Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2016, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2016, Blaðsíða 24
Vikublað 16.–18. ágúst 201624 Fólk Níu hjóna- bönd Hin glæsilega Zsa Zsa Gabor gekk níu sinnum í hjónaband, en átta þeirra entust ekki nema í nokkur ár, ef þau entust svo lengi. Hún giftist níunda mann- inum, sem hún er enn gift, Frederic Prinz von Anhalt, árið 1986 og þar sem hann er af aðalsættum fékk Zsa Zsa titilinn prinsessa. Hún þótti með orðheppn- ustu konum og gerði oft grín að hinum fjölmörgu skilnuðum sínum. Hún er 99 ára gömul, hefur glat- að sjón og heyrn og fyrir einhverjum árum þurfti að taka af henni hægri fótinn til að koma í veg fyrir sýkingu. Auk þess þjáist hún af elliglöpum. Fann þá einu réttu í áttundu tilraun Mickey Rooney hóf feril sinn sem barnastjarna og lék allt fram á elliár. Þessi heimsfrægi leikari kvæntist átta sinnum, sömu konunni tvisvar, ein eiginkvenna hans lést eftir átta ára hjónaband þeirra. Fyrsta eiginkona hans var sú frægasta, Ava Gardner. Árið 1978 kvæntist leikar- inn áttundu eiginkonu sinni, Joan Chamberlin, og þau eru enn saman. Fylgist með okkur á Facebook.com/Lyfsalinn Uppakomur • Leikir • Tilboð Sjálfstætt starfandi apótek í Glæsibæ Okkar markmið er að veita þér og þínum framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf Fylgist með okkur á Facebook.com/Lyfsalinn Uppakomur • Leikir • Tilboð Opnunartími: Virka daga 8.30-18 Laugardaga 10.00-14.00 Skrautlegt hjónalíf Elskaði Todd og Burton Elizabet Taylor giftist átta sinnum en þar af sama manninum, Richard Burton, tvisvar og skildi jafnoft við hann. Á efri árum sagðist hún einungis hafa elskað tvo af eiginmönnum sínum. Annar var kvikmyndaframleiðandinn Mike Todd sem lést í flugslysi árið 1958 en hin unga ekkja var harmi sleginn eftir lát hann. Hinn var Richard Burton sem hún hætti aldrei að elska þrátt fyrir skilnaði þeirra. Átta hjónabönd Lana Turner var ein þekktasta leikkona í Hollywood á árum seinni heimsstyrjaldar. Hún giftist átta sinnum, sama manninum tvisvar og skildi jafnoft. Þekktastur eiginmanna hennar var sá fyrsti, hljómsveitar- stjórinn Artie Shaw, en hann afrekaði það að kvænast átta sinnum, jafnoft og Turner, en hann sagðist vera óforbetr- anlegur kvenna- bósi. Sjö tilraunir Leikarinn Richard Pryor kvæntist sjö sinnum og gekk tvisvar í hjónaband með sömu konunni. Pryor lést 65 ára gamall, árið 2005, og hafði þá verið í hjónabandi með eiginkonu númer sjö í fjögur ár. E inkalíf Hollywood-stjarna er oft æði skrautlegt og ýmsar stjörnur hafa skipt ört um maka. Fáir geta leikið eftir afrek þeirra stjarna sem hér er fjallað um en þær gengu í hjóna- band sjö sinnum eða oftar. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.