Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2016, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2016, Blaðsíða 2
Vikublað 16.–18. ágúst 20162 Fréttir Karamella og perur Súkkulaði og ferskjur Vanilla og kókos Bragðgóð grísk jógúrt að vestan Hættur á Stundinni Blaðamaðurinn Ingi Freyr Vil- hjálmsson hefur verið ráðinn til Fréttatímans. Hann hefur skrif- að fyrir Stundina frá því í apríl í fyrra en hefur nú látið af störf- um þar. Ingi Freyr vann þar áður lengi á DV og leiddi umfjöllun blaðsins um efnahagshrunið og afleiðingar þess. Hann hefur nokkrum sinn- um verið tilnefndur til blaða- mannaverðlauna Blaðamannafé- lags Íslands. „Ég var að hefja störf á Fréttatímanum í dag,“ skrifar hann á Facebook. Ritstjóri Fréttatímans er Gunnar Smári Egilsson. Sá yngsti hættir Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Þetta tilkynnti hún á Facebook. Hún var kjörin á þing í síðustu kosningum og varð yngsti þingmaður sögunnar til að taka sæti á Alþingi, 21 árs gömul. Alls hafa sautján þingmenn tilkynnt að þeir ætli ekki að sækj- ast eftir áframhaldandi setu á þingi. Þeirra á meðal eru Illugi Gunnarsson menntamálaráð- herra og Vigdís Hauksdóttir, for- maður fjárlaganefndar. Þ að virðist hafa fest sig í sessi sú ranga hugmynd að þessi lög séu eitthvað æðisleg fyrir hælisleitendur. Þau eru það ekki,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem hélt út á Austurvöll á mánudag til að rökræða við mótmælendur og með- limi Íslensku þjóðfylkingarinnar sem þar höfðu safnast saman til að mót- mæla nýjum útlendingalögum. Ís- lenska þjóðfylkingin hyggst bjóða fram til næstu þingkosninga og hef- ur gefið það út að þeir sem vilji verja þá galopnu, léttúðugu innflytjenda- stefnu sem boðuð sé í nýju lögunum séu ekki að hugsa um þjóðarhag né ör- yggi heldur að „spilla þessu þjóðfélagi í þágu pólitísks rétttrúnaðar eða öfga- hugmyndafræði.“ Helgi Hrafn segir að mótmælendur sem hann hafi rætt við myndu fá fall- einkunn á prófi fyrir þekkingu sína á því sem lögin raunverulega innibera. Ranghugmyndir „Þau eru ekki þannig að þau opni landamærin eða bjóði allt flóttafólk og hælisleitendur hér velkomna, alls ekki. Þetta eru ný heildarlög, það er sumt ágætt í þeim og annað mjög slæmt í þeim. En þetta blessaða fólk í Íslensku þjóðfylkingunni virðist telja að þarna sé verið að galopna landa- mærin og er með fleiri ranghugmynd- ir um þessi lög sem mér finnst áhuga- vert að rökræða, burtséð frá ágreiningi mínum og Íslensku þjóðfylkingarinn- ar um hvernig hlutirnir eigi að vera. Þá finnst mér samt að fólk ætti að geta haldið sig við staðreyndirnar þegar það mætir til að mótmæla einhverjum lögum. Mér datt því í hug að fara og tala við þau um lögin sem voru sam- þykkt og hvers vegna þau væru svona á móti þessu, vegna þess að það er svo mikið af vitleysu sem hefur verið sagt um þessi lög,“ segir Helgi Hrafn í sam- tali við DV. Slæmt fyrir flóttamenn „Ég hef bent á að ef maður skoðar um- sagnir um málið þá er það ekki þannig að fólk sem er frjálslyndast í þessum efnum sé fylgjandi frumvarpinu, alls ekki. Það gagnrýnir frumvarpið mjög harðlega og með réttu því það er margt mjög slæmt í því líka – fyrir hælisleit- endur og flóttamenn. Þarna er fest í sessi ýmislegt sem að mínu mati og annarra dregur úr réttaröryggi og góðri málsmeðferð fyrir hælisleit endur og flóttamenn,“ segir Helgi Hrafn og seg- ir ranghugmyndir og rangtúlkanir manna á lögunum hafa fest sig í sessi. Svigrúm til breytinga Helgi segir að það sé eitt betra við nýju lögin og það er að þau eru skýrari og flestir séu sammála um það. En fólk hafi verið að gera athugasemdir við greinar í nýju lögunum sem eru al- veg eins og í gildandi lögum og hafi verið lengi. Hann sé sjálfur alls enginn aðdáandi frumvarpsins og hefði lík- lega ekki greitt atkvæði með því nema vegna þess að lögin taki gildi 1. janúar næstkomandi. „Þannig að það er enn svigrúm til að laga það sem er hugsanlega eitt- hvert lestarslys þarna inni. Sem er mjög líklegt, því þetta eru stór og um- fangsmikil lög. Það er margt þarna fest í sessi til verri vegar, formanni kærunefndar útlendingamála er gefið meira vald og vægi. Mitt álit er að þetta komi til með að koma niður á málsmeðferð sumra hælisleitenda.“ Fengu falleinkunn En úr rökræðum þingmannsins vin- sæla varð niðurstaðan sú að mótmæl- endur væru að misskilja lögin hrapal- lega. Hann líkir þessu við próf í skóla. „Ef þau væru að taka próf í því sem ég hef talað við þau um, og fólk á þessari skoðun, þá fengju þau núll. En það sem er áhugavert er að þau hafa lesið bút og bút úr frumvarpinu, en þau mistúlka það alltaf. Þau bera bútana ekki saman við gildandi lög og þau virðast ekki lesa greinargerðina og síðast en ekki síst virðast þau ekki meðvituð um hvernig málaflokkn- um er hagað. Það síðastnefnda skil ég reyndar mjög vel. Fólk er því að- eins búið að læra heima en námsefnið komst ekki inn. Þannig að það fær núll í einkunn. Ég hef ekki enn heyrt neitt frá þeim sem er rétt.“ Samhliða mótmælum Íslensku þjóðfylkingarinnar var boðað til sam- stöðufundar með flóttamönnum og hælisleitendum á Austurvelli á mánu- dag. n Lögin alls ekki æðisleg fyrir hælisleitendur n Helgi Hrafn rökræddi við mótmælendur á Austurvelli n Segir mikið um ranghugmyndir og mistúlkanir Ræddi staðreyndir Helgi Hrafn mætti mótmælendum á Austurvelli og rökræddi við þá um nýju útlendingalögin. Mynd ÞoRMaR VigniR gunnaRSSon Ólög Þingmaðurinn segir fólk hafa bitið í sig mikið af vitleysu varðandi nýju útlendingalögin. Mynd ÞoRMaR VigniR gunnaRSSon Samstaða Hópur fólks tók sér stöðu við þinghúsið til að sýna flóttamönnum og hælisleit- endum samstöðu samhliða mótmælum Íslensku þjóðfylkingarinnar. Mynd ÞoRMaR VigniR gunnaRSSon Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.