Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2016, Blaðsíða 17
Vikublað 13.–15. september 2016 Kynningarblað - Veitingar 3
Í
rauninni komum við með þetta
hingað heim en þrír okkar eru
listamenn; leikari og tónlistar-
menn, og við fengum þá hug-
mynd að hafa hliðarverkefni til
að starfa við. Við settum þetta í fram-
kvæmd á nýliðnu sumri og þetta hef-
ur gengið vonum framar. Íslendingar
elska þessar belgísku kartöflur,“ seg-
ir Arnar Dan, einn fimm eigenda
Reykjavík Chips, Vitastíg 10, Reykja-
vík. Belgíu-vísunin snýst um að fram-
reiðsluaðferðin er belgísk að upp-
runa en kartöflurnar eru bornar fram
í kramhúsi.
Eigendur að Reykjavík Chips eru
þeir Ragnar Pálmar Kristjánsson,
Hermann Óli Davíðsson, Arnar Dan,
Friðrik Dór og Ólafur Arnalds. Arnar
Dan er leikari hjá Borgarleikhúsinu
og þeir Friðrik Dór og Ólafur Arnalds
eru mjög þekktir tónlistarmenn. Þrátt
fyrir annir í sínum aðalstörfum leggja
þessir þekktu listamenn mikla vinnu
í framleiðsluna á frönsku kartöflun-
um sínum, ásamt félögum sínum:
„Framleiðsluferlið er margslung-
ið og þetta er ekki eins og frönsku
kartöflurnar sem þú kaupir á venju-
legum hamborgarastöðum. Við
leggjum megináherslu á að matreiða
úrvals franskar og gerum þær frá
grunni. Við fáum sendar heilar kart-
öflur í sekkjum frá Spáni og Hollandi
og víðar, en það fer eftir árstíma þar
sem kartöflur eru teknar upp einu
sinni á ári. Við tökum þær inn og
höldum þeim í réttu hitastigi í ein-
hvern tíma. Síðan skerum við þær
og leggjum í bleyti, skolum af þeim
sterkjuna og sjóðum þær í hálftíma
upp úr saltlegi til að fá seltuna inn í
kartöflurnar en ekki utan á þær. Síð-
an steikjum við þær, kælum, steikj-
um þær aftur og þannig fara þær út.
Þetta er nokkuð viðamikið ferli og
kostar það að við gerum ekkert ann-
að á meðan.“
Arnar segir að fólk kunni vel að
meta þessa alúð sem lögð er í vinnsl-
una á kartöflunum og einnig það
að fá hollari franskar en gengur og
gerist.
„Við bjóðum upp á tvær sósur
sem eru alveg vegan. Síðan notum
við úrvals majónes í sósurnar okkar
og yfir leitt besta mögulega hráefni
sem fyrirfinnst og það er ekkert hálf-
kák í þeim efnum. Þú finnur þegar
þú borðar þær að þetta er miklu
meira en meðlæti,“ segir Arnar.
Sósurnar skipta miklu máli þegar
svona belgískar, franskar kartöflur
eru snæddar. Fyrir utan hina klass-
ísku bearnaise eru ýmsar girnilegar
sósur í boði:
„Langvinsælasta sósan er Sam-
úraj sem er Chili-Mayo og graslauks-
og hvítlaukssósan okkar eru líka vin-
sælar en þær eru léttari sósur með
meira af sýrðum rjóma. Allar sós-
ur sem við bjóðum upp á gerum við
líka frá grunni á staðnum. Í þessum
heimi þar sem kartöflur eru þunga-
miðjan er endalaust hægt að bæta
við og við erum líka opnir fyrir hug-
myndum frá starfsfólki okkar. Það er
kannski ein af ástæðunum fyrir því
að fólki finnst gaman að vinna hérna
því hugmyndir þess eru vel metnar.“
Arnar segir að þeir félagar hafi
haft að leiðarljósi að halda sér við
sitt afmarkaða svið og vera góðir í því
sem þeir gera – en láta annað liggja á
milli hluta:
„Það er gott að þurfa ekki að gera
allt heldur gera eitthvað eitt vel og
vinna vel innan ákveðins ramma. Ef
fólk vill fá sér hamborgara fer það
eitthvert annað en það veit hvað það
fær hjá okkur. Sérþekkingin er það
sem gildir og að hver og einn einbeiti
sér að sínu fagi.“
Sem fyrr segir er Reykjavík Chips
til húsa að Vitastíg 10. Auk kartöflu-
réttanna einstöku er mikið úrval af
bjór á staðnum en mörgum þykir
gott að skola kartöflum af þessu tagi
niður með bjór.
Opið er mánudaga til föstudaga
frá 11.30 til 22.00 og laugardaga og
sunnudaga frá 11.30 til 23.00.
Reykjavík Chips býður einnig upp
á veisluþjónustu og starfrækir „Chips
Bar“ sem er geysilega vinsæll. Þar er
um að ræða færanlegan bar þar sem
boðið er upp á sama úrval af veiting-
um og á staðnum að Vitastíg og vek-
ur barinn mikla lukku í veislum.
Sjá nánar á rvkchips.is n
„Íslendingar
elska þessar
belgísku
kartöflur“
Reykjavík Chips slær í gegn
Starfskraftur
óskast!
Reykjavík Chips óskar eftir fersk-
um einstaklingi til að slást í hóp-
inn. Ef þú hefur náð 18 ára aldri og
ert í leit að dagvinnu skaltu senda
umsókn með ferilskrá á netfangið
reykjavikchips@gmail.com