Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2016, Page 6
Vikublað 13.–15. september 20166 Fréttir
Þ
að eru ávallt vonbrigði þegar
tillögum frá okkur er ekki
fylgt,“ segir Kristín Linda
Árnadóttir, forstjóri Um-
hverfisstofnunar í samtali við
DV. Sigrún Magnúsdóttir umhverfis-
ráðherra ákvað í síðustu viku að fyrir-
komulag rjúpnaveiði yrði ekki í sam-
ræmi við tillögur stofnunarinnar.
Umhverfisstofnun, eftir sam-
vinnu við SKOTVÍS og Fuglavernd,
hafði komist að þeirri niðurstöðu að
heppilegt væri að leyfa rjúpnaveiðar
í 18 daga. Ákvörðun ráðherra byggði
hins vegar á mati Náttúrufræðistofn-
unar Íslands, NÍ, en í henni felst að
veiðidagarnir verða tólf. Ákvörðunin
hefur mætt mikilli gagnrýni á meðal
skotveiðimanna, enda er stundum
þröngt á þingi á heiðum, þá daga
sem viðrar til veiða.
Heimilt verður að veiða rjúpu
í fjórar þriggja daga helgar í haust.
Þar er um að ræða síðustu helgina í
október og fyrstu þrjár í nóvember.
Veiða má frá föstudegi til sunnu-
dags. „Rjúpnastofninn er ekki stór
um þessar mundir og mælist nokk-
uð minni í ár en í fyrra. Samkvæmt
talningu Náttúrufræðistofnunar Ís-
lands er því lagt til að veiddir verði
um 20% færri fuglar en árið 2015.
Því leggur ráðherra til óbreytt veiði-
fyrirkomulag í ár,“ segir í rökstuðn-
ingi á vef umhverfisráðuneytisins.
Leyfilegt er að veiða 40 þúsund
rjúpur, en það þýðir fimm til sex
fuglar á hvern veiðimann. Áfram
verður sölubann á rjúpum. Gert
er ráð fyrir að fyrirkomulagið gildi
næstu þrjú árin.
Veiðar ekki sjálfbærar
Náttúrufræðistofnun Íslands segir
í mati að rjúpnastofninn sé í niður-
sveiflu um landið austanvert. Við-
koma rjúpunnar hafi versnað á síð-
ustu 10 árum og að rjúpnafjöldinn
sé vel undir meðallagi miðað við síð-
ustu 50 árin. Fram kemur að mikil af-
föll rjúpnastofnsins séu viðvarandi
þrátt fyrir verulegan samdrátt í veiði,
en veiðidagar voru fram til ársins
2005 47 talsins. Veiðidánartalan, fugl-
ar sem drepast vegna veiða, sé um 10
prósent þrátt fyrir fækkun veiðidaga.
„Rjúpnastofninn svaraði friðun
mjög skýrt og náttúruleg afföll voru
mjög lág þessi tvö ár [sem veiði var
alveg bönnuð, innsk. blm.].“ Rjúpna-
veiðar séu ekki sjálfbærar og það hafi
stofnunin bent ítrekað á á undan-
förnum árum. „Náttúrufræðistofnun
leggur mikla áherslu á að hvergi verði
slakað á í þeirri viðleitni að draga sem
mest úr heildarafföllum rjúpunnar.
18 dagar, öryggis vegna
Eins og fram kemur í mati NÍ hef-
ur fjöldi veiðidaga lítil sem engin
áhrif afföll rjúpunnar vegna veiða.
Þau hafa haldist stöðug þrátt fyrir
að veiðidagar séu miklu færri en
áður. Umhverfisstofnun vildi, í sam-
ráði við hagsmunaaðila, að veiði-
dagar yrðu til frambúðar 18 dagar,
svo fremi sem varpstofninn yrði ekki
metinn minni en sem nemur 90 þús-
und fuglum. „Umhverfisstofnun vill
tryggja sjálfbærni við veiðar á rjúpu
til framtíðar. Mikilvægur þáttur í
því er að auka fyrirsjáanleika og
auka almenna sátt um veiðistjórn-
un. Sú nálgun sem stofnunin leggur
til núna er mun varfærnari
en undanfarin ár þar
sem lagt er til bann
ef stofninn fer undir
sjálfbærniviðmið,“
segir í tillögum
Umhverfisstofn-
unar.
Dúi Land-
mark, formað-
ur SKOTVÍS, sagði
í samtali við DV á
laugardag að hon-
um þætti miður að
ráðherra virtist ekki
hafa kynnt sér þá
vinnu sem unnin var
af hálfu Umhverfis-
stofnunar, SKOTVÍS og Fuglaverndar.
Hann varpaði fram þeirri spurningu
hvort ráðherra liti í reynd á Nátt-
úrufræðistofnun Íslands sem þann
aðila sem fari með veiðistjórnun í
landinu. „Tillögur Umhverfisstofnun-
ar eru faglegar og vel rökstuddar. Það
að fjölga veiðidögum í 18 daga úr 12
hefur ekkert með fjölda af veiddum
rjúpum að gera. Það snýst einungis
um að dreifa álaginu og minnka þá
áhættu sem skapast þegar farið er til
veiða í tvísýnum veðrum.“
Sölubannið áhrifaríkast
Kristín segir í samtali við DV að mik-
il vinna hafi verið lögð í tillögurnar.
Leiðarljósið hafi verið að bæta
vinnubrögðin í samráði við hags-
munaaðila og nýta alla þá þekkingu
sem til staðar væri. Að þeirri vinnu
hafi SKOTVÍS, Fuglavernd og NÍ
komið. NÍ veitti frumtillögum, sem
skilað var til ráðuneytisins í sumar,
umsögn en stofnunin þekktist að
sögn Dúa Landmark ekki fundarboð.
Kristín segir að það sé hlutverk
NÍ að meta veiðiþolið en Um-
hverfisstofnun fari með
veiðistjórnun og reyni
að hafa áhrif á hegð-
un veiðimanna. „Við
teljum að okkar gögn
sýni að það var fyrst
og fremst sölubannið
sem tók fyrir magn-
veiðina,“ segir hún
en sölubann á rjúp-
um og rjúpnaafurð-
um hefur verið í gildi
frá 2005. „Síðan sjáum
við að lítil sem engin
tengsl eru á milli fjölda
leyfilegra veiðidaga og
fjölda þeirra daga sem
menn halda til veiða.“ Flestir fari til
veiða þrjá til fjóra daga.
Til fjalla í vondum veðrum
Hún segir, líkt og Dúi, að öryggis-
sjónarmið hafi ráðið því að lagt var
til að veiðidögum yrði fjölgað í 18.
Þá freistist veiðimenn síður til að
fara til fjalla þegar veður eru válynd
auk þess sem það geti skapað hættu
þegar margir veiðimenn eru á sömu
veiðislóð samtímis.
Kristín hafnar því aðspurð að
vinnan sé fyrir bí, þó að ráðherra hafi
ekki tekið mark á tillögunum. „Við
áttum gott samtal við hagsmunaaðila
og margt er skýrara en það var.“ Spurð
hvort hún sé ósátt við að ráðuneytið
hafi ekki farið að tillögum Umhverfis-
stofnunar svarar Kristín: „Ég hefði að
sjálfsögðu óskað þess að ráðuneytið
hefði fylgt okkar tillögum.“ n
Vonsvikin vegna
ákvörðunar ráðherra
n Sigrún tók ekki mark á tillögum Umhverfisstofnunar n „Vonbrigði“ segir forstjórinn
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is
Forstjórinn Kristínu Lindu þykir miður
að ráðherra hafi ekki farið að tillögum
Umhverfisstofnunar.
Ráðherra Tók ákvörðun byggða á mati Nátt-
úrufræðistofnunar Íslands. Mynd SiGTRyGGuR ARi
Fæst í öllum helstu apótekum og Heilsuhúsinu.www.provision.is
Viteyes AREDS2 er andoxunarvítamín með
sinki, lúteins og zeaxantíns og er ætlað
við aldursbundinni augnbotnahrörnun.
Nú er vítamínið með endurbættri formúlu
sem gerir það enn betra en áður.
AUGNVÍTAMÍN
Augnheilbrigði
Við aldursbundinni
augnbotnahrörnun
Fallin rjúpa Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun
Íslands virðast sammála um að fjöldi leyfilegra sóknardaga
hafi ekki áhrif á veiðisókn. Mynd BAlduR GuðMundSSon
Formaður SKoTVÍS „Það
að fjölga veiðidögum í 18 daga
úr 12 hefur ekkert með fjölda af
veiddum rjúpum að gera,“ segir
Dúi J. Landmark. Mynd SiGTRyGGuR ARi