Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2016, Page 22
Vikublað 13.–15. september 201618 Menning
Komu með nótur í farteskinu
n Óðinn Melsted er höfundur bókar um erlenda tónlistarmenn á Íslandi n Guðni Th. hvatti hann til að skrifa bókina
Ó
ðinn Melsted sagnfræðingur
er höfundur bókarinnar
Með nótur í farteskinu en
þar er fjallað um erlenda
tónlistarmenn á Íslandi á
árunum 1930–1960. Sögufélagið
gefur bókina út
Óðinn lærði sagnfræði við Há-
skóla Íslands, fór síðan í meistara-
nám í Evrópufræðum og er nú í
doktorsnámi við háskólann í Inns-
bruck í Austurríki. Faðir hans er ís-
lenskur og móðir hans austurrísk
og sjálfur er hann fæddur og upp-
alinn í Austurríki þar sem hann
býr nú. Hann segir að íslenskur og
austurrískur bakgrunnur hans eigi
þátt í áhuga hans á erlendum tón-
listarmönnum sem komu hingað til
lands. En fleira kemur til.
„Ég er sjálfur tónlistarmaður,
hef leikið á trompet frá unga aldri.
Þegar ég ákvað að fara til Íslands í
háskólanám hóf ég að leika með
ýmsum hljómsveitum og kynntist
því á vissan hátt sjálfur að vera er-
lendur tónlistarmaður á Íslandi,
enda hlaut ég allt mitt tónlistar-
uppeldi í Austurríki. Svo hef ég
lengi þekkt Pál Pampichler sem
kom til landsins árið 1949 til að
spila á trompet með Sinfóníu-
hljómsveitinni og giftist ömmu-
systur minni á Íslandi. Hann bjó á
Íslandi í fjóra áratugi en flutti svo
aftur til Austurríkis um það leyti
sem ég fæddist. Ég hef alltaf þekkt
hann sem Pál frænda í Graz, eða
Onkel Pauli, því ég hef aldrei talað
neitt annað en austurrísku við
hann.
Þegar að því kom að semja
lokaritgerð í sagnfræði þótti mér
tilvalið að fjalla um þessa erlendu
tónlistarmenn. Og svo varð rit-
gerðin að bók. Þess má til gamans
geta að það var þáverandi forseti
Sögufélagsins, Guðni Th. Jóhann-
esson, sem hvatti mig til að skrifa
þessa bók. Án hans hefði hún lík-
lega aldrei orðið til.
Bakgrunnur minn endurspegl-
ast líka í bókinni því að hún skipt-
ist í tvo hluta, alveg eins og ég er
bæði íslenskur og austurrískur. Í
fyrri hlutanum er sagan skoðuð
frá íslensku sjónarhorni og í síð-
ari hlutanum segi ég söguna út
frá sjónarhorni erlendu tónlistar-
mannanna, lýsi bakgrunni þeirra,
skýri af hverju þeir ákváðu að halda
til Íslands og segi frá því hvernig
þeir upplifðu dvölina.“
Ráðnir samkvæmt samningi
Hvaðan komu þessir tónlistarmenn
og af hverju komu þeir hingað?
„Alls voru þetta um 100 manns,
karlar og konur, sem fluttu hing-
að til að starfa við tónlist. Þetta
fólk kom aðallega frá þýskumæl-
andi löndum, en sumir líka frá
Danmörku, Englandi, Ungverja-
landi og fleiri löndum. Upp úr 1930
fara Íslendingar að flytja inn erlent
tónlistarfólk, kennara til að kenna
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Tónleikar Victors Urbancic í Fríkirkjunni Í bókinni er kannað hvernig tónlistar-
mennirnir upplifðu Íslandsævintýrið sjálfir. Óðinn telur þessa mynd gott dæmi fyrir það
sem þeir upplifðu á Íslandi. Hún var tekin í Fríkirkjunni í Reykjavík 15. maí 1955, daginn sem
Austurríki varð sjálfstætt lýðveldi á ný eftir hersetu bandamanna. Victor Urbancic hafði
ákveðið að halda tónleika til heiðurs Austurríki og fékk félaga úr Sinfóníuhljómsveitinni og
Þjóðleikhúskórinn til liðs við sig. Á efnisskrá voru eingöngu verk eftir austurrísk tónskáld.
(Mynd úr fórum Sibyl Urbancic)
„Bakgrunnur
minn endurspegl-
ast líka í bókinni því að
hún skiptist í tvo hluta,
alveg eins og ég er bæði
íslenskur og austurrískur.
Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500
Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526
www.kraftvelar.is • kraftvelar@kraftvelar.is
BT rafma
gnstjakk
ar
- auðveld
a verkin
!
• 1300 kg. lyftigeta
• 24V viðhaldsfrír rafgeymir
• Innbyggt hleðslutæki (beint í 220V)
• Aðeins 250 kg. að þyngd