Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2016, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2016, Blaðsíða 31
Vikublað 16.–18. ágúst 2016 Fólk 31 Tilboð þér að kostnaðarlausu Uppl. í síma: 820 8888 eða markmid@markmid-ehf.is ALHLIÐA FASTEIGNAVIÐHALD Smíðavinna · Pípulagnir · Raflagnir Málningavinna · Múrvinna · Flísalagnir Hellulagnir · Jarðvinna · Lóðavinna Sumargjöfin í ár! Þráðlausu Touch heyrnartólin á Hópkaup.is. Hægt að tengja við síma, ipad og öll bluetooth tæki. Einnig er hægt að svara í símann með þeim. Fæst á .is Ú tvarpsmaðurinn Frosti Logason, annar stjórn- andi Harmageddon á X- inu og pistlahöfundur hjá Fréttablaðinu, svífur um á bleiku skýi þessa dagana. Á sunnudag kom frumburður hans og Helgu Gabríelu, unnustu hans, í heiminn. „Hamingja mín og lukka á sér engin takmörk. Ástin mín, hún Helga Gabríela ól okkur heilbrigðan og fallegan dreng. Hann var fjórtán merkur og 51 sentímetri, á settum degi í gær klukkan 17:32,“ segir Frosti en hann og heilsubloggarinn Helga Gabríela trúlofuðu sig fyrr á árinu. Frosti greinir frá því að allt hafi gengið að óskum. „Móður og barni heilsast vel og faðirinn bókstaflega grætur af gleði.“ n Frosti grætur af gleði „Best heppnaða hátíðin“ Aðstandendur telja hátt í 40 þúsund manns hafa heimsótt Matarhátíð alþýðunnar V ið teljum að um 35 til 40 þúsund manns hafi kom- ið þarna við,“ segir Árni Georgsson, einn aðstand- enda Matarhátíðar alþýð- unnar. Hátíðin fór fram í miðborginni um helgina, aðallega á Skólavörðu- stíg. Á hátíðinni var boðið upp á skemmtiatriði og lifandi tónlist, auk beikonrétta af ýmsu tagi. Íslenskur landbúnaður var kynntur fyrir Beikondrottningunni Allison Schafer en hún er frá Iowa og var í fyrra kjörin Beikondrottning ársins á Blue Ribbon-beikonhátíð- inni þar á bæ. Árni segir í samtali við DV að hátíðin hafi gengið sérstak- lega vel. Flæði gesta hafi verið gott og allir hafi fengið eitthvað í gogginn. Fjöldi skemmtiatriða var í boði á há- tíðinni en markmið hennar er að vekja athygli á landbúnaðarvörum. Matarhátíð alþýðunnar byggir á grunni Beikonhátíðarinnar, sem haldin hefur verið undanfarin fimm ár. Nú voru fleiri landbúnaðargrein- ar með. „Þetta var best heppnaða há- tíðin hingað til. Þarna voru kórar og harmoníkuleikur og rífandi stemn- ing.“ Árni á von á því að hátíðin verði haldin með svipuðu sniði næsta ár því veitingahús, bændur og aðrir þátttakendur hafi verið mjög ánægð- ir með fyrirkomulagið. Allur ágóði af hátíðinni rennur til góðgerðarmála en í fyrra gáfu aðstandendur Styrktar- félagi lamaðra og fatlaðra augnles- ara. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvaða félag verður styrkt í haust, þegar búið verður að gera hátíðina upp. n Umsjónarmaður- inn Matarhátíð alþýð- unnar leysir af hólmi Beikonhátíðina, en hún hefur verið haldin undanfarin fimm ár. Hér er Árni Georgs- son, umsjónarmaður hátíðarinnar, á laugar- dag. Með honum á myndinni er Steinunn Ása Þorvaldsdóttir. Gestur frá Bandaríkjunum Hér má sjá „beikonuna“ Allison Schafer, sem er sveitamær frá Iowa í Bandaríkjunum, ásamt Sindra Sigurgeirssyni, formanni Bændasamtakanna. Allison var krýnd beikondrottning ársins á Blue Ribbon- beikonhátíðinni í fyrra. Flottur klæðnaður Marshall Porter, beikondrottningin Allison Schafer og Brooks Reynolds. Gestir Aðstandandi há- tíðarinnar telur að hátt í 40 þúsund manns hafi komið við á hátíðinni á laugardag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.