Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2016, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2016, Qupperneq 21
Vikublað 24.–26. maí 2016 Menning 13 Einn þekktasti ljósmyndari heims, Steve McCurry, er sakaður um að hagræða sannleikanum H inn heimsþekkti ljós- myndari Steve McCurry hefur undanfarnar vikur staðið í ströngu við að verja sig af ásökunum um hag- ræðingu sannleikans í ljósmynd- um sínum eftir að upp komst að nokkrum ljósmyndum hans hafði verið breytt í myndvinnsluforriti. McCurry er einn virtasti ferða- og fréttaljósmyndari heims og er einna helst þekktur fyrir áhrifa- mikla portrett mynd sína af græn- eygðri afg anskri stúlku sem horfir stingandi augnaráði í mynda- vélarlinsuna. Myndin, sem er ein allra þekktasta fréttaljósmynd sam- tímans, var tekin í flóttamannabúð- um í Pakistan árið 1984 en birtist fyrst á forsíðu tímaritsins National Geographic í júní ári seinna. Myndvinnsluskandallinn kvikn- aði eftir að ankannalegt umferð- arskilti á ljósmynd Steves McCurry frá Kúbu vakti athygli ítalsks ljós- myndara á ljómyndasýningu á Ítal- íu. Umferðarskiltið virtist hafa ver- ið fært um nokkra millimetra. Eftir að undrandi ljósmyndarinn blogg- aði um umferðarskiltið fóru ljós- myndaunnendur að skoða önnur verk McCurry og fundu í kjölfar- ið fleiri ljósmyndir sem augljóslega hafði verið átt við í myndvinnslu- forritum. Í einni mynd af börnum að leik í tjörn, var barn klippt út og handleggur annars í jaðri rammans tekinn burt. Þá hafði hjól í bakgrunni verið klippt úr ljósmynd af rick- shaw-hjóli í indverskri hellidembu. Eftir breytingarnar varð myndaupp- byggingin einfaldari og stílhreinni. Í skriflegri yfirlýsingu sagði Mc- Curry að um mistök væri að ræða sem hann hefði sjálfur ekki vitað um, hann hefði ekki alltaf næga yf- irsjón með prentun og útgáfu ljós- mynda sinna. Hann sagði að hann myndi aldrei samþykkja slík- ar breytingar og sagði að tækni- manninum, sem hefði gerst sek- ur um breytingarnar, hefði verið sagt upp. „Ég er að vinna í því að breyta vinnuferlunum í stúdíóinu til að koma í veg fyrir að eitthvað svona komi fyrir aftur,“ skrifaði hann. McCurry segist hins vegar ekki vera andsnúinn því að breyta lita- andstæðum (contrast) eða tónum til að laga hluta myndar sem er trufl- andi, en segir óásættanlegt að færa til hluta myndarinnar. Hann segir þó misjafnt hversu strangur hann sé á þessu eftir því hvers konar verkefni sé um að ræða, fréttaljósmyndir eða persónulegar ferðaljósmyndir. Málið hefur vakið hörð viðbrögð og deilur innan ljósmyndaheims- ins um réttmæti þess að breyta þeim eftir á með myndvinnslu- forritum og sanngildi slíkra ljós- mynda. Orðstír McCurry þykir hafa borið nokkurn hnekki af málinu og enn er kallað eftir nánari útskýring- um. n „Ég er að vinna í því að breyta vinnuferlunum í stúdíóinu til að koma í veg fyrir að eitthvað svona komi fyrir aftur. Sakaður um að breyta myndum Hinn heimsfrægi ljós- myndari Steve McCurry stend- ur hér ásamt sinni þekktustu mynd, Afgönsku stúlkunni. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Myndvinnsluskandall skekur ljósmyndaheiminn Loach hlaut gullpálmann Breski leikstjórinn Ken Loach hlaut Gullpálmann, aðalverð- launin á kvikmyndahátíðinni í Cannes, í annað skipti um helgina fyrir myndina I, Daniel Blake. Sig- ur hins 79 ára gamla Loach kom mörgum, og ekki síst honum sjálf- um, á óvart en veðbankar höfðu rangt fyrir sér um mörg helstu verðlaun hátíðarinnar. I, Daniel Blake, sem er eins og flest önnur verk Kens Loach fé- lagslegt raunsæisdrama, fjallar um húsasmið sem verður óvinnu- fær eftir hjartaáfall en týnist fljót- lega í ranghölum og tiktúrum breska bótakerfisins. Myndin er hörð pólitísk ádeila á misskipt- ingu og hugmyndafræði frjáls- hyggjunnar. Loach sagði það undarlegt að taka við verðlaunum í svo ríkmannlegu og skrautlegu umhverfi fyrir verk sem var inn- blásið af fólki sem þarf að glíma við fátækt og erfiðar aðstæður. Leikarinn Donald Sutherland, sem sat í dómnefndinni, seg- ir myndina snerta strengi bæði í hjarta og sál áhorfandans. Grand Prix, silfurverðlaun há- tíðarinnar, hlaut hinn 27 ára gamli Kanadamaður, Xavier Dolan, fyrir myndina It‘s Only the End of the World. Myndin hlaut mjög mis- jafna dóma og var baulað á fjöl- miðlasýningu myndarinnar. Íranska myndin The Salesman eftir Asghar Farhadi hlaut tvenn verðlaun, bæði fyrir besta handrit og Shahab Hosseini var verðlaun- aður fyrir leik sinn í myndinni. Finnska myndin The Happiest Day in the Life of Olli Mäki eftir Juho Kuosmanen hlaut Un Certa- in Regard-verðlaunin, sem eru veitt fyrir frumleika og hugrekki í kvikmyndagerð. Dansk-afganska myndin Wolf and Sheep eftir Sharhrbanoo Sadat sigraði í Director‘s fortnight- flokknum, en síðasta kvikmynd Sólveigar Anspach, The together project, tók þátt í þeim flokki. FALLEG ÍSLENSK SUMARHÚS Fáanleg í ýmsum stærðum og útfærslum Þjóðleg sumarhús sem falla einstaklega vel að íslensku landslagi Unnið hefur verið að þróun á smíði húsanna í mörg ár og er komin mikil reynsla af byggingu þeirra við ólíkar aðstæður. Gluggagerðin | Súðarvogi 3-5 | 104 Reykjavík | Sími 566 6630 | gluggagerdin.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.