður Ingi Jóhannsson Sigurður Ingi greindi einnig frá því að hann hefði átt í viðræðum við Bjarna Benedikts- son um að þeir hefðu fullan hug á því að halda stjórnarsamstarfinu áfram enda sagðist hann fremur vilja að ríkisstjórnin starfaði út kjörtímabilið en að boðað yrði til kosninga. 6. apríl Stefnt á kosningar n Bjarni Benediktsson Samkomulag næst milli ríkisstjórnarflokk- anna um áframhaldandi samstarf. Tilkynnt er að kosið verði í haust. „En við ætlum að stíga viðbótarskref til þess að mæta kröfum um að virkja lýðræðið í landinu og til að koma til móts við þá stöðu sem hefur myndast þá hyggjumst við stefna að því að halda kosningar í haust og stytta þar með kjörtímabilið um eitt löggjafarþing,“ sagði Bjarni Benediktsson. Dagsetningin muni ráðast af „framvindu mála“. 8. apríl Vantraust fellt n Tillaga stjórnarandstöðunnar um vantraust gegn stjórnarflokkunum var felld með meirihluta atkvæða. 14. apríl Ekki vænisjúk n Vigdís Hauksdóttir (vb.is) Þingkona Framsóknarflokksins og formað- ur fjárlaganefndar var spurð hvort kosið yrði í haust. „Ég hef það fyrir meginreglu að trúa fólki þegar eitthvað er sagt. Ég er ekki svona vænisjúk eins og þau. Það er nú samt þannig að þegar búið er að uppfylla eitt skilyrði stjórnar- andstöð- unnar eða einhverjar kröfur hennar þá er bara dregin ný víglína. Þannig hefur það verið í þau þrjú ár sem ég hef verið með þetta fólk í stjórnar- andstöðu.“ 15. apríl Fullyrt um kosningar n Sigurður Ingi Jóhannsson (Kjarninn.is) Kjarninn sendi fyrirspurn til forsætisráð- herra til að fá endanlega á hreint hvort boðað yrði til kosninga til Alþingis í haust. Í svari aðstoðarmanns Sigurðar Inga sagði: „Eins og fram hefur komið mun verða boðað til kosninga í haust. Dagsetning hefur ekki verið ákveðin.“ n Stjórnarliðar á móti kosningum fá liðsstyrk frá Sigmundi Davíð n Ýmis loðin ummæli um loforðið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.