Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2016, Síða 2
Vikublað 13.–15. september 20162 Fréttir
Kona bauð milljónir í mál-
verk og gat ekki borgað
n Litið á atvikið sem mannlegan harmleik n Einsdæmi í sögu Gallerí Foldar
É
g mætti á uppboðið af því
að ég hafði áhuga á tveimur
verkum sem þar voru í boði.
Ég hafði tekið eftir því að
þessi kona bauð í nokkur
verk sem voru fyrr í röðinni og það
kom mér á óvart. Ég fylgist vel með
uppboðum sem þessum og veit
yfirleitt hverjir sækjast eftir dýr
ustu verkunum. Þessa konu hafði
ég aldrei séð og hélt að þarna væri
kannski á ferðinni einhver kvóta
drottning utan af landi með ný
tilkominn áhuga á myndlist,“ seg
ir fjársterkur listaverkaunnandi
sem sótti listmunauppboð Gallerí
Foldar í vikunni sem leið.
Bauð í verk fyrir 10–20 milljónir
Kona sem bauð í fjölmörg verk
sem síðan voru slegin henni setti
strik í reikninginn á uppboði Gall
erí Foldar. Þegar kom að greiðslu
verkanna kom í ljós að konan hafði
engin tök á því að greiða fyrir verk
in. Heimildir DV herma að konan
glími við andleg veikindi og litið sé
á málið sem mannlegan harmleik.
„Það var alveg sama hvað ég bauð,
hún bauð alltaf betur. Að lokum
gafst ég upp og yfirgaf staðinn. Ef
ég ætti að skjóta þá myndi ég reikna
með að hún hafi boðið í verk fyrir
10–20 milljónir króna,“ segir lista
verkaunnandinn, sem ekki vill láta
nafn síns getið.
Einsdæmi í sögu Gallerí Foldar
„Þessi uppákoma er einsdæmi í
tuttugu ára sögu Gallerí Foldar.
Þetta var hundraðasta uppboðið
okkar auk þess sem við höfum
staðið fyrir um 250 vefuppboðum.
Það hefur aldrei gerst að kaupandi
hafi ekki getað greitt fyrir verk í lok
uppboðsins. Það gerist reglulega
að kaupendur nái ekki í verkin fyrr
en eftir einhverjar vikur enda við
skiptavinir staðsettir úti um allar
jarðir. En að verk sé slegið kaup
anda sem ekki getur greitt fyrir
það hefur aldrei átt sér stað áður,“
segir Jóhann Ágúst Hansen, fram
kvæmdastjóri Gallerí Foldar. Að
hans sögn eru afdrif verkanna nú í
höndum eigenda þeirra. „ Eigendur
listaverkanna munu nú ákveða
hvort reynt verði að selja þau aftur
á næsta uppboði sem verður eftir
nokkra mánuði,“ segir Jóhann.
Að sögn framkvæmdastjórans
mun Gallerí Fold ekki gera neinar
breytingar á framkvæmd uppboða
eftir atvikið. „Hjá stórum erlendum
uppboðshúsum eins og Christie's
og Bruun Rasmussen þekkist að
mögulegir kaupendur séu beðnir
um bankaupplýsingar áður en þeir
taka þátt. Ég á ekki von á að það
færi vel í landann ef slíkt tíðkaðist
hérlendis og því er ekkert slíkt á
dagskrá,“ segir Jóhann. n
Jóhann Ágúst Hansen Framkvæmdastjórinn segir að uppákoman í síðustu viku sé einsdæmi í sögu Gallerí Foldar. Mynd SiGtryGGur Ari
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
„Þessa konu hafði ég aldrei séð og hélt að þarna
væri kannski á ferðinni einhver kvótadrottning
utan af landi með nýtilkominn áhuga á myndlist.
– gestur á uppboðinu
R
óbert Marshall, þingmaður
Bjartrar framtíðar, spurði
í óundirbúnum fyrir
spurnatíma á Al
þingi í gær, mánudag,
Lilju D. Alfreðsdóttur
utanríkisráðherra
út í orð Sigmundar
Davíðs Gunnlaugs
sonar, þingmanns
og formanns Fram
sóknarflokksins, um
að brotist hefði verið
inn í tölvu hans á tíma
hans sem forsætis
ráðherra.
Spurði Róbert
utanríkisráðherra
hvernig stjórnvöld
hefðu brugðist við
fréttum um orð Sig
mundar, sem hann
lét falla á miðstjórnar
fundi Framsóknarflokks
ins á Akureyri um síðustu
helgi, og lýsti þeirri upplifun sinni
að þau tækju yfirlýsingu forsætisráð
herrans fyrrverandi kæruleysislega.
„Ég spyr þessarar spurningar
vegna þess að ég hef á tilfinn
ingunni að stjórnvöld taki þessari
yfirlýsingu hæstvirts þingmanns
Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar
bara dálítið kæruleysislega. Ég geri
það ekki. Mér finnst það vera alvar
legt mál ef upplýst er um það
að hægt sé að brjótast inn
í tölvu forsætisráðherra
landsins. Ég geri þá
kröfu til stjórnvalda
að slíkar yfirlýsingar
séu teknar alvarlega,“
sagði Róbert. Bætti
hann því við hvort ný
skipað þjóðaröryggis
ráð ætti ekki að fara með
athugun málsins.
Lilja Alfreðsdóttir
svaraði því að þjóðar
öryggisráð heyri
nú undir forsætis
ráðuneyti Sigurðar
Inga Jóhannssonar.
Að hennar mati væri
mikil vægt að atburð
urinn sem um ræðir verði
kannaður.
„Ég get því miður ekki svarað
þessu á þessum tímapunkti því að
það kemur ekki í minn hlut að kalla
þjóðaröryggisráð saman, en þetta er
góð ábending og ég tel að það þurfi
líklega að skoða það eitthvað frekar,“
sagði Lilja. n
Heyrir undir þjóðaröryggisráð, segir Lilja Alfreðsdóttir
Spurði um innbrot
í tölvu Sigmundar
Átta þing-
fundir eftir
Forsætisnefnd Alþingis sam
þykkti á mánudag starfsáætlun
fyrir septembermánuð. Þar segir
að þann 29. september verði
þing rofið, eða eftir sautján daga.
Á þeim tíma verða haldnir átta
þingfundir, að meðtöldum þeim
sem fram fer í dag, þriðjudag.
Eldhúsdagsumræður munu
fara fram fram mánudaginn 26.
september en til stendur að kjósa
til Alþingis þann 29. október.
Flokkarnir gefa sér þannig rúmar
fjórar vikur til að berjast um at
kvæði kjósenda.
Dýpsta borholan
HS Orka hefur varið tæpum
tveimur milljörðum til borunar
á dýpstu borholu landsins. Hún
verður um fimm kílómetra djúp.
Vonast er til að hún skili marg
faldri orku á við venjulega bor
holu. RÚV greinir frá þessu.
Holan sem um ræðir er við
Reykjanesvirkjun og er þegar
3.000 metra djúp. Hana á að
dýpka. Haft er eftir Ásgeiri Mar
geirssyni forstjóra að ekki sé úti
lokað að ná 30–40 megavöttum
úr holunni. Hefðbundin háhita
hola í dag er yfirleitt á bilinu 5 til
10 megavött. „Þetta gæti orðið
nokkrum sinnum það.“
Áætlað er að borun ljúki í
lok árs.