Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2016, Blaðsíða 8
Vikublað 16.–18. ágúst 20168 Fréttir
Þingmenn setið
eftir í launaskriði
n Hækkað um 130 þúsund krónur á mánuði á kjörtímabilinu en ekki fylgt vísitölu launa
Þ
rátt fyrir að kjararáð hafi
hækkað grunnlaun þing-
manna um rúm sjö prósent
í sumar og þau hækkað um
ríflega 21 prósent á núver-
andi kjörtímabili þá hafa laun þing-
manna engu að síður setið eftir sé
miðað við þróun launavísitölu frá
mars 2013 til júní 2016.
Sagði launin of lág
Karl Garðarsson, þingmaður Fram-
sóknarflokksins, bættist á sunnu-
daginn í hóp þeirra þingmanna sem
stigið hafa fram á umliðnum árum
og lýst þeirri skoðun sinni að laun sín
væru of lág. Þingmenn sem í gegnum
tíðina hafa viðrað þá skoðun hafa oft
komist að því að hún er ekki vinsæl
meðal almennings.
„Ég er þeirrar skoðunar að laun
þingmanna eru of lág,“ sagði Karl
í útvarpsþættinum Sprengisandi
á sunnudag þar sem hann upp-
lýsti einnig að hann væri á stríp-
uðum launum sem þingmaður og
fengi rúmar 500 þúsund krónur út-
borgaðar, og ekkert fyrir nefndasetu
ólíkt því sem margir virtust halda. Þá
bætti hann við að það orkaði tvímæl-
is að embættismenn í ríkisstofnunum
væru með kannski 50 prósent hærri
laun en ráðherrar, svo dæmi væri tek-
ið. Launastrúktúrinn væri óeðlilegur.
Þingmenn setið eftir
Þingfararkaup, það er grunnlaun
þingmanna, er í dag 762.940 krónur
eftir ákvörðun kjararáðs um 7,15
prósenta almenna hækkun á laun-
um þeirra sem undir ráðið heyra, 1.
júní síðastliðinn.
Í mars 2013, mánuði fyrir síðustu
þingkosningar, var þingfarar-
kaup 630.024 krónur. Þrátt fyrir að
mánaðar launin hafi á þessum rúmu
þremur árum hækkað um rúmar
130 þúsund krónur á mánuði, eða
21 prósent, þá segir það ekki alla
söguna, því launaskrið hefur verið í
þjóðfélaginu á þeim tíma og virðast
þingmenn ekki hafa fylgt því.
Ef tekið er tillit til þróunar launa-
vísitölu á sama tímabili þá hefur
hún hækkað um 27 prósent á sama
tímabili, samkvæmt vef Hagstofu
Íslands. Hefðu grunnlaun þing-
manna fylgt launavísitölu á um-
ræddu tímabili ættu þau að vera
804.540 krónur á mánuði, eða rúm-
um 40 þúsund krónum hærri en
þau eru í dag. Burtséð frá tilfinningu
fólks eða skoðunum á launakjörum
þingmanna, þá sýnir þetta að þau
gætu verið hærri þó að þingmenn
séu fjarri því að vera láglaunafólk.
Til samanburðar þá má geta þess að
meðalheildarlaun félagsmanna VR
samkvæmt launakönnun félagsins
voru 548 þúsund krónur á mánuði í
fyrra.
Kemur reglulega upp
Við grunnlaun þingmanna geta síð-
an bæst margvíslegar álagsgreiðslur
og sporslur sem geta hækkað grunn-
laun þeirra nokkuð. Til dæmis fær
þingmaður, sem ekki er ráðherra en
er formaður flokks sem fékk þrjá eða
fleiri þingmenn kjörna, 50 prósenta
álagsgreiðslu ofan á þingfararkaup-
ið. Formenn fastanefnda fá greitt 15
prósenta álag á þingfararkaup sem
og formenn þingflokka, að ógleymd-
um húsnæðis- og dvalarkostnaði
sem þingmenn utan höfuðborgar-
svæðisins eiga rétt á.
Sem fyrr segir er Karl ekki
fyrsti þingmaðurinn til að gera
athugasemdir við laun þingmanna.
Tryggvi Þór Herbertsson, þáver-
andi þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins, sagði árið 2010 að lág laun þing-
manna opnuðu á spillingu. Á Beinni
línu hjá dv.is árið 2012 sagði hann
að ein milljón á mánuði væri hæfi-
leg launatala fyrir þingmenn. Í fyrra
gerði Sigurður Örn Ágústsson, vara-
þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
lág laun þingmanna að umtalsefni
í ræðu sinni á þingi og kvaðst óttast
atgervisflótta úr stjórnmálum. n
Hæstu launin
í Noregi
Grunnlaun þingmanna í
nokkrum nágrannalöndum
n Noregur: 75.577 NOK eða 1.084.756 kr.
n Bretland: 6.246 GBP eða 952.515 kr.
n Danmörk: 52.076 DKK eða 923.150 kr.
n Svíþjóð: 62.400 SEK eða 870.230 kr.
Birt með þeim fyrirvara að hér er aðeins
verið að bera saman grunnlaun um-
reiknuð í íslenskar krónur miðað við gengi
viðkomandi gjaldmiðla. Þættir á borð við
kaupmátt launa í hverju landi hafa ekki
verið teknir með í reikninginn.
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Setið eftir Þegar þing var sett árið 2013 var þingfararkaup 630.024 krónur en er í dag 762.940 krónur. Þrátt fyrir hækkunina hefur þing-
fararkaup ekki fylgt þróun launavísitölu og þingmenn því setið eftir. MyND Sigtryggur Ari
Karl garðarsson Þingmaður Framsóknarflokksins segist þeirrar skoðunar að laun þing-
manna séu of lág og óeðlilegt sé að embættismenn ráðuneyta séu í einhverjum tilfellum
mun launahærri en ráðherrar. MyND Sigtryggur Ari
„Ég er þeirrar
skoðunar að laun
þingmanna eru of lág.
Fallegir að innan sem utan
Gluggagerðin framleiðir fyrsta flokks tréglugga og hurðir þar sem
saman fer fallegt útlit, góð ending og vandaður frágangur.
Gluggagerðin | Súðarvogi 3–5 | 104 Reykjavík | Sími 566 6630 | gluggagerdin.is
SÉRSMÍÐAÐIR ÍSLENSKIR GLUGGAR
Vandaðir
gluggar sem hannaðir
eru til að þola
íslenska veðráttu